Kristinn G. Jóhannsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

12140823_10153116680362231_9195131527876768713_n

Kristinn G. Jóhannsson opnar sýninguna FRAMTÍÐIN AÐ BAKI í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri laugardaginn 24. október kl. 14. FRAMTÍÐIN AÐ BAKI er grafísk innsetning í rými Mjólkurbúðarinnar og dúkristurnar skar Kristinn út árið 1982.

Um þessa sýningu Kristins vill hann segja þetta eitt:

,,Þar sem ég verð áttræður á næsta ári má álykta að framtíð mín sé að mestu að baki og mun lengri en sú sem framundan er. Það er þess vegna ekki seinna vænna að ljúka við að vinna úr þeim möguleikum sem þessar gömlu dúkristur bjóða upp á. Eins og kunnugt er skar ég þetta út 1982 og sýndi fyrst í ,,Rauða húsinu" um páskana það ár. þessi þrykk hafa síðan verið að velkjast um í farangri mínu og skotið upp kollinum öðru hverju í mismunandi samhengi þó. Nú bætist þriðja víddin við. Ég veit þið fyrirgefið mér þótt þetta sé í fjórða sinn, sem ég segist sýna þessi verk í síðasta sinn. Nú er þetta áreiðanlega endanlegt".


Sýning Kristins G. Jóhannssonar FRAMTÍÐIN AÐ BAKI stendur frá 24. október til 8 nóvember og er opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir frekara samkomulagi.

Kristinn G. Jóhannsson s.8699171
Mjólkurbúðin 8957173

https://www.facebook.com/groups/289504904444621


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband