Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

12799297_953559618053977_7182411865970509645_n

Nú eru að hefja göngu sína viðburður í Alþýðuhúsinu á Siglufirði sem nefnist sunnudagskaffi með skapandi fólki. Fyrsta sunnudag í hverjum mánuði verður fólk frá ýmsum stöðum í samfélaginu með klukkutíma erindi. Öll eiga þau það sameiginlegt að vera skapandi í sínu starfi eða áhugamáli. Um er að ræða fyrirlestra, gjörninga, kynningar og spjall yfir kaffibolla. 

Sigríður María Róbertsdóttir ríður á vaðið sunnudaginn 6. mars með kynningu á uppbyggingu Rauðku í ferðaþjónustu.

Frá árinu 2010 hefur Rauðka verið áberandi í uppbyggingu ferðaþjónustu í Fjallabyggð. Margar nýjungar hafa litið dagsins ljóss síðan þá með tilkomu Hannes Boy, Kaffi Rauðku, iðnaðareldhúss og nú síðast Sigló Hótels. Í dag starfa 25 manns hjá Rauðku/Sigló Hótel á heilsársgrunni. Frá árinu 2011 hefur Sigríður María gegnt stöðu framkvæmdastjóra Rauðku í viðamikilli uppbyggingu félagsins í ferðaþjónustu á Siglufirði.

https://www.facebook.com/events/1333100096717173


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband