Bloggfærslur mánaðarins, nóvember 2015

Sýningin "Í heimsókn hjá Helgu" í Minjasafninu á Akureyri

12109245_10153193244521932_5279920056667465623_n
 
Dagbjörtu Brynju Harðardóttur Tveiten

Minjasafnið á Akureyri

Opnun laugardaginn 7. nóvember kl. 14

"Drottinn minn dýri maður fékk eitt epli á jólunum. Maður nagaði það upp, flusið og allt saman, ekkert mátti fara til spillis. Ég man þegar ég hugsaði með mér hversu gaman það væri ef maður fengi nú oftar epli. Maður getur nú veitt sér meira í dag og það er orðið hversdagslegt sem var svo einstaklega yndislegt.“ (Helga Jónsdóttir 94 ára).


Laugardaginn 7. nóvember kl. 14:00 opnar sýningin „Í heimsókn hjá Helgu” á Minjasafninu á Akureyri. Um er að ræða ljósmynda- og sögusýningu eftir myndlistarkonuna Dagbjörtu Brynju Harðardóttur Tveiten. Sýningin fjallar um líf og tilveru Helgu Jónsdóttur 94 ára frá Syðstabæ í Hrísey og segir frá alþýðukonu sem hefur lifað tímana tvenna. Að sögn Brynju gefur sýningin innsýn í líf einstakrar konu sem hefur farið í gegnum lífið af æðruleysi og lífsgleði. „Sýningin á erindi til okkar allra“ segir Brynja. „Hún er hvetjandi og mannbætandi og staðsetur okkur í fortíð sem er okkur enn nálæg og auðveldar okkur að skilja undirstöður raunveruleika okkar. Sýningin segir frá lífsbaráttu konu sem elst upp við erfiðar aðstæður, bæði persónulegar og samfélagslegar og minnir okkur á að þakka fyrir áfangana sem hafa áunnist í samfélagi okkar en hvetur okkur um leið að halda áfram að lifa og starfa með jafnréttið að leiðarljósi.“

https://www.facebook.com/events/921674641236150


Hádegisleiðsögn um sýningu Hugsteypunnar

large_hugsteypan_umgerd

Fimmtudaginn 5. nóvember kl. 12.15-12.45 verður boðið upp á leiðsögn í Listasafninu á Akureyri, Ketilhúsi um sýningu Hugsteypunnar, Umgerð, sem var opnuð um síðastliðna helgi. Guðrún Pálína Guðmundsdóttir fræðslufulltrúi Listasafnsins tekur á móti gestum og fræðir þá um sýninguna. Aðgangur er ókeypis.

Á sýningunni gefur að líta marglaga innsetningu sem unnin er sérstaklega inn í rými Ketilhússins. Í neðra rýminu blandast margvíslegur efniviður við málaða fleti og ljósmyndir í ýmsum formum sem ásamt lýsingu kalla fram ótal mismunandi sjónarhorn. Efra rýmið býður upp á sjónarhorn þess sem stendur fyrir utan og nýtist sem eins konar áhorfendastúka.

Áhorfendur eru hvattir til að ganga um rýmin og verða virkir þátttakendur í verkinu með því að fanga áhugaverð sjónarhorn á mynd og deila á samfélagsmiðlum. Þegar áhorfendur skrásetja upplifun sína hafa þeir áhrif á framgang og þróun sýningarinnar þar sem myndunum er varpað aftur inn í rýmið jafnóðum. Þannig setja listamennirnir skynjun, hlutverk og stöðu áhorfandans gagnvart listaverkinu í brennidepil.

Hugsteypan er samstarfsverkefni Ingunnar Fjólu Ingþórsdóttur og Þórdísar Jóhannesdóttur. Þær útskrifuðust báðar úr myndlistardeild Listaháskóla Íslands árið 2007. Hugsteypan hefur verið starfandi frá árinu 2008 en síðan þá hafa Ingunn og Þórdís starfað jöfnum höndum saman undir merkjum Hugsteypunnar og í sitt hvoru lagi við eigin myndlistarverkefni. Verk Hugsteypunnar hafa verið sýnd víða, t.a.m. í Listasafni ASÍ, Kling & Bang gallerí, Hafnarborg og Listasafni Árnesinga auk nokkurra samsýninga erlendis. Hugsteypan hefur m.a. hlotið styrki úr Myndlistarsjóði, Launasjóði íslenskra myndlistarmanna, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar og Myndstef.

Sýningin stendur til 13. desember og verður opin þriðjudaga - sunnudaga kl. 12-17. Leiðsögn um sýningar Listasafnsins á Akureyri er á hverjum fimmtudegi kl. 12.15-12.45. Aðgangur er ókeypis.

listak.is


Ég tala aldrei við ókunnuga í Kaktus

12208725_10153304379567862_2184523867601127680_n

Arna Valsdóttir og Kristján Pétur Sigurðsson sýna í fyrsta skipti norðan heiða vídeóinnsetningu sína, sem unnin var fyrir tilstilli styrks frá Sóknaráætlun Norðurlands Eystra.
Einnig opið laugardaginn og sunnudaginn 7. og 8. nóvember kl 2-5 báða daga.

https://www.facebook.com/events/1704704636431980


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband