Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015
25.11.2015 | 11:23
Margrét H. Blöndal sýnir í Flóru
Laugardaginn 28. nóvember kl. 14:00 á opnar Margrét H. Blöndal sýningu í Flóru á Akureyri.
Margrét nam við MHÍ og Rutgers University, New Jersey þar sem hún lauk meistaraprófi árið 1997. Allar götur síðan hefur hún sýnt víðs vegar um heim, utan lands sem innan, í borgum og sveitum. Basel, Berlín og Siglufirði. Verkið í Flóru er sérstaklega unnið inn í vistkerfi staðarins.
Lýsandi eyja, blaktandi blómabeð af mildu og ólgandi bláu ljósi, sem margfaldast í ölduspeglunum. Og bláa birtan hverfur og í hennar stað tendrast skógur rauðra ljósa, rauðlogandi ... en upp af þessu tortímingarbáli spretta langir, bogadregnir eldstönglar, og þessir stönglar bera blóm af hrapandi stjörnum! Þú ríður heilluðum himinfisknum inn í ægistóra Tímlu vetrarbrautarinnar, þar sem ljósið bylgjast og æðir um óravegu. Þú ferð eftir brautinni löngu sem liggur á enda veraldrar og langt undan standa hlið ... opin. *
*Úr skáldsögunni Móðir sjöstjarna eftir William Heinesen
Nánari upplýsingar um Margréti og verk hennar má nálgast á heimasíðu hennar: http://www.margrethblondal.net
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mán. - fös. kl. 15-18. Auk þess verður opið eftirfarandi: lau. 5.12. kl. 11-15.
lau. 12.12. kl. 11-15.
mán. 14.12. - lau. 19.12. kl. 10-18.
sun. 20.12. kl. 12-18.
mán. 21.12. - mið. 23.12 kl. 10-20.
mán. 28.12. - mið. 30.12 kl. 12-18.
mán. 4.1. - fös. 8.1. kl. 15-18.
Sýningin stendur til föstudagsins 8. janúar 2016.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
Margrét H. Blöndal
28. nóvember 2015 - 8. janúar 2016
Opnun laugardaginn 28. nóvember kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/events/1069773533073194
25.11.2015 | 11:18
11 útskriftanemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sýna í Sal Myndlistarfélagsins
Þann 27. nóvember opna 11 útskriftanemar frá Verkmenntaskólanum á Akureyri sýninguna Samasem í Sal Myndlistarfélagsins, Kaupvangsstræti 10.
Þetta er útskriftarsýning nemenda af bæði myndlistar- og hönnunarsviði þar sem þau sýna verk útfrá þeim aðferðum sem þau hafa lært í undanfarnar annir í skólanum og hafa unnið sjálfstætt síðastliðna önn. Fimm nemendur eru af hönnunarsviðinu og 6 af myndlistarsviði.
Verkin á sýningunni eru mjög fjölbreytt. Við munum sýna m.a. húsgögn, ljósmyndir, málverk, teikningar, klæðnað, textílverk og innsetningarverk. Þetta er allt unnið undir leiðslu Véronique og Boghildar Ínu.
Sýningin opnar á föstudeginum klukkan 20:00 og verður einnig opin laugardag og sunnudag frá 14:00-17:00.
Á sýningunni verða verk frá:
Önnu Dóru Sigurðardóttur
Elínu Maríu Heiðarsdóttur
Filippíu Svövu Gautadóttur
Freydísi Björk Kjartansdóttur
Guðlaugu Jönu Sigurðardóttur
Helga Frey Guðnasyni
Hermanni Kristni Egilssyni
Kötlu Ósk Rakelardóttur
Láru Ingimundardóttur
Sögu Snorradóttur
Teklu Sól Ingibjartsdóttur
https://www.facebook.com/events/436640119879415
20.11.2015 | 22:32
Arnar Ómarsson sýnir í Kaktus
Arnar Ómarsson opens his exhibition The MAH03163 this Saturday evening, 20:00 at Kaktus! Welcome everyone!
The MAH03163 consists of two milk frothers, a glove, two pens, some gaffer tape, a clip, string and a screw. It was previously installed in Kompan Gallery in Alþýðuhúsið, Siglufjörður, Iceland.
On Sunday the 22nd we invite you to the third Super Sunday (Súper Sunnudagur). Dj Kúl will play unknown and popular French songs about love, art, drinking, having sex, beauty ; the Kaktus library will be open; coffee & and hot chocolate, and possibly more...
Open from 15:00 to 19:00
https://www.facebook.com/events/1647558275512898
20.11.2015 | 21:45
"Strokes, Studies and Searching...for the Soul" í Deiglunni
Exhibition by Naja Abelsen, graduated from the Danish Design School in 1996.
Iceland makes a great impression and has in a short time changed my palette, the Colours of the dark mountains has really hit...the mountains in general, partly because they of course are spectacular, partly because they are different than I know them from Greenland. Instinctively eyes and mind are seeking for recognisability ... and finds that Iceland is a fantastic blend of my two home countries: Greenland and Denmark. As my art is a combination, a search for the soul in the midst of a changing world. An alternation between recognizable living creatures and free fantasy, still in a search for the living, the soulful
https://www.facebook.com/events/1701526700076320
20.11.2015 | 09:44
Birna Sigurðardóttir sýnir í Safnahúsinu á Húsavík
16.11.2015 | 23:15
Of Place and Time in Listhús
Collaborative exhibition
Participant artists:
Ardina (Ine ) Lamers (Rotterdam, The Netherlands)
Media artist: http://www.inelamers.nl
Dan Elborne (Queensland, Australia)
ceramic artist: http://danelborne.com
Dannie Liebergot (Texas, USA)
photographer: http://www.dannieliebergot.com
Deanna Pizzitelli (Slovakia/Canada)
photographer/writer: http://www.deannapizzitelli.com
Deanna Ng (Singapore)
photographer: http://www.deannang.com
Olivier Renevret (France)
painter: http://www.olivierrenevret.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 23:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
12.11.2015 | 21:18
Anne Balanant sýnir BORG BORG BORG í Kaktus
SJÓNVARPAN er minnsta sjónvarpið á Akureyri og mögulega það minnsta í heiminum. Frá og með morgundeginum (13/11/2015) mun það sýna vídjó-list í Kaktus.
Fyrsta myndbandið sem verður sýnt er eftir Anne Balanant og heitir Borg Borg Borg. Það fjallar um að sakna stórborga, og um fegurð steyptra bygginga.
Húsið opnar kl. 15:00 (og bókasafnið verður líka opið)
https://www.facebook.com/events/566263836859710
10.11.2015 | 12:14
Dóbía af öðrum heimi í Alþýðuhúsinu á Siglufirði
Dóbía af öðrum heimi
Brák Jónsdóttir, í samstarfi við Aðalheiði S. Eysteinsdóttur, er skipuleggjandi verkefnisins sem stendur frá 12. - 15. nóvember 2015, í Alþýðuhúsinu á Siglufirði. Sextán listamenn vinna að ólíkum miðlum, til að skapa ímyndaðan hugarheim út frá smásögu eftir Viktoríu Blöndal, sögumann sýningarinnar.
Opnun verður laugardaginn 14. nóvember (frá kl. 16.00 - 20.00) og verður sýningargestum boðið að upplifa margþættan og kynngimagnaðan túr um Dóbíuna. Athugið að sýningin stendur aðeins þennan eina eftirmiðdag.
Dóbía af öðrum heimi
Ég hef komist að því að duftið sem ég geymi í hjartanu mínu er orðið að steini. Átti það að gerast? Ekki man ég sérstaklega eftir að hafa lesið um það í rauðu seríunum sem lágu eins og dauðir selir um allan bústaðinn. Hvernig má það vera að mér hafi yfirsést þetta. Ætli fíflavínið hafi átt þátt í því? Líklega.
Í fyrradag heyrði ég um konu sem átti átta pelsa úr kanínu og otraskinni. Hún gekk um snjóinn eins og valkyrja. Mikið öfundaði ég hana. Ég man að ég hugsaði sem barn að ég ætlaði mér að komast yfir klæði sem þessi. Svo varð ég stór og stal skinnpels úr pulsusjoppu niðrí bæ. Pelshræið var líkast til úr skinninu af gömlum ketti, lyktina var allavega sætkennd, rauðleit og stæk.
Eina ósk á ég mér, það er það að komast á hinn endann, áður en klukkan slær lífið. Hversdagurinn. Af hverju þarf ég alltaf að mæta þessu fólki? Öllu þessu fólki sem ætlar sér eitthvað. Því ekki ætla ég mér lönd né strönd, ekkert útstáelsi eða húllumhæ mun leika um mínar lendur, nei ég ætla mér ekkert. Látið mig nú sem snöggvast vera og leyfið mér bara að vera. Bæbæ draumur. Hæhæ geimur. (Texti: Viktoría Blöndal)
Verkefnið er styrkt af:
> Alþýðuhúsið á Siglufirði
> Sóknaráætlun Norðurlands Eystra
> Fjallabyggð
> Fiskbúðin á Siglufirði
Event á Facebook: https://www.facebook.com/events/1670604776487016/
8.11.2015 | 20:41
Anna Richardsdóttir opnar sýningu í Flóru
Anna Richardsdóttir
Hér er þráður, um þráð, frá mér, til þín
12. - 26. nóvember 2015
Opnun fimmtudaginn 12. nóvember kl. 17-19
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/1484208541887226
Fimmtudaginn 12. nóvember kl. 17-19 opnar Anna Richardsdóttir sýninguna Hér er þráður, um þráð, frá mér, til þín í Flóru á Akureyri.
Anna er menntuð í hreyfingu og spunadansi frá Þýskalandi og lauk háskólagráðu í því fagi 1986. Hún hefur búið og starfað á Akureyri síðan 1989 eða í 26 ár og hefur unnið að listgrein sinni, dansgjörningum, öll þessi ár. Hún hefur þróað og flutt fjölda verka en það verk sem hún hefur flutt oftast er Hreingjörningur. Hann var fluttur vikulega í heilt ár í miðbæ Akureyrar 1998-99 og eftir það hefur Anna hreingjört í mörgum öðrum löndum. Síðasta verk Önnu var flutt í Gúmmívinnslunni á A! gjörningahátíð nú í september 2015 og nefndist verkið Hjartað slær, endurvinnsla á konu.
Bæði síðasta sýning og þessi fjalla um endurnýtingu og því má sjá þær í samengi. Anna hefur ekki áður sett upp sýningu áður með því sniði sem hér gefur að líta.
Anna segir um sýninguna í Flóru: Stundum þegar ég klippi sundur flík verður mér hugsað til þess hvernig ég klippi einstaka sinnum á þræði í tilverunni. Þá er ég að losa mig útúr einhverju af ástæðu.
Svo þegar ég sauma saman tvær ólíkar flíkur þá hugsa ég um alla þessa ólíku þræði tilverunnar og hvernig þeir tengjast. Það er oft með ólíkindum hvernig tengingar verða til og hvað útkoman er ótrúleg. Til verða alskyns sambönd sem mörg hver eru hin ólíklegustu og þroska mig og kenna mér allt mögulegt og ómögulegt á ýmsa þá vegu sem ég hefði fyrirfram alls ekki getað látið mér detta í hug.
Önnur sambönd eru gömul og notaleg, þræðir sem tengdust fyrir löngu síðan, jafnvel í öðrum lífum eða á öðrum plánetum og við fyrstu sýn, á broti úr andartaki, skynja ég tímalausa dýpt og sterkan þráð sem leiðir mig heim.
Það er aldrei að vita hvernig tenging verður til næst og þegar ég þori að fylgja þræði og finna tengingar og næra þær þá styrkir það lífshamingjuna mína. Já þegar upp er staðið er líf mitt eins og stór og skringileg flík og ég elska að klæðast henni!
Ein stærsta birtingarmynd endurvinnslunnar er dauðinn í öllum sínum myndum og fyrir mér er hann litríkastur af öllum þráðum tilverunnar, inniber bæði endalok og upphaf lífsins og hamingjunnar.
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru: mánudaga til föstudaga kl. 15-18. Sýningin stendur til 27. nóvember 2015.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu,
endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu.
8.11.2015 | 16:27
Sandra Rebekka opnar sína fyrstu einkasýningu
Helgina 20.- 22. nóvember mun Sandra Rebekka halda sína fyrstu einkasýningu. Sýningin verður í Pakkhúsinu, Hafnarstræti 19 á Akureyri. Sýningin opnar kl. 20.00 föstudagskvöldið 20. nóvember og verður opið til kl 23:00. Sýningin verður einnig opin á milli 13 til 17, laugardag og sunnudag.
"Á sýningunni verða olíumálverk og teikningar sem ég hef verið að vinna að undanfarna mánuði. Verkin eru ýmist byggð á minningum um ævintýri frá í æsku, lituð af draumórum barnsins, nostalgía sveipuð ljóma. Hins vegar af innri togstreitu á milli listamannsins sem vill sökkva sér í listina og daglegs amsturs, ólíku hlutverkin sem takast á."
Við opnun sýningarinnar mun Ivan Mendez flytja nokkur lög.
https://www.facebook.com/events/535122629970832