Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2016

Anja Teske opnar sýninguna "Visual Language" í Deiglunni

13907207_377168165740271_1669037904053719530_n

Anja Teske, myndlistarkona frá Þýskalandi opnar sýninguna "Visual Language" í Deiglunni n.k. laugardag 20. ágúst kl. 14:00.
Hún er gestalistamaður mánaðarins í vinnustofu Gilfélagsins.
Sýningin verður opin laugardag og sunnudag frá 14:00-17:00
Allir velkomnir!

Hér fyrir neðan lýsir hún verkefninu:
In Akureyri I have worked on my themes perspective, landscape and abstraction, and the transformations of pictures. Usually, I work on different long time projects at the same time and let them grow. In this exhibition photographs combined with texts and sketches are on display.

As I a photographer I often ask myself:

What are impacts of space and perspective for photography, how do they become visual? How is the perception of space changed by texts accompanying the photos?

How is the term „perspective“ extended, e.g. in thoughts, to create a transition from the concrete space into the intellectual, the philosophical, the political space, e.g. also with gestures?

What are the differences between the optical perspectives and the perspectives of thoughts and imagination?

What is the motivation for using space, especially: what is the size of that space resp. how big does it seem to be for us?

https://www.facebook.com/events/183866992027266/


Bergþór Morthens opnar myndlistasýninguna UMMERKI í Mjólkurbúðinni

14063853_10154308873403796_873049003536844784_n

Bergþór Morthens opnar myndlistasýninguna UMMERKI í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, 20. ágúst kl. 14.

Bergþór Morthens um sýninguna:
„Verkin eru unnin á tvenns konar hátt þar sem tveir stílar takast á þar sem hið gróteska leggst á fínlegra og hefðbundnara undirverk og myndar þar spennu og nýja frásögn. Með eyðileggingunni skapast vísun til Chromophobiu sem er hræðslan við liti og stendur hér fyrir óttan við það að standa fyrir utan hefðbundin valdakerfi“.
 
Bergþór Morthens (f. 1979) útskrifaðist frá myndlistardeild Myndlistarskólans á Akureyri árið 2004 og lauk síðar mastersnámi í myndlist við Valand háskólann í Gautaborg í Svíþjóð árið 2015. Bergþór hefur haldið einkasýningar á Íslandi og í Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Svíþjóð, Danmörku og Grikklandi.

Sýning Bergþórs stendur fram yfir Akureyrarvöku eða til 28.ágúst.

https://www.facebook.com/events/1172422856136790/

Bergþór Morthens
www.bergthor.com


Mjólkurbúðin í listagili er á facebook
https://www.facebook.com/groups/289504904444621/


Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á Akureyrarvöku 27.ágúst kl. 14-18 og 20-22.


Gjörningakvöldið "Umbúðalaus" í Deiglunni, laugardaginn 13. ágúst

13920069_10153613601207096_6981265522816666198_o

Verið velkomin á gjörningakvöldið Umbúðalaus í Deiglunni, laugardaginn 13. ágúst kl. 20:30. Umbúðalaus er partur af Listasumri á Akureyri. Léttar veitingar í boði.

Umbúðalaus er hugsað sem vettvangur fyrir nýjar hugmyndir, tilraunir og mistök en líka töfrana sem skapast við nándina og augnablikið sem kemur aldrei aftur.

Listamenn sem koma fram eru:

Yu Shuk Pui Bobby 'Examination'
Freyja Reynisdóttir 'List'
Örnólfur Hlynur 'Trúir þú á áfengisdjöfulinn?'

Nánari upplýsingar veitir Heiðdís Hólm s. 8482770, heiddis.holm(hjá)gmail.com.

www.listasumar.is

https://www.facebook.com/events/273128909725249


Lilý Erla Adamsdóttir opnar sýninguna "Skógur" í Flóru

13926024_1242935152404244_2230158320649421666_o

Lilý Erla Adamsdóttir        
Skógur
13. ágúst - 13. september 2016
Opnun laugardaginn 13. ágúst kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Laugardaginn 13. ágúst kl. 14-17 opnar Lilý Erla Adamsdóttir sýninguna Skógur í Flóru á Akureyri.

Sýningin er unnin út frá sænskum skógum, hugmyndum um einstaklinginn og hvernig innri heimar geta orðið til í samstarfi skynjunar og ímyndunarafls. Verkin samanstanda af tálguðum tréfígúrum úr veðruðu spreki skógarbotna Svíþjóðar og máluðum mynstrum.

Lilý útskrifaðist með BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands, diplóma í textíl frá Myndlistaskóla Reykjavíkur og er nú hálfnuð með mastersnám í listrænum textíl frá Textílháskólanum í Borås. Hún hefur fundið verkum sínum farveg í gjörningalist, ljósmyndum, vídeói og textíl svo eitthvað sé nefnt. Endurtekning er áberandi í verkum hennar og fjalla þau oft um munstrið sem skapast með hegðun okkar í daglegu lífi.

Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán.-lau. kl. 10-18.

Sýningin stendur til þriðjudagsins 13. september 2016.


Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endur-nýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.


Anja Teske opnar einkasýningu í Mjólkurbúðinni

13708394_10153660990272231_4711458758433555522_o

Anja Teske opnar einkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 6. ágúst kl. 14. Anja Teske er gestalistamaður Gilfélagsins í ágúst og er sýning hennar einnig liður í Listasumri 2016.


„Welcome"

You are cordially invited to the opening of my exhibition. I would like to present my works on the theme „Perspectives“. These are photographies and interviews of people in Iceland and abroad, combined with landscapes and interiors. You are all welcome to the opening or at any time between to see the exhibition.

6. August – 14. August 2016
2:00 - 5:00 p.m.
Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri


I am invited by the Gilfélag association to spend the August in Akureyri. My aim is to discover the city and its people. I love the diversity of human beings and their personal stories. My recent work is about this. You are welcome to join this project. I would like to talk to you and take photographies of you or your favorite place or what you would like to show to me. I would like to meet different people from Akureyri and further. It would be fantastic if I could meet inhabitants with various professions and positions, for example artist, hairdresser, tourists-guide, chef, grandma and grandpa…, and different age, from 9-99.

http://anja-teske.de

https://www.facebook.com/events/1145776032162184


RÓT2016 í Listagilinu

13913825_1115714055144462_5576744675635339915_o

RÓT2016

6. – 20. ágúst 2016

Listagilinu, Akureyri

www.rot-project.com | rotprojectinfo@gmail.com | www.facebook.com/rotprojectnytt

Næstkomandi laugardag hefst listaverkefnið RÓT2016 í Listagilinu á Akureyri. Þetta er í þriðja sinn sem RÓT fer fram og er nú hluti af Listasumri á Akureyri. Sjö hópar listamanna hittast á 15 daga tímabili og skapa verk sem eru upphugsuð að morgni og framkvæmd og fullunnin á einum degi. Þannig skapast mikil orka og líf í Listagilinu og áhersla verður lögð á að vera úti og vera áberandi, íbúum og ferðamönnum til ánægju. Fyrir þátttakendur er verkefnið bæði spennandi og krefjandi, þeir vinna undir mikilli tímapressu sem reynir á samstarfshæfni og skapandi hugsun.

Stjórnendur verkefnisins eru ánægðir með þróun verkefnisins og hlakka til að sjá hvað gerist í ár, enda koma þátttakendur ekki inn í verkefnið með mótaðar hugmyndir heldur fæðast þær yfir morgunmatnum.

Verkefnið er í opið eftir hádegi laugardaga, þriðjudaga og fimmtudaga á tímabilinu 6. – 20. ágúst.


SUMARRYK/SUMMER DUST í Verksmiðjunni á Hjalteyri

13923853_10154345900782829_7195190653458621854_o

Opnun í Verksmiðjunni á Hjalteyri 6. ágúst 2016.
«SUMARRYK/SUMMER DUST»
Í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
HANNELORE VAN DIJCK, ANNA RÚN TRYGGVADÓTTIR, FRANÇOIS MORELLI, MICHAELA GRILL, NICK KUEPFER, MATT SHANE, CHRISTEEN FRANCIS, NEIL HOLYOAK, JIM HOLYOAK, MARIANA FRANDSEN



Verksmiðjan á Hjalteyri, 06.08 – 18.09 2016 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri
http://verksmidjanhjalteyri.com
einnig facebook: Verksmiðjan á Hjalteyri

https://www.facebook.com/events/968660849898870


Opnun laugardaginn 6. ágúst kl. 14:00 / Opið alla  daga kl. 14:00 – 17:00 6. ágúst - 18. sept. 2016

Fjöllistaverkefnið Sumarryk/Summer Dust opnar formlega laugardaginn 6. Ágúst. Í rúman mánuð munu 10 listamenn frá 6 löndum koma sér fyrir í Verksmiðjunni og í samvinnu, með hliðsjón af aðstæðum, þróa ákveðið ferli með það fyrir augum að skapa stórt sameiginlegt innsetningarverk sem að mun bera titilinn «Sumarryk». Þau vinna að teikningum á stórum skala, með vídeóvarpanir, hljóðupptökur og munu umbreyta hljómi, ljósi og yfirborði hinna risastóru rýma síldarverksmiðjunnar. Samhliða, út mánuðinn, eru áætlaðir tónleikar, kvikmyndasýningar og gjörningar allar helgar.
Safnað verður heimildum um verkefnið og viðburði því tengdu fyrir seinni tíma útgáfu. Í því samhengi langar listamennina sérstaklega til þess að bjóða til fundar við þá alla  sem að eiga minningar um síldarverksmiðjuna sem slíka, myndir eða luma á góðri sögu henni tengdri

Sem hliðarverkefni þá mun hópurinn fara til Reykjavíkur þann 18 ágúst til þess að standa fyrir gjörningi í Mengi http://www.mengi.net. Viðburðurinn verður á mótum gjörningalistar og tónleika

Viðburðir í ágúst :
6. ágúst : Sumarryk/Summer Dust opnun og listamannaspjall Matt Shane, Jim Holyoak og Michaela Grill.
18. ágúst : hliðarverkefnið Varulven, teikni/tónlistargjörningur í Mengi Reykjavík.
20. ágúst : kvikmyndakvöld í Verksmiðjunni.
27. ágúst : Summer Dust/Sumarryk finissage í Verksmiðjunni, tónlist í flutningi Nick Kuepfer, Neil Holyoak og gestatónlistarmanna:   https://holyoak.bandcamp.com/
    https://nickkuepfer.bandcamp.com/

6. August - 18. September 2016 ten artists from six countries will occupy the Verksmiðjan art centre, at Hjalteyri, on the Eyjafjörður fjord, northern Iceland, for a project entitled, 'Sumarryk / Summer Dust.'

Responding to the site and to one another, the artists will develop a large-scale, process-based, collaborative installation. The 'Sumarryk / Summer Dust' artists include Anna Rún Tryggvadottir (IS, drawing,) François Morelli (CA, drawing,) Matt Shane (CA, drawing, drums,) Michaela Grill (AU, video,) Mariana Frandsen (AR, photo), Nick Kuepfer (CA, recording, guitar,) Neil Holyoak (CA/US, recording, guitar,) Hannelore Van Dijck (BE, drawing,) Christine Francis (CA, drawing, bass,) and Jim Holyoak (CA, drawing.) â€¨â€¨Working with large-scale wall-drawing, live music, video projection, and audio/video recording, the artists will transform the acoustics, lighting, and surfaces throughout the massive concrete chambers of the former herring factory. Their work will explore ideas of performance, improvisation, collectivity and experimental documentation, seeking to find linkages, harmonies and dissonances between visual and audio artwork. They will work continually, listening, watching, describing and responding to one another’s marks and sounds. Verksmiðjan will metamorphose over August, during which time there will also be scheduled concerts, screenings and performances. Video and audio samples will be continually collected to document the month’s events, for publication after the finissage. As part of this document, the artists would like to extend a special invitation to hear from those with memories, stories and pictures of Verksmiðjan when it was a factory.

As a satellite project, the group of artists will travel to Reykjavík, to participate in a one-night performance on August 18th, at the Mengi experimental music venue. The event will be a cross between performance-art and a music concert.
Event Schedule:
Aug 6th: Summer Dust / Sumarryk vernissage and artist lectures by Matt Shane, Jim Holyoak and Michaela Grill
Aug 18th: satellite project Varulven live drawing/music performance at Mengi, in Reyjkavik..
Aug 20th: film night at Verksmiðjan.
Aug 27th: Summer Dust / Sumarryk finissage at Verksmiðjan, with concerts by Nick Kuepfer, Neil Holyoak and guests:    https://holyoak.bandcamp.com/
    https://nickkuepfer.bandcamp.com/


Frekari upplýsingar veitir: Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 og 6927450.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Uppbyggingarsjóði, Myndlistarsjóði og Ásprenti. Bakhjarl Verksmiðjunnar er Hörgársveit. Verksmiðjan á Hjalteyri er handhafi Eyrarrósarinnar 2016

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband