Aðalsteinn Vestmann opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni

10527481_10152211665632231_5048121910017500671_n

Aðalsteinn Vestmann opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 2. ágúst kl. 14.

Á sýningunni sýnir Aðalsteinn akrýlmálverk sem hann hefur nýlega málað og auk þeirra verður hann með eina eldri teikningu og eitt olíumálverk frá námsárunum  sínum í Mynd og handíðaskóla íslands. Olíumálverkið er módelmynd sem Aðalsteinn hefur aldrei sýnt áður og sýnir myndin samnemendur hans og kennara Björn Th. Björnsson listfræðing og skáld. Aðrir á myndinni eru Sverrir Haraldsson, Hringur Jóhannesson og Ásta Sigurðardóttir rithöfundur sem skrifaði og myndskreytti æviminningar sínar Líf og List.

Aðalsteinn Vestmann er fæddur á Akureyri 1932. Hann lauk námi við teiknikennaradeild Mynd og handíðaskóla Íslands árið 1951 og starfa'i sem teiknikennari við Barnaskólann á Akureyri í nær 40 ár. Aðalsteinn hefur tekið þátt í mörgum samsýningum og auk þess haldið einkasýningar bæði á Akureyri og Reykjavík.

Málverkasýning Aðalsteins Vestmanns stendur til 10. ágúst og eru allir velkomnir.
Opið laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eftir frekara samkomulagi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband