Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2014
31.7.2014 | 20:04
Aðalsteinn Vestmann opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni
Aðalsteinn Vestmann opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst kl. 14.
Á sýningunni sýnir Aðalsteinn akrýlmálverk sem hann hefur nýlega málað og auk þeirra verður hann með eina eldri teikningu og eitt olíumálverk frá námsárunum sínum í Mynd og handíðaskóla íslands. Olíumálverkið er módelmynd sem Aðalsteinn hefur aldrei sýnt áður og sýnir myndin samnemendur hans og kennara Björn Th. Björnsson listfræðing og skáld. Aðrir á myndinni eru Sverrir Haraldsson, Hringur Jóhannesson og Ásta Sigurðardóttir rithöfundur sem skrifaði og myndskreytti æviminningar sínar Líf og List.
Aðalsteinn Vestmann er fæddur á Akureyri 1932. Hann lauk námi við teiknikennaradeild Mynd og handíðaskóla Íslands árið 1951 og starfa'i sem teiknikennari við Barnaskólann á Akureyri í nær 40 ár. Aðalsteinn hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og auk þess haldið einkasýningar bæði á Akureyri og Reykjavík.
Málverkasýning Aðalsteins Vestmanns stendur til 10. ágúst og eru allir velkomnir.
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir frekara samkomulagi.
29.7.2014 | 17:06
Joris Rademaker sýnir í myndlistarsal SÍM í Reykjavík
Joris Rademaker opnar myndlistarsýningu í myndlistarsal SÍM, Hafnarstræti 16, Reykjavík, föstudaginn 1. ágúst kl. 16-18. Og eru allir velkomnir.
Sýningin er opin alla virka daga frá kl. 10-16 og stendur til 22. ágúst.
Joris er hollenskur listamaður sem búsettur hefur verið á Íslandi í 20 ár. Á sýningunni eru mest megis þrívíddar verk frá 2004 -2014. Joris safnar ýmis konar efnum og hlutum, oft lífrænum og jafnvel tilbúnum sem hann setur saman. Efnisval og samsetningar Jorisar eru oft óvæntar. Hvert verk er táknrænt fyrir einhverja tilfinningu eða ástand sem vekur spurningar um mannlegt eðli, tilvist og tilgang.
Þetta er fimmta einkasýning Jorisar í Reykjavík.
https://www.facebook.com/events/1514497845448381/1514580378773461
29.7.2014 | 14:14
VIÐBURÐASTYRKIR VEGNA AKUREYRARVÖKU
Ertu með góða hugmynd fyrir Akureyrarvöku?
Landsbankinn styrkir skemmtilega og frumlega viðburði á Akureyrarvöku sem haldin verður dagana 29.-31. ágúst næstkomandi. Umsóknarfrestur er til 1. ágúst.
Styrkveitingin er samstarf Akureyrarstofu og Landsbankans sem hefur verið bakhjarl Akureyrarvöku um árabil. Veittir verða styrkir að upphæð 25.000 - 100.000 til einstaklinga og hópa sem vilja skipuleggja fjölbreytta og áhugaverða viðburði á Akureyri. Horft er sérstaklega til viðburða sem gætu átt sér stað á Ráðhústorgi og í miðbænum. Umsóknir skal senda á netfangið: akureyrarvaka2014@akureyri.is. Í umsókninni þurfa að koma fram upplýsingar um umsækjanda, heiti viðburðar, kostnaðaráætlun, nafn tengiliðar, kennitala, sími og ítarleg lýsing á viðburðinum.
Nánari upplýsingar veitir Kristín Sóley Björnsdóttir, verkefnastjóri viðburða, á Akureyrarstofu í síma 460-1157.
28.7.2014 | 22:07
KUNSTSCHLAGER Á ROTTUNNI 2 í VERKSMIÐJUNNI Á HJALTEYRI
KUNSTSCHLAGER Á ROTTUNNI 2: Litla hafmeyjan kemur í heimsókn!
Björk Viggósdóttir, Dóra Hrund Gísladóttir, Hanna Kristín Birgisdóttir, Þorvaldur Jónsson,
Helga Páley Friðþjófsdóttir, Hrönn Gunnarsdóttir, Helgi Þórsson, Kristín Karólína Helgadóttir
Guðlaug Mía Eyþórsdóttir, Sigmann Þórðarson, Þórdís Erla Zoega, Þorgerður Þórhallsdóttir
Dagrún Aðalsteinsdóttir, Victor Ocares, Sigurður Ámundason, Ragnheiður Harpa Leifsdóttir
VERKSMIÐJAN Á HJALTEYRI, 02.08 02.09.2014
Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com
OPNUN Laugardaginn 2 ágúst kl. 15:00 / Opið þri - sun: 14:00 - 17:00 til og með 2. sept.
Sýningarstjóri Kristín Karolína Helgadóttir
Kunstschlager leggur land undir fót og heimsækir perlu Norðurlands: Hjalteyri.

Kunstschlager stendur fyrir myndlistaskemmtun í Verksmiðjunni á Hjalteyri og verður opnun um sjálfa Verslunarmannahelgina. Fjölbreyttur hópur ungra listamanna sýnir myndlist og mun sannkölluð karnival stemning svífa yfir vötnum. 
Innsetningar, gjörningar, videó verk, grill, Kunstschlager basar, happdrætti, pílukast, músík, varðeldur og stuð! 
Kunstschlager rottan mun svo slá botninn í fjörið og stýra brekkusöng á bryggjunni.

Allir eru velkomnir og möguleiki á því að tjalda. 

Decadence & delicatessen!
 Auf wiedersehen,
 Kunstschlager og vinir!
Sýningin verður opnuð laugardaginn 2. ágúst 2014, kl. 15:00
Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings, Ásprenti og Myndlistarsjóði. Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP-games, Bústólpi og Hörgársveit.
Nánari upplýsingar veitir sýningarstjóri Kristín Karólína Helgadóttir s. 661.0856 kunstschlager@gmail.com
eða Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com / verksmidjan.hjalteyri@gmail.com s.4611450 / 6927450
https://www.facebook.com/events/1467377906844543
27.7.2014 | 22:28
Freyja Reynisdóttir opnar sýningu í Populus Tremula
Freyja Reynisdóttir opnar sýninguna EIN AF ÞEIM í Populus Tremula, í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst klukkan 14:00.
Sýningin fjallar um persónuleg vísindi og verklega heimspeki Freyju á sjálfri sér, mannkyninu og banönum.
Freyja útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri sl. vor og hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum og alþjóðlegum verkefnum auk þess að hafa ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra, Samlaginu, í Gilinu. Hún var einnig ein af skipuleggjendum Rótar 2014, á Akureyri nú í sumar.
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi, til sunnudagsins 3. ágúst.
event á facebook: https://www.facebook.com/events/1436535889967746/
www.freyjareynisdottir.com
25.7.2014 | 06:27
Sýningin Ekkert er Óbreytt opnar í Sal Myndlistafélagsins
Sýningin Ekkert er Óbreytt opnar nú á laugardaginn, 26.júlí, kl. 15 í Sal Myndlistafélagsins á Akureyri, og stendur til mánudagsins 4.ágúst. Sýningin er í boði Heklu Bjartar Helgadóttur og Karólínu Baldvinsdóttur.
Þema sýningarinnar er umrót og breytileiki, þar sem rými og listsköpun umbreyta hvort öðru.
Eðlileg þróun náttúrunnar er hreyfing og breyting, þar sem ekkert helst eins frá degi til dags. Í sýningunni Ekkert er Óbreytt hafa Hekla og Karólína þessar sífelldu breytingar í fyrirrúmi, þar sem þær hyggjast endurskapa og breyta sýningunni stöðugt. Því má segja að ný sýning verði til á hverjum degi og aldrei eins umhorfs í salnum.
Karólína Baldvinsdóttir útskrifaðist frá Fagurlistadeild Myndlistaskólans á Akureyri s.l. vor og sýnir nú margvísleg verk undanfarinna mánaða og nokkur eldri. Karólína hefur tekið þátt í ýmsum samsýningum á undanförnum árum og nú síðast var túlkaði hún ljóð Heklu, Árabátur Pípuhattur, í Geimdósinni. Einnig hefur hún ásamt öðrum starfrækt Gallerí Ískáp á vinnustofu þeirra Samlaginu í Gilinu og var ein af skipuleggjendum Rótar 2014, í Gilinu nú í sumar.
Hekla Björt hefur lengi fengist við myndlist og ljóðlist og starfrækir Gallerí Geimdós á vinnustofu sinni í Gilinu. Þar hefur hún boðið fjölda listamanna að sýna við ljóð sem hún sjálf hefur skrifað. Hún hefur tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum en einnig staðið að einkasýningum, nú síðast í Mjólkurbúðinni í Listagilinu. Hún hefur einnig starfað sem skapandi hönnuður fyrir Leikfélagið á Akureyri, Listasafnið á Akureyri og setti upp sviðslistaverkið Herba Humana í Samkomuhúsinu á Akureyri, síðastliðið vor.
https://www.facebook.com/events/351121795041096
25.7.2014 | 06:17
Tröllaskaga Art Exhibition á Ólafsfirði
Opnunartími:
25. 07 | kl. 18:00-20:00
26-27. 07 | kl.14:00-17:00
28-29. 07 | kl.16:00-18:00
Staðsetning:
Menningarhúsið Tjarnarborg
Dagskrá
25. 07 | kl. 19:00
Fluttar verða: Bæjarímur eftir Gunnar Ásgrímsson og Hartmann Pálsson (lesnar af ættingjum)
William Huberdeau (Bandaríkjunum)
26. 07 | kl. 14:30-15:30
Nánari upplýsingar: http://listhus.com/7/post/2014/07/-2014-trollaskaga-art-exhibition.html
Upplýsingar:
Alice Liu 8449538 (listhus@listhus.com) eða Anna María Guðlaugsdóttir (anna@fjallabyggd.is)
Skipulagt af Listhús í Fjallabyggð (www.listhus.com)
Samstarfsaðili: Menningarhúsið Tjarnarborg Í Fjallabyggð
20.7.2014 | 14:53
Opin fundur um Listasumar á Akureyri 2015
Þriðjudaginn 22. júlí kl. 12-13 verður haldinn opinn fundur á veitingastaðnum RUB23 í Listagilinu á Akureyri um endurreisn Listasumars. Á fundinum gefst tækifæri til að koma með hugmyndir fyrir Listasumar á Akureyri 2015 og ræða tillögur um áherslur og breytingar.
Allir áhugasamir eru velkomnir á þennan hádegisfund.
Listasafnið á Akureyri / Sjónlistamiðstöðin stendur fyrir fundinum.
https://www.facebook.com/events/433658316772325
15.7.2014 | 22:40
Steinn Kristjánsson opnar sýningu í Mjólkurbúðinni
Steinn Kristjánsson opnar sýninguna MÁLVERK í Mjólkurbúðinni í listagilinu á Akureyri, laugardaginn 19. júlí kl. 14.
Á sýningunni Málverk sýnir listamaðurinn Steinn Kristjánsson portrait málverk eins og titill sýningarinnar gefur til kynna. Málverkin eru máluð á árunum 2010 - 2014 á Íslandi og í Danmörku þar sem Steinn var búsettur um tíma. Þetta eru andlitsmyndir af fólki sem koma úr hugskoti listamannsins og er hann bæði að sýna olíu- og akrylmálverk.
Steinn Kristjánsson útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2007 og stendur sýning hans til 28. júlí.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir samkomulagi þess utan.
Allir velkomnir.
Steinn Kristjánsson s. 8490566
http://picasaweb.google.com/Steinn52
Mjólkurbúðin Listagili er á facebook
https://www.facebook.com/groups/289504904444621/
14.7.2014 | 23:34
ÆFINGAR OG PÓNÍHESTAR Í POPULUS TREMULA
Laugardaginn 19. júlí kl. 14.00 opnar Ingiríður Sigurðardóttir sýningu á verkum sínum í Populus tremula.
Athugið einnig: Að kvöldi laugardagsins, kl. 21.00, mun Steinunn Arnbjörg Stefánsdóttir flytja eigin ljóð, lesin og sungin, við sellóundirleik.
Einnig opið sunnudaginn 20. júlí kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.
https://www.facebook.com/events/663554760407512