Bloggfærslur mánaðarins, mars 2016
30.3.2016 | 17:56
Sunnudagskaffi með skapandi fólki í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Sunnudagskaffi með skapandi fólki
Alþýðuhúsið á Siglufirði.
03.04.2016
Næstkomandi sunnudag 3. apríl kl. 15.30 16.30 fjalla
Ari Marteinsson og Sophie Haack um fjölbreyttan feril sinn og ýmis skapandi verkefni sem þau hafa unnið að.
Þau eru bæði með Mastersgráðu í samskiptahönnun frá Kolding School of Design í Danmörku.
Haack_Marteinsson er hönnunarstofa í Árósum sem vinnur með grafíska hönnun, sýningarhönnun, samskiptahönnun og arkitektúr. Haack_Marteinsson samanstendur af þeim Sophie Haack og Ara Marteinssyni, sem stödd eru á Siglufirði til að vinna bók um þverfaglegu samstarfssmiðjuna REITI.

Sophie og Ari hafa unnið margþætt starf, í mörgum löndum, í gegnum árin og má þar helst nefna náttúrulífssýninguna Natur® í Árósum, götusmiðjuna Hands Up! í Hong Kong, skúlptúrinn Heerups Have í Herning og bókina THIS IS X um menningarsvæðið Institut for (X) í Árósum.

https://www.facebook.com/events/464114420457689
23.3.2016 | 14:49
Klængur Gunnarsson sýnir í Kaktus
Sýningin Eftirá opnar laugardaginn 26. mars klukkan 15:00 í hinu margslungna listrými Kaktus í Listagilinu á Akureyri. Klængur Gunnarsson sýnir þar hugleiðingar um bláið, hversdagsleikann, hið almáttuga gul og tilraun til að vingast við eftirleifar vetrarins.
Verið velkomin á opnun, léttar veitingar í boði.
Athugið að sýningin er aðeins opin þessa einu helgi - opið er frá 14 - 17, sunnudaginn 27. mars.
www.klaengur.org
23.3.2016 | 09:47
Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir sýna í Sal Myndlistarfélagsins
Verið velkomin á opnun sýningarinnar Lítil II, laugardaginn 26. mars klukkan 15:00, léttar veitingar í boði.
Listamennirnir Ragnheiður Harpa Leifsdóttir og Sigrún Hlín Sigurðardóttir sýna innsetningu sem samanstendur af dansandi silki, bráðnandi jökli, litlum manneskjum og stórum áhyggjum. Maðurinn er miðpunktur og tilfinningin fyrir því að vera bæði risastór og agnarsmá finnst á milli silkiþráða.
Innsetningin er sjálfstætt framhald af sýningunni Lítil sem var sett upp í Þjóðminjasafninu síðastliðið haust og styrkt af Reykjavíkurborg.
Þakkir fyrir aðstoð
Birkir Brynjarsson
Klængur Gunnarsson
Sýningin stendur til 10. apríl en opið er um helgar frá 14:00 - 17:00.
Boxið- Salur Myndlistafélagsins
21.3.2016 | 14:49
Föstudagurinn langi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 2016
Föstudagurinn langi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði 2016
25. Mars. Föstudagurinn langi.
Hulda Vilhjálmsdóttir opnar sýningu í Kompunni kl. 15.00
Hulda býr og starfar í Reykjavík, hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands og hefur haldið fjölda einkasýninga og tekið þátt í samsýningum. Hulda hefur getið sér gott orð fyrir ljóðræn og oft á tíðum dularfull málverk þar sem hún fjallar um hugarástand manneskju á næman máta.
Kompan er opin kl. 14.00 17.00 laugardaginn 26. mars, mánudaginn 28. mars og svo daglega þegar skilti er úti til 24. apríl.
Gjörningadagskrá á Föstudaginn langa kl. 15.30 17.00 þar sem fram koma Freyja Reynisdóttir , Brák Jónsdóttir, Magnús Pálsson og Aðalheiður S. Eysteinsdóttir.
Freyja Reynisdóttir og Brák Jónsdóttir
hófu gjörningasamstarf á síðasta ári og tóku meðal annars þátt í gjörningahátíðinni A! á Akureyri síðastliðið haust með gjörningi sem fjallaði um sameiginlega reynslu og hvernig samskipti þeirra hafa mótað og haft áhrif á samskipti og vináttu. Saman, í líkama gjörnings, munu þær nú halda áfram að starfa sem einstaka líffæri og halda líkama gangandi inn í önnur rými og eiga við áhorfendur.
Magnús Pálsson er einn af virtustu listamönnum þjóðarinnar.
Magnús vinnur með hugmyndir um neikvæð og jákvæð rými sem umlykja manninn og notar til þess hljóð, lykt, stemningu, tilfinningu o.s.frv. Síðan 1982 hefur Magnús aðallega lagt áherslu á samhljóm talaðs máls og tónlistar og sett upp stórar hljóðinnsetningar í samstarfi við Nýlókórinn. Gjörningar Magnúsar eru oft í samstarfi við fjölda manns og dansa á mörkum Leikhúss og gjörninga.
Magnús verður með nýjan gjörning sem hann semur sérstaklega af þessu tilefni.
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir hefur fengist við gjörningaformið af og til í gegnum tíðina, oftast tengt skúlptúrsýningum sem hún heldur. Þar hefur hún blandað saman dansi og annarskonar tjáningu til að skapa umgjörð um konu. Að þessu sinni grípur hún til sagnahefðar íslendinga í bland við dans.
Undanfarin tvö ár hefur Aðalheiður staðið fyrir gjörningadagskrá á föstudaginn langa í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Fjöldi listamanna hafa komið fram með veigamikla gjörninga og metnaður lagður í alla umgjörð og upplifun gesta. Gjörningaformið er löngu þekkt innan myndlistar og má segja að það tengi hreyfilistir, leikhús, tónlist og myndlist. Gjörningar fjalla um að fanga augnablikið og ná tengslum við áhorfandann sem oft á tíðum verður þátttakandi í verkinu. Aðsókn á gjörningadagskrána á föstudaginn langa hefur verið með ólíkindum og færri hafa komist að en vildu. Er því full ástæða til að efla þessa hátíð og gera árlega.
https://www.facebook.com/events/2003901859836038
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.3.2016 | 12:40
James Birchall & Sarah Faraday í Kaktus
Laugardag 19. mars 2016
Opening: 15:00 - 19:00
Evening performance starting at 21:00 !
Kaktus, Kaupvangstræti 10, 600 Akureyri
Sarah Faraday and James Birchall have been collaborating for several years as photographer and sound artist, creating projects examining natural environments, works documenting urban developments and their impact on ecosystems, and sound pieces layering field recordings to create musical structures. They are currently artists in residence at Fjuk Arts Centre in Husavik, exploring the concepts of silence and stillness in the landscape, and the ability to capture and express these qualities through sound and film. The challenge is to express this meditative stasis in film, introducing a sense of passing time for the viewer. Although it may seem like a contradictory task - the expression of stillness in moving image, and silence in sound - its the virtual impossibility of finding absolute results which gives value to the end product. The meditative viewer is rewarded with the gradual revelation of time passing within the apparently still landscape.
Rough Fields is the solo project of UK-based producer James Birchall. Began in 2011 with a series of epic lo-fi cassettes on the Bomb Shop label, the Rough Fields project progressed through expansive song forms on debut album Edge of the Firelight, and surreal, dreamy pop on the High Time EP. Constructed from a wide array of stringed instruments, found objects and home-made soundmaking devices, his early work brings together influences from drone, UK techno and minimalism to form unique works. In 2013, Birchall collaborated with Steve Reich to release the first ever solo version of Music For 18 Musicians. Along with Sarah Faraday, the pair also form drone/noise/electronica Ambrosia(@).
Work from Birchall & Faraday's residency will be shown in the daytime at Kaktus, followed by an evening performance at 21:00. The evening show will be divided into two parts - the first is pure field recording with minimal manipulation, placing sound recorded on the north and west coasts of Iceland into concrete performative structures, accompanied by meditative films created at each location by photographer, filmmaker and visual artist Sarah Faraday. The second part stems from the 2013 album Wessenden Suite - a long-form drone piece constructed from layered field recordings. The performance involves recording environmental sound in the region, and then manipulating those recordings live using Max, Ableton and a series of custom built resonant filters to achieve densely layered textures of blissful, harmonic sound.
http://www.roughfields.org/
http://www.sarahfaraday.co.uk/
http://www.bombshop.org/
https://www.facebook.com/events/950786078307938
14.3.2016 | 21:47
Ljósmyndasýningin Fólk / People opnuð á Listasafninu á Akureyri
Laugardaginn 19. mars kl. 15 verður ljósmyndasýningin Fólk / People opnuð á Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni má sjá verk sjö listamanna sem eiga það sameiginlegt að vinna með ljósmyndir þó að viðfangsefnið fólk sé ef til vill ekki það fyrsta sem kemur í hugann þegar sum verk þeirra eru skoðuð. Listamennirnir eru Barbara Probst, Hallgerður Hallgrímsdóttir, Hrafnkell Sigurðsson, Hrefna Harðardóttir, Hörður Geirsson, Ine Lamers og Wolfgang Tillmans. Sýningarstjóri er Hlynur Hallsson. Sýningin stendur til 29. maí.
Hvernig birtumst við á myndum? Hvaða mynd fær fólk af okkur? Hver erum við? Sýningin Fólk / People segir áhorfandanum sögur af fólki og gefur innsýn í verk sjö listamanna sem allir vinna með ljósmyndir á ólíkan. Á dögum sjálfsmyndanna (e. selfie) hafa portrettmyndir öðlast nýja merkingu og hér gefur að líta fólk í ólíkum aðstæðum séð með augum ólíkra listamanna í gegnum linsur fjölbreyttra myndavéla.
Barbara Probst (f. 1964) tekur myndir af aðstæðum á nákvæmlega sama sekúndubroti. Smáatriði og heildarmynd gefur áhorfandanum heillandi yfirsýn í aðstæður á götuhorni á Manhattan. Hallgerður Hallgrímsdóttir (f. 1984) myndar ungt fólk í dagrenningu á björtum sumarmorgnum í Reykjavík. Ungt fólk sem ef til vill er að ljúka deginum eða að hefja nýjan. Í verkum Hrafnkels Sigurðssonar (f. 1963) skynjum við nærveru fólks án þess að sjá það. Blautir sjóstakkar í skærum litum gefa til kynna erfiðisvinnu við misjöfn skilyrði. Í myndum Hrefnu Harðardóttur (f. 1954) má sjá athafnakonur á sínum eftirlætisstað. Konur sem eiga margt sameiginlegt en hafa þó ólíkan bakgrunn bæði bókstaflega og huglægt. Hörður Geirsson (f. 1960) notar votplötutækni frá lokum 19. aldar til að taka myndir af fólki á miðaldardögum á Gásum við Eyjafjörð og skapar þannig stemningu liðins tíma. Ine Lamers (f. 1954) myndar konu í kvikmyndaveri og fjallar um mörkin á milli veruleika og kvikmyndar. Wolfgang Tillmans (f. 1968) tekur myndir af fólki eða líkamshlutum í neðanjarðalestum í London. Fólk sem er á ferðinni á annatíma og tekur jafnvel ekki eftir því að það sé ljósmyndað.
Listasafnið á Akureyri er opið þriðjudaga til sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar er alla fimmtudaga kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.
14.3.2016 | 20:25
Jónína Björg Helgadóttir sýnir í Mjólkurbúðinni
Hoppa. Núna!
Laugardaginn 19. mars kl. 14 opnar Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Hoppa. Núna! í Mjólkurbúðinni á Akureyri. Til sýnis verða grafík- og vídeóverk, öll unnin á þessu ári, þar sem Jónína veltir fyrir sér barnalegheitum og fullorðinsstælum. Í gegnum líkamlegar, einrænar vangaveltur skoðar hún skilin þar á milli og reynir að komast að því hvort og hvenær þau fara að skipta máli.
Þetta er önnur einkasýning Jónínu Bjargar sem útskrifaðist úr Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 2015. Hún er með vinnustofu í Kaktus í Listagilinu og er einn umsjónarmanna rýmisins.
Opnun er milli kl. 14 & 17 laugardaginn 19. mars. Sýningin er opin 19. -22. mars, milli kl. 14 & 17 alla dagana.
Mjólkurbúðin er til húsa í Kaupvangsstræti 12, Akureyri.
Frekari upplýsingar veitir Jónína Björg Helgadóttir í síma 663-2443 eða á joninabh [hjá] gmail.com
https://www.facebook.com/events/1114647761889541
9.3.2016 | 11:42
Mille Guldbeck sýnir í Deiglunni
Mille Guldbeck er listamaður mánaðarins í Gestavinnustofu Gilfélagsins. Hún sýnir í Deiglunni um næstu helgi, 12.-13. mars 2016.
Allir velkomnir!
Mille Guldbeck is a painter, printmaker and photographer whose work is concerned with the intersections of craft and perception. She uses painting and the ready-made to talk about varying levels of reality through the presentation of various physical planes. With abiding interests in natural phenomenon and the mark of the hand, she investigates the logic inherent in misdirection and interpretation. Guldbecks practice navigates a variety of processes and color palettes to create both flat and airy spaces, conveying a sense of immediate and ever-present time. She will present works and ideas conceived and created as an artist in residence at GIL Artist Society in March 2016.
Deiglan, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri
https://www.facebook.com/events/226457374367410
7.3.2016 | 14:11
FYRIRLESTRARÖÐ OG ÚTGÁFUTEITI Í LISTASAFNINU Á AKUREYRI
Í tengslum við síðustu viku sýningar Jóns Laxdal Halldórssonar, ...úr rústum og rusli tímans, og útgáfu samnefndrar viðtalsbókar Guðbrands Siglaugssonar verður stutt fyrirlestraröð í Listasafninu á Akureyri og útgáfuteiti laugardaginn 12. mars kl. 15. Sýningunni lýkur sunnudaginn 13. mars.
Fyrirlestrar:
Miðvikudaginn 9. mars kl. 17.15
Svipmyndir úr svepparíkinu
Guðríður Gyða Eyjólfsdóttir
sveppafræðingur á Náttúrufræðistofnun
Íslands
Fimmtudaginn 10. mars kl. 17.15
Frá týndum myndlistarkonum til Guerrilla Girls
Gerla Guðrún Erla Geirsdóttir
myndhöfundur og listfræðingur
Föstudaginn 11. mars kl. 17.15
Fáguð hreyfikerfi
Reynir Axelsson
stærðfræðingur
Aðgangur er ókeypis.
Útgáfuteiti: laugardaginn 12. mars kl. 15.
https://www.facebook.com/events/1057786870929550
7.3.2016 | 14:08
KLÆNGUR GUNNARSSON MEÐ ÞRIÐJUDAGSFYRIRLESTUR
Þriðjudaginn 8. mars kl. 17-17.40 heldur Klængur Gunnarsson myndlistarmaður Þriðjudagsfyrirlestur í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi, undir yfirskriftinni Byrjunarreitur - Frábært en ókeypis? Í fyrirlestrinum fjallar Klængur um hvað bíður listnema eftir útskrift út frá sinni eigin reynslu. Auk þess mun hann tala um listamannarekin rými, samstarf við gallerí og liststofnanir, stöðu og umhverfi styrkja og fleira.
Klængur Gunnarsson hefur unnið að ýmsum verkefnum eftir útskrift frá myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2011. Undanfarin tvö ár hefur hann verið virkur þátttakandi í listasamfélaginu á Norðurlandi og tekið þátt í sýningum t.d. á Listasafninu á Akureyri, Alþýðuhúsinu á Siglufirði og Verksmiðjunni á Hjalteyri. Klængur er formaður Myndlistarfélagsins.
Þetta er átjándi og jafnframt næstsíðasti Þriðjudagsfyrirlestur vetrarins en fyrirlestraröðin er samvinnuverkefni Listasafnsins á Akureyri, Verkmenntaskólans á Akureyri, Háskólans á Akureyri, Myndlistaskólans á Akureyri, Gilfélagsins og Myndlistarfélagsins. Síðasta fyrirlesturinn flytur Mille Guldbeck myndlistakona, þriðjudaginn 15. mars næstkomandi.
https://www.facebook.com/events/1240861719277245