Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016
30.8.2016 | 21:04
MIRAGE í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri, 3. september 2016.
ERWIN VAN DER WERVE, EMA NIK THOMAS, ÞÓRA SÓLVEIG BERGSTEINSDÓTTIR .
Verksmiðjan á Hjalteyri, 03/09 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri.http://verksmidjanhjalteyri.com einnig facebook: Verksmiðjan á Hjalteyri. Opnun laugardaginn 3. september kl. 14:00 17:00 / 14.30 performance Ema Nik Thomas,15.30 performance Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir/Einnig performance 11. september kl. 14:30 Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir/Opið um helgar kl. 14:00 17:00, en aðra daga er opið eftir samkomulagi
Laugardaginn 3 september kl. 14:00-17:00 opnar myndlistarsýningin «Mirage» í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Mirage er í sýningarstjórn Þóru Sólveigar Bergsteinsdóttur en ásamt henni sýna þau: Erwin van der Werve og Ema Nik Thomas. Þau vinna gjarnan með gjörninga, vídeó og málverk. Erwin veltir fyrir sér samspili hluta í rými; Hvernig þeir skilgreina það og raða sér upp eins og dansarar á sviði. Ema mun að þessu sinni vinna út frá orðinu «mirage» og upprunalegri merkingu þess. Verk hennar lýtur að nánum tengslum ímyndunar og umhverfis.Í gjörningum sínum er Þóra Sólveig að skoða gaumgæfilega stundleg tengsl við umhverfið og velur úr allt það er myndar landslag tilverunnar. Gjörningar á opnun í flutningi Ema Nik Thomas og Þóru Sólveigar Bergsteinsdóttur fara fram kl. 14:30 og 15:30. Þóra Sólveig mun einnig flytja gjörning þann 11 september kl. 14:00
Erwin van der Werve is intrigued by the tension that objects and elements create in a framed space; How they define the space and make a composition, like dancers on a stage do. Painting is for me a great, or perhaps the best medium to investigate this tension between objects, because a painting can look at a scene from a certain angle or viewpoint and ultimately painting is very much about composition and creating space. In a way a painting of a room or a landscape is for me like a freeze frame from a movie or a theatre stage where something is about to happen.
For this collaboration Irish artist Ema Nik Thomas is inspired by the word Mirage and its Latin roots meaning to wonder at. She invites us to witness and to wonder about the intimate relation between our imagination and our environment. The performance follows the simple structure of an old Irish lullaby whose intention is to soothe a child in the dark, or perhaps an adult in the face of illusion.
With performance Thora Solveig Bergsteinsdóttir is looking closely at relating to the environment in the moment and making choices that together create a landscape in being. It is a dialogue with self and others, space and surroundings in current moment. It is personal and universal at the same time.
Sumarryk/Summer Dust var sýningarverkefnin ágústmánaðar í Verksmiðjunni. 11 listamenn frá 6 löndum þróuðu ákveðið ferli með það fyrir augum að skapa stórt sameiginlegt innsetningarverk. Í Verksmiðjunni má ennþá sjá og upplifa verk þessa listafólks : teikningar á stórum skala, veggmyndir, lifandi skúlptúra, vídeóverk, hljóðupptökur, tónlist og drög að heimildamynd um síldarverksmiðjuna sem að byggir á viðtölum við hjalteyringa.
From August 1st-31st, eleven artists from six countries occupied the Verksmiðjan art centre, at Hjalteyri, on the Eyjafjörður fjord, northern Iceland, for a project entitled, Sumarryk / Summer Dust. Responding to the site and to one another, the artists developed a large-scale, process-based, collaborative installation. The Sumarryk / Summer Dust exhibition is still open for visit until 18th September
Frekari upplýsingar veitir: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450.
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016
29.8.2016 | 21:04
A! Gjörningahátíð á Akureyri 1.-4. september 2016
A! Gjörningahátíð verður haldin í annað sinn dagana 1.-4. september 2016 í samvinnu Listasafnsins á Akureyri, LÓKAL alþjóðlegrar leiklistarhátíðar, Reykjavík Dance Festival, Menningarfélags Akureyrar / Leikfélags Akureyrar, Listhúss og Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar. Á hátíðinni fremur myndlistar- og sviðslistafólk gjörninga og setur upp gjörningatengd verk.
A! Gjörningahátíð sló í gegn þegar hún var haldin í fyrsta skipti í september í fyrra og sóttu um 1.500 ánægðir gestir hátíðina. Þátttakendur voru vel þekktir gjörningalistamenn, leikarar og ungir, upprennandi listamenn. Vídeólistahátíðin Heim var haldin á Akureyri á sama tíma sem og off venue dagskrá víðsvegar um bæinn.
Margrét Elísabet Ólafsdóttir listfræðingur sagði í pistli í Víðsjá á Rás 1 um hátíðina: "Dagskrá Gjörningahátíðarinnar A! var því ekki aðeins fjölbreytt heldur í heildina einkar vel heppnuð. Sú ákvörðun að stefna saman eldri listamönnum og upprennandi, gestum og heimamönnum virðist vera góð uppskrift að hátíð sem vonandi verður árlegur viðburður."
Gjörningarnir á A! 2016 fara fram í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, Samkomuhúsinu, Hofi, Flóru, Mjólkurbúðinni, í Listagilinu, Sal Myndlistarfélagsins, í göngugötunni og á fleiri stöðum á Akureyri og einnig í Hrísey.
Listamennirnir og hóparnir sem taka þátt að þessu sinni eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Aðalsteinn Þórsson, AK Litaker, Anna Richardsdóttir, Ásdís Sif Gunnarsdóttir, Borgarasviðið, Gail Priest, Girilal Baars, Gosie Vervloessem, Ka Yee Li, Lárus H. List, Leikfélag Akureyrar, Michael Terren, Sara Björnsdóttir, Sebastian Franzén, Theatre Replacement, Thomas Watkiss og Yu Shuk Pui.
Auk þess munu eftirtaldir listamenn koma fram á off venue viðburðum: Aldís Dagmar Erlingsdóttir, Anton Logi Ólafsson, Bergþóra Einarsdóttir, Bíbí & Blaka / Fidget Feet, Egill Logi Jónasson, Freyja Eilíf, Hekla Björt Helgadóttir og Áki Sebastian Frostason, Jónborg Sigurðardóttir, Snorri Ásmundsson, Snorri Páll Jónsson Úlfhildarson, Steinunn Gunnlaugsdóttir, Thora Karlsdottir og fleiri.
Samhliða A! fer fram vídeólistahátíðin Heim, en þar taka þátt Arna Valsdóttir og Klængur Gunnarsson.
https://www.facebook.com/A.performance.festival
26.8.2016 | 10:03
Skrímslandi, #Gangandi og RÖSK í Listagilinu á Akureyrarvöku
Listahópurinn RÖSK sýnir Skrímslandi og opnar sýninguna #Gangandi í listagilinu á Akureyrarvöku, laugardaginn 27.ágúst kl. 13
#Gangandi er sýning sem listahópurinn RÖSK setur upp í tilefni Akureyrarvöku og lok Listasumars. #Gangandi er leikur sem fólk getur tekið þátt í og eru listaverkin skór sem hægt er að spóka sig í um listagilið og fólk er hvatt til að skella mynd af sér í skónum á samskiptamiðlana facebook og Instagram og setja myllumerkið # og gangandi. Þá svífa verkin um netheima undir heitinu Gangandi og lifir þar sýningin og minningin um skemmtun í listaverkum.
Við opnun listasumars setti listahópurinn RÖSK upp sýninguna Skrímslandi í Listagilinu á Akureyri og lýkur þeirri sýningu nú á Akureyrarvöku. Þar eru 8 skrímslaskúlptúrar búnir að standa vörð um listagilið og hafa vakið verðskulda athygli þar í sumar. Skúlptúrarnr eru gerðir með það í huga að ýta undir ímyndunarafl fólks og gefa jafnvel skrímslum sem búa í hugarskotum þeirra kost á að leika lausum hala. Tilgangurinn listaverkanna er að vekja upp gleði og leik.
Um RÖSK:
RÖSK er samsýningarhópur fjögurra kvenna sem hafa sýnt saman undanfarin ár. Þær eru Brynhildur Kristinsdóttir, Dagrún Matthíasdóttir, Jónborg Sigurðardóttir og Thora Karlsdóttir. RÖSK hafa unnið á ólíkan hátt í myndlistinni og beita ólíkum aðferðum og efnum en eru samstíga í bæði hugmyndaferli og í samvinnu sinni í listum. Sýningar þeirra einkennast af því að gera gestum og gangandi kleift að máta sig við listaverkin og byggja þar upp skemmtilegt samtal listaverkanna og þátttakenda. Fer þá skemmtilegur leikur af stað sem gefur ímyndunaraflinu lausan tauminn. Oftar en ekki er birtingarmynd þess samtals í leik, söng og látbragði sem auðga sýningarnar lífi og gleði. Síðustu sýningar hafa borið lýsandi titil og hafa þær stöllur farið í orðaleik með þema hverrar sýningar, s.s.Kjólandi, Skóhattandi og Svuntandi og gefur auga leið að listaverkin eru kjólar, svuntur, skór og hattar, og í ár eru það Skrímslandi og #Gangandi.
RÖSK er á facebook
25.8.2016 | 10:41
Freyja Reynisdóttir sýnir í Kaktus
ART 4 U - SÖLUSÝNING
Freyja Reynisdóttir í Kaktus, Laugardaginn 27.08.16!
/english below
Til sölu verða verk af öllum stærðum og gerðum, tilraunir, athuganir, ársgamlar franskar ,frábær listaverk og nokkrir eldri bananar svo dæmi séu tekin. Raðgreiðslur, skipti, leiga, förgun o.s.frv
Taktu bara verkið ef þig langar í það. Ef það kostar þrjátíu þúsundkarla, getur þú borgað einn svoleiðis á ári í þrjátíu ár! VÁ! SALA SALA LUSCIOUS SALA LIST LIST LIST LIST LIST SALA ART 4 U
Sýningin opnar kl. 14:00 og um kvöldið mun Vélarnar sjá um að spila tónlist.
sjáumstums
Kaktus, Listagili, Kaupvangsstræti 10, 600 Akureyri
//
ART 4 U - SALE EXHIBITION
Freyja Reynisdóttir at Kaktus, Saturday 27.08.16
Come by and buy some art 4 u
The exhibition opens at 14:00 and in the evening DJ VÉLARNAR will play some music.
https://www.facebook.com/events/740640429420519
23.8.2016 | 21:20
5 ljósmyndarar sýna á Ráðhústorgi 7
Er hægt að segja að sköpun sé rétt eða röng?
Því verður svarað á sýningunni Rétt eða rangt? sem haldin verður á Ráðhústorgi 7 á Akureyrarvöku.
Þar sýna 5 ljósmyndarar sem eiga það sameiginlegt að hafa kynnst á vefnum ljósmyndakeppni.is fyrir hartnær 10 árum síðan. Ljósmyndararnir eru Andri Thorstensen, Daníel Starrason, Helga Kvam, Magnús Andersen og Völundur Jónsson.
Síðan þá hefur mikið vatn runnið til sjávar og eru þau enn iðin við að taka myndir. Á sýningunni verða sýndar myndir sem teknar hafa verið á síðustu 10 árum. Notast er við ýmsar aðferðir við myndsköpunina og eru ljósmyndurunum engin mörk sett. Útkoman er því oft skrautleg og kemur skemmtilega á óvart!
Sýningin verður haldin á Ráðhústorgi 7 á Akureyrarvöku og verður opin laugardaginn 27. ágúst og sunnudaginn 28. ágúst frá kl. 14 til kl. 17.
https://www.facebook.com/events/1028475543933041
22.8.2016 | 17:52
Summer Dust / Sumarryk sýningarlok í Verksmiðjunni á Hjalteyri
Lokateiti / finissage fjöllistaverkefnisins Sumarryks / Summer Dust í Verksmiðjunni verður haldið laugardaginn 27. ágúst frá kl. 14:00 23:00.
Þá munu fara fram tónleikar, teiknigjörningar, kvikmyndasýningar og hægt verður að skoða afrakstur verkefna listafólksins sem að starfað hefur í Verksmiðjunni undanfarinn mánuð.
Sumarryk / Summer Dust opnaði formlega laugardaginn 6. Ágúst. Í rúman mánuð hafa 11 listamenn frá 6 löndum starfað í Verksmiðjunni og í samvinnu, með hliðsjón af aðstæðum, þróað ákveðið ferli með það fyrir augum að skapa stórt sameiginlegt innsetningarverk. Í Verksmiðjunni má sjá og upplifa teikningar á stórum skala, veggmyndir, lifandi skúlptúra, vídeóverk, hljóðupptökur, tónlist og drög að heimildamynd um síldarverksmiðjuna sem að byggir á viðtölum við hjalteyringa.
Safnað hefur verið heimildum um verkefnið og viðburði því tengdu fyrir seinni tíma útgáfu.
Fríar sætaferðir frá Hofi á Akureyri til Hjalteyrar kl. 16:30. Rútan fer til baka frá Hjalteyri kl. 00:00.
The Summer Dust / Sumarryk finissage will be a day-long (2pm-11pm) concert, drawing performance, video screening and exhibition, resulting from a month-long occupation of the Verksmiðjan art centre, by eleven artists from six countries:
Anna Rún Tryggvadottir (IS, drawing,) François Morelli (CA, drawing,) Matt Shane (CA, drawing, drums,) Michaela Grill (AU, video,) Mariana Frandsen (AR, photo), Nick Kuepfer (CA, recording, guitar,) Neil Holyoak (CA/US, recording, guitar,) Hannelore Van Dijck (BE, drawing,) Christine Francis (CA, drawing, bass,) Jay Gillingham (CA, sculpture,) and Jim Holyoak (CA, drawing.)
Verksmiðjan á Hjalteyri, 06.08 18.09 2016 /Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri
http://verksmidjanhjalteyri.com
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit.
Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016.
https://www.facebook.com/events/1742617405985999
Menning og listir | Breytt 23.8.2016 kl. 13:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.8.2016 | 20:27
Gunnar Kr. sýnir í Listasafninu á Akureyri
Á Akureyrarvöku, laugardaginn 27. ágúst kl. 15, opnar Gunnar Kr. sýninguna Formsins vegna í Listasafninu á Akureyri. Myndlist Gunnars Kr. einkennist af slagkrafti og þunga sem birtist með fjölbreyttum hætti. Hann hefur t.d. teiknað biksvartar blýsólir og logskorið stálblóm. Undanfarin misseri hefur Gunnar notað fislétt og viðkvæmt hráefni til myndgerðar pappír sem hann mótar, sker, litar og raðar saman uns tilætluðum áhrifum er náð. Í spennunni milli formrænnar tjáningar listamannsins annars vegar og hráefnisins sem hann notar hins vegar, er feiknarleg orka. Verk Gunnars Kr. líkjast um margt náttúrunni sjálfri; þau eru sterk, form endurtaka sig og fegurðin ríkir þótt hún sé á stundum ógnvekjandi. Kröftug en þó viðkvæm.
Myndlistarferill Gunnars Kr. spannar þrjátíu ár og hefur hann víða komið við. Á fjölmörgum sýningum hefur hann sýnt málverk, skúlptúra, teikningar og vatnslitamyndir. Gunnar býr og starfar að list sinni á Akureyri. Sýningarstjóri er Joris Rademaker.
Í tilefni sýningarinnar kemur út sýningarskrá með textum eftir Hlyn Hallsson og Joris Rademaker og ljóðum eftir Aðalstein Svan Sigfússon.
Listasafnið verður opið til kl. 22 á opnunardegi sýningarinnar. Sýningin er opin daglega kl. 10-17 út ágúst en eftir það kl. 12-17 þriðjudaga til sunnudaga. Aðgangur er ókeypis. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins er á fimmtudögum kl. 12.15-12.45.
listak.is/is/syningar/naestu-syningar/gunnar-kr
facebook.com/events/922887221156829
20.8.2016 | 20:20
Afmælissýning Samúels Jóhannssonar í Hofi
Í verkum sínum vinnur Samúel með akríl, vatnsliti, tússblek, járn og lakk.
Viðfangsefni Samúels er mannslíkaminn og andlitið. Að þessu sinni einbeitir hann sér fremur að túlkun andlitsins en formum hinna ýmsu líkamshluta.
Myndmál hans er sterkt, bæði hvað varðar liti og form, og svipbrigði í andlitum hans eru hörð. Stundum virðist hann vinna með óbærilegan léttleika í tilverunni í myndum sínum hughrif sem skapa léttúð og þunga i senn, en eru ekki svo fjarri manneskjunni þegar á allt er litið. (tilvitnun)
Myndverkasýningar Samúels eru orðnar fjölmargar, rúmlega 30 einkasýningar auk fjölda samsýninga hér heima og erlendis.
Opnun föstudaginn 26. ágúst kl. 18
19.8.2016 | 13:55
HRAUN, ljósmyndasýning í Deiglunni
Sverrir Karlsson áhugaljósmyndari sýnir í Deiglunni. Sverrir sýnir ljósmyndir af hrauni víðsvegar af landinu. Hann er gamall Akureyringur sem hefur tekið ljósmyndir síðan hann man eftir sér. Þetta er önnur einkasýning hans á Akureyri. Hann hefur áður sýnt á snæfellsnesi bæði tekið þátt í samsýningum og haldið einkasýningar. Sverrir hefur hlotið verðlaun í ljósmyndasamkeppnum og einnig hafa ljósmyndir eftir hann verið birtar í mörgum fjölmiðlum bæði í sjónvarpi og dagblöðum í gegnum árin. Sverrir er búsettur á Grundarfirði.
https://www.facebook.com/events/1738376219765287
18.8.2016 | 11:58
New Nordic Animal Art í Kaktus
Group exhibition by Jónína Mjöll Þormóðsdóttir, Ingrid Elsa Maria Ogenstedt and Arne Rawe
The newest phase of Nordic animal art is characterised by not having any stylised and interwoven animals into any kind of patterns. There are no decorative objects having no purpose other than to display their ornamentation. No everyday idea is elaborately and unrestrainedly decorated.
Interlace in digital modern day communication, where it occurs, becomes less regular and more complex, and if not three-dimensional human beings are usually seen in profile but twisted, exaggerated, surreal, with fragmented body parts filling every available space, creating an intense detailed energetic feel.
But there occur the so-called gripping beast which is a roaring beast with surface ornamentation in the form of interwoven animals that twist and turn as they are gripping and snapping. The absence of an union of animal forms and interlace pattern will be generally accepted as an independent style in the future.
Kaktus, Kaupvangsstræti 10 - 12, 600 Akureyri
https://www.facebook.com/events/1608084282817961
https://www.facebook.com/kaktusdidsomeart