Bloggfærslur mánaðarins, maí 2014

Anna Elionora Olsen Rosing sýnir í Hvítspóa

Anna-E-Augl%C3%BDsing-N4-1024x757

Hjartanlega velkomin á opnun í  Hvítspóa, miðvikudaginn 28. maí kl. 17.00.
Grænlenska listakonan Anna Elionora Olsen Rosing opnar sýningu sína  INUIT & MASKS.
Á opnuninni verður hún með grænlenskan gjörning.


Hvítspói, Art Studio & Gallerý
Anna Gunnarsdóttir
Brekkugata 3a
600 Akureyri
Sími 4662064 / 8976064


Jónína Björg Helgadóttir sýnir í Geimdósinni

10373987_10203659084379704_3546312589107642505_n

Salt Vatn Skömm

Laugardaginn 24. maí heldur Jónína Björg Helgadóttir sýninguna Salt Vatn Skömm í Geimdósinni, Kaupvangsstræti 12. Sýninguna vinnur hún út frá ljóði Heklu Bjartar Helgadóttur, ljóðskálds og sýningarstjóra Geimdósarinnar. Sýningin er ein í röð af sýningum sem haldnar hafa verið í Dósinni af mismunandi myndlistamönnum sem vinna þar með ljóð Heklu. Að þessu sinni eru það formin og jafnframt formleysið sem spila aðalhlutverkið í myndverki Jónínu Bjargar.

Sýningin stendur frá kl. 14-17 laugardaginn 24. maí
Kaupvangsstræti 12, gengið inn að aftan.


Frekari upplýsingar gefur Jónína Björg á netfanginu joninabh@gmail.com
www.joninabjorg.com


salt vatn skömm

Þær drukku te í rauðu eldhúsi, Hind og Babúska.
Sandalviður, plastrósir, og þær játuðu margrar syndir.
Hindin sagði Babúskunni: „ég er aldrei nógu falleg… ekkert sem ég geri“
Babúskan leiddi Hindina að speglinum. Kvöldsólin vægðarlaust kastsljós, á meðan hún dróg af henni klæðin við spegilinn.
Hún sagði henni að horfa. Lengi. Stara. Lengur. Á meðan hún renndi niður kjólnum, lét hann falla á gólfið, ýtti hlýrunum niður handleggina og snerti nektina. Hægt en örugglega, krosslagði hún fingur yfir naflann.
„Fegurðin eins og öræfin. Erfið að komast yfir, þó unaðsleg að sjá. En aldrei jafn stórbrotin, eins og eftir að þú klífur þau“
Og Hindin horfði lengi, starði lengur, og hún sá að líkaminn varð formlaus, án lína, óviðráðanlegur eins og flóðbylgja
og hann rann undan höndum Babúskunnar og á brakandi gólffjalirnar, seytlaði í rifurnar og dropaði í smáum skömmtun, undir húsið.
Hún var salt, hún var vatn, hún var skömm
undir fingrum, undir hælum, undir rós
og þegar Babúskan hnýtti á hana fjallaskó og rétti henni skæri
reisti hún síðustu vörðuna á öræfahörundið lausa:
„þú ert salt þú ert vatn…vertu sönn“

Hekla Björt Helgadóttir

https://www.facebook.com/events/663259453721943

https://www.facebook.com/geimdosin


"Gísli B. - Fimm áratugir í grafískri hönnun" opnar í Ketilhúsinu

GB_ljosmynd_62

Laugardaginn 24. maí kl. 15 opnar sumarsýning Ketilhússins, Gísli B. – Fimm áratugir í grafískri hönnun. Þar er á ferð yfirlitssýning Gísla B. Björnssonar sem er einn atkvæðamesti grafíker íslenskrar hönnunarsögu. Hann setti á fót auglýsingastofu Gísla B. Björnssonar eftir nám í Þýskalandi 1961 og ári síðar stofnaði hann sérdeild í auglýsingateiknun við Myndlista- og handíðaskólann sem í dag er braut grafískrar hönnunar í Listaháskóla Íslands. Gísli hefur kennt óslitið í fimm áratugi og verið óþreytandi í því að efla fagmennsku og brýna fyrir nemendum að sýna ábyrgð í verki. Hann hefur komið að markaðs- og ímyndarmálum fjölda fyrirtækja og stofnana á Íslandi og búið til mörg af þekktustu vörumerkjum landsins. Má þar nefna merki Sjónvarpsins, Norræna félagsins og Hjartaverndar. Gísli er undir sterkum áhrifum módernisma 20. aldar með áherslu á einfaldleika, notagildi og hagkvæmni.

Á sýningunni er horft yfir feril Gísla og gefur að líta verk frá námsárum hans, tímarit, bókakápur og umbrot og hönnun bóka. Sýnd eru gömul myndbrot af auglýsingastofu Gísla þar sem tækni þess tíma gefur innsýn í vinnu teiknarans og hugmyndasmiðsins.

Sýningin kemur frá Hönnunarsafni Íslands og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17 og eftir 1. júní kl. 10-17. Sýningarstjóri er Ármann Agnarsson.

Sunnudaginn 25. maí kl. 14 flytur Gísli sjálfur fyrirlestur í Ketilhúsinu undir yfirskriftinni Góð merki og ekki. Þar leitast hann við að svara spurningum um hvað einkennir góð merki og hvað þarf að hafa í huga við hönnun þeirra. Nokkur merki verða skoðuð og farið yfir hvernig hefur tekist til. 

Aðgangur á sýninguna og fyrirlesturinn er ókeypis.

https://www.facebook.com/events/687606844634766/

http://listasafn.akureyri.is


Markmið XIV - síðustu sýningardagar í Listasafninu á Akureyri

Markmid_vefur

Framundan eru síðustu dagar sýningar Helga Hjaltalín og Péturs Arnar, Markmið XIV, í Listasafninu á Akureyri. Á sýningunni halda þeir áfram að gera tilraunir, sem skila engri afgerandi niðurstöðu, á ferðalagi sem hefur engan sérstakan áfangastað. Tilgangur félaganna er að setja saman mynd þar sem framkvæmd og framsetning sýningarinnar verður að sjónrænni upplifun. Þeir ýta myndmálinu að rökrænum þolmörkum sínum, en bjóða um leið áhorfandanum upp á dúnmjúkan þægindaramma fyrir skilningarvitin.

Hugmyndaferðalög þessara tveggja myndlistamanna hafa leitt til samvinnuverkefna sem skrásett eru í formi afritaðra athafna, meðal annars með ljósmyndum, myndböndum, skúlptúrum og öðrum tjáningarmiðlum myndlistarinnar. Sýningin byggir á samvinnuverkefninu Markmið, sem varð til um síðustu aldamót, og samanstendur af tveimur einkasýningum.

Sýningunni lýkur á næstkomandi sunnudag og er opin alla daga fram að lokun kl. 12-17.

Aðgangur er ókeypis.

http://listasafn.akureyri.is


Phishing the Landscape í Verksmiðjunni á Hjalteyri

10366299_10202907174072152_8652309493208653341_n

Phishing the Landscape

Fred Bigot (FR)
Rhona Byrne (IR)
Christine de la Garenne (DE)
Franziz Denyz (B)
Anna Líndal (IS)
Þorgerður Ólafsdóttir (IS)
Clémentine Roy (FR)
Sami Sänpäkkilä & Goodiepal (FI/DK) Catriona Shaw (UK)

Verksmiðjan á Hjalteyri, / 29.05 – 29.06.2014 / Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð / 601 Akureyri http://www.verksmidjan.blogspot.com                                                                                 

Opnun fimmtudaginn 29. maí kl. 17:00 / Opið um helgar eingöngu til 16 júní, en Þar eftir alla daga vikunnar til 29 júní kl. 14:00 - 17:00

Umsjónarmenn : Catriona Shaw og Clémentine Roy


Phishing the Landscape
Er sýning og tilraunaútgáfa í umsjá Catriona Shaw og Clémentine Roy, en í aðalhlutverkum 10 alþjóðlegir listamenn. Titillinn vísar í “phishing”, blekkingarleik, þar sem upplýsingum er hnuplað og síðar notaðar í sviksamlegum tilgangi. Verkin á sýningunni sýna afstöðu, sem tengja má við “phishing”, en í samhengi landslags, eins og með yfirtöku og nýrri notkun á mannvirkjum áður ætluð til annarra nota, eða samtímalegum uppfærslum á landslagi og umtaki þess. Skynjun á eiginleikum, sögu og notkun þessara staða er oft breytt, ekki einvörðungu með annari notkun heldur einnig með annari gerð notanda. Fyrrum vinnustaðir verða tómstunda og listhús, stríðsminjar verða veiðigræjur fyrir fiskimenn og leikvellir fyrir börn, landslag er endurskapað og lagfært með stafrænum aðferðum eða sérfræðilegum hugtökum.

Sýningin verður opnuð fimmtudaginn 29. maí 2014, kl. 17:00 í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Koma listamannanna og sýningin eru styrkt af, Menningarráði Eyþings, Ásprenti, Byko, Litalandi, Norðurorku, Vlaamse overheid, Myndlistarsjóði, Irish artscouncil.

Bakhjarlar Verksmiðjunnar á Hjalteyri eru CCP­games, Bústólpi og Hörgársveit.

Nánari upplýsingar veitir Gústav Geir Bollason veroready@gmail.com verksmidjan.hjalteyri@gmail.com og í síma: 4611450 6927450

https://www.facebook.com/events/246418752227566/


Joris Rademaker sýnir í Populus tremula

JORIS-web

Innsetning um eitthvað sem minnir á, sem minnir á. sem …

Joris Rademaker sýnir í Populus tremula 24. og 25. maí 2014


Hugmyndir eru eins og farfuglar sem ferðast á milli mismunandi hluta. Sýningin fjallar m.a. um hvernig lítill hlutur getur sett af stað skriðu hugmynda.

Fyrir nokkrum árum var ég að setja upp sýningu í Populus tremula og þarna voru ennþá spýtur hátt upp á veggnum til að setja öngla á til að hengja myndverk á. Þessar spýtur trufluðu innsetninguna mína og ég fékk leyfi til að fjarlægja þær en það gekk brösuglega. Stórar málningaklessur flögnuðu af. Þessar flögur drógu athygli mína til sín.

Þar voru marglitar málningarumferðir orðnar sýnilegar og gerðu sýningarsögu Populus sýnilega á einhvern hátt. Flögurnar voru í laginu eins og eyjar. Ég gat ekki hent þessu því þarna var kominn efniviður fyrir nýja sýningu.

Nokkrum árum seinna fór ég að safna fjöðrum og núna á öskudaginn keypti ég nokkra flotta kúluhatta (tákn ensku yfirstéttarinnar).

Dag nokkurn voru fjaðrirnar komnar upp á kúluhattinn eins og farfuglar. Þarna gerðist eitthvað skrítið, eitthvað nýtt en samt kunnugt. Eitthvert þrívíddartákn sem tengdist Englandi, nýlendustefnu heimsins, ferðalögum og eyjaklösum. Út frá þessum skúlptúrum þróaðist sýningin áfram.

Þetta er fjórða sýningin mín í Populus Tremula og vil ég þakka stjórn þess fyrir sýningartækifærin. Rýmið er skemmtilegt og ýtir undir tilraunir til að búa til sér-sýningar fyrir þetta rými.

Joris Rademaker

https://www.facebook.com/events/640396022704657/640454959365430


Arnar Ómarsson opnar einkasýninguna Forritað Ástand í Danmörku

poster%20WEB

Forritað Ástand | Forrit eru líka fólk, fólk!

23. - 26 Maí 2014

Arnar Ómarsson opnar einkasýninguna Forritað Ástand í Danmörku. 

Sýningin markar ákveðin þáttaskil í verkefninu Notendur sem Arnar hefur unnið að rúmt síðastliðið ár. Verkefnið inniheldur m.a. sýningar í Halle50 og Firstlines Gallery í München, Alþýðuhúsinu á Siglufirði, Weekends Gallery í London, DAK og loks í Godsbanen í Danmörku þar sem Forritað Ástand - Forrit eru líka fólk, fólk! opnar á föstudaginn.

Verkefnið fjallar um eðli tölvuhugsunar og varpar fram frumspekilegum spurningum um sköpun og greind. Verkin á sýningunni eiga öll það sameiginlegt að ávarpa þann grundvöll þar sem forritum mistekst að tileinka sér mannlega samskiptahætti, hvort sem það er í myndmáli, tjáningu eða textasmíð. Einlægur bragur yfir verkunum lætur áhorfandann finna til samkenndar, en nálgunin manngerir forritin. Arnar kemur fram við forritin líkt og minnihlutahóp sem verður fyrir aðkasti og fordómum. Verkefnið er styrkt af Myndlistarsjóð.

Frekari upplýsingar um Notendur er að finna á usershandbook.com.

Arnar Ómarsson útskrifaðist frá UAL Listaháskólanum í London 2011 með fyrstu einkunn og hefur dvalið í Danmörku síðan. Arnar starfar á Institut for (X), menningarmiðstöð í gamalli lestastöð í Árósum þar sem hann hefur vinnustofu en rekur einnig gestalistamannadvöl, vikulega fyrirlestraröð og sér um alþjóðatengsl hópsins. Verkefnið Reitir á Siglufirði er einnig í stjórn Arnars hvert sumar ásamt Ara Marteinssyni, samstarfsmanni hans til margra ára og er Arnar stofnmeðlimur í Verksmiðjunni á Hjalteyri.

Frekari upplýsingar um Arnar er að finna á arnaromarsson.com


12 nýjar sýningar opnaðar í Safnasafninu

10277457_882705681745393_8628198981418394323_n

Laugardaginn 17. maí kl. 14.00 verða opnaðar 12 nýjar sýningar í Safnasafninu í Eyjafirði, og er opnunin sem fyrr í tengslum við Alþjóðlega safnadaginn 18. maí.

Safnasafnið er opið daglega frá kl. 10.00–17.00 alla daga til 31. ágúst, en tekið á móti hópum í september eftir atvikum. Safnið gefur gestum sínum veitingar, glæsilega sýningarskrá og einstaka upplifun í lifandi skemmtitækjakynningu í anddyri. Upplýsingar eru veittar í síma 4614066 og safngeymsla@simnet.is

https://www.facebook.com/events/1398599437093639/


Úlfur Logason sýnir í Kartöflugeymslunni

10325166_788372144506824_5124536115485836978_n

Laugardaginn 17. maí klukkan 3 opnar Úlfur Logason sína fyrstu einkasýningu í Kartöflugeymslunni á Akureyri.

https://www.facebook.com/events/277443745771917

https://www.facebook.com/kartoflugeymslan


Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri

10253974_10152199276970980_6954324531866285043_n

Árleg vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri verður haldin í fertugasta sinn helgina 17. og 18. maí 2014 frá klukkan 13:00-17:00 í húsnæði Myndlistaskólans að Kaupvangsstræti 16. Að venju verður sýningin afar fjölbreytt en til sýnis verða verk nemenda úr þremur deildum auk afraksturs barnanámsskeiða.

http://myndak.is

https://www.facebook.com/events/306091579549809


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband