Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016

Sköpun bernskunnar 2016 opnar Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi

large_les-bateaux

Laugardaginn 5. mars kl. 15 verður opnuð í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi samsýningin Sköpun bernskunnar 2016. Þátttakendur eru Hríseyjarskóli, Leikskólarnir Hólmasól, Sunnuból og Pálmholt, grunnskólarnir Naustaskóli og Síðuskóli, Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi og listamennirnir Áki Sebastian Frostason, Anne Balanant, Björg Eiríksdóttir, Elsa Dóra Gísladóttir, Egill Logi Jónsson og James Earl Ero Cisneros Tamidles. Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.

Þetta er þriðja sýningin undir heitinu Sköpun bernskunnar. Hún er sett upp til þess að örva skapandi starf og hugsun allra skólabarna, á aldrinum tveggja til sextán ára. Þátttakendur hverju sinni eru börn, starfandi listamenn og Leikfangasýningin í Friðbjarnarhúsi. Sköpun bernskunnar er því samvinnuverkefni í stöðugri þróun og er hver sýning sjálfstæð og sérstök. Sýningin hefur vakið verðskuldaða athygli og er einstök hvað varðar samvinnu myndlistarmanna og barna. Einnig verða sýnd myndverk frá námskeiði sem haldið var í tengslum við Sköpun bernskunnar 2015 þar sem leiðbeinendur voru Erwin van der Werve og Þóra Sólveig Bergsteinsdóttir.

Sköpun bernskunnar 2016 stendur til 24. apríl. Listasafnið er opið þriðjudaga-sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

Mynd: Les bateaux eftir Anne Balanant.

http://www.listak.is


Brynhildur Kristinsdóttir sýnir í Kompunni, Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12805985_953568598053079_3156696506672691438_n

Laugardaginn 5. mars kl. 15.00 opnar Brynhildur Kristinsdóttir sýninguna ÉG LÆT TIL LEIÐAST í Kompunni Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sýningin stendur til 20. mars.

Brynhildur Kristinsdóttir (f.1965) nam myndlist í Myndlistaskólanum á Akureyri og í Myndlista- og handíðaskóla Íslands. Eftir útskrift úr myndmótunardeild 1989 fór Brynhildur til Ítalíu þar sem hún vann með myndhöggvurum en síðan lá leið hennar í Iðnskólann í Reykjavik þar sem hún lærði húsgagnasmíði en árið 2011 lauk hún kennaranámi frá Háskólanum á Akureyri. Auk þess að starfa við eigin myndsköpun hefur hún kennt myndlist og átt í samstarfi við ýmsa listamenn, gert leikmynd og búninga fyrir gjörninga og dans. Brynhildur hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í fjölmörgum samsýningum. Hún starfar nú á Akureyri sem athafnasamur kennari og myndlistarmaður.

ÉG LÆT TIL LEIÐAST

"Ég læt til leiðast" er yfirskrift sýningar Brynhildar Kristinsdóttur í Alþýðuhúsinu á Siglufirði þar sýnir hún skúlptúra og myndverk. Verkin eru flest mótuð úr pappamassa og álpappír og fjalla um tjáningu mannsins, hvernig hugmyndir hlutgerast og orð falla í stafi.

https://www.facebook.com/events/928906803890222


Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12799297_953559618053977_7182411865970509645_n

Nú eru að hefja göngu sína viðburður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem nefnist sunnudagskaffi með skapandi fólki. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður fólk frá ýmsum stöðum í samfélaginu með klukkutíma erindi. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera skapandi í sínu starfi eða áhugamáli. Um er að ræða fyrirlestra, gjörninga, kynningar og spjall yfir kaffibolla. 

Sigríður María Róbertsdóttir ríður á vaðið sunnudaginn 6. mars með kynningu á uppbyggingu Rauðku í ferðaþjónustu.

Frá árinu 2010 hefur Rauðka verið áberandi í uppbyggingu ferðaþjónustu í Fjallabyggð. Margar nýjungar hafa litið dagsins ljóss síðan þá með tilkomu Hannes Boy, Kaffi Rauðku, iðnaðareldhúss og nú síðast Sigló Hótels. Í dag starfa 25 manns hjá Rauðku/Sigló Hótel á heilsársgrunni. Frá árinu 2011 hefur Sigríður María gegnt stöðu framkvæmdastjóra Rauðku í viðamikilli uppbyggingu félagsins í ferðaþjónustu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/1333100096717173


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband