Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2014
28.2.2014 | 17:18
Þórgnýr Inguson sýnir í Gallerí Ískáp
Þórgnýr Inguson, kvimyndagerðar og tónlistarmaður segir þetta um verk sitt DIO 777: ''verkið þarf engar frekari útskýringar''.
Opnun laugardaginn 1. mars 2014 kl. 14.
Gallerí Ískápur, Kaupvangsstræti 12, 600 Akureyri (gengið inn úr portin bak við Listasafnið)
https://www.facebook.com/events/523934637724456
https://www.facebook.com/galleryfridge
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2014 | 15:00
"Fyrir og eftir ullarsokk" í Geimdósinni
Jæja... jæja... er ekki kominn tími á okkur?
-Jú... svo segja þeir...
-Og hvurnig skal þá matreiða úr þessu?
-Það veit fjandinn... þó ekki með reglustriku?
- Varla... og þó... hún er brúkleg...
-Við vorum eitthvað að ræða þúsundfjallasósu... eða hvað hún nú heitir...?
-Þúsund eyjur?
-Ég sá einu sinni þúsund hesta
-Heyrðu... við möllum þetta kannski með arómati? Ég á bauk...
-já þarna komstu með eitthvað vitiborið
-Ég dassa eilitlu arómati og svo höfum vér ullarsokk, mín kæra vina...
-Já... fyrir og eftir... og hafðu hann í framsætinu! alveg hreint í framsætinu...með beltin spennt.
Þetta er aðeins brot... brot af því besta...
og það er einmitt það sem Geimdósin hefur í boðinu...
Á laugardaginn verður myndlistaropnun í Dósinni hjá hinum góðkunna fjöllistamanni og plötuþeyti Arnari Ara Lúðvíkssyni. Ber hún nafnið: Fyrir og eftir ullarsokk...
Á sýningunni sem er ærin blanda, vinnur Arnar með sjálfan sig í þremur þáttum:
Sig í fortíðinni...
Sig í núinu...
Sig í framtíðinni...
Sig sem ullarsokk... og veröldina alla sem ullarsokk....
endilega komið við í portinu og lítið á
uppskeru ullarsokks í dós...
við minnum einnig á opnar vinnustofur og sýningar í ísskáp og forstofu...
yndislegt
Geimdósin er í Kaupvangsstræti 12 á Akureyri, gengið inn í portinu bak við Listasafnið
https://www.facebook.com/events/593778957357715/
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
28.2.2014 | 13:46
"Nú er það svart" í vinnustofum í Listagilinu
Á laugardaginn verða opnar vinnustofur í Portinu!
Í anddyrinu verður samsýningin "Nú er það svart" en einnig verða opnanir í Gallerí ískáp og Geimdósinni...
Allir eru hjartanlega velkomnir að koma og njóta lista og menningar, sem að sjálfsögðu verður í boði grasrótarinnar í Gilinu...
Kaupvangsstræti 12. Listasafnshúsið/gengið inn úr portinu fyrir ofan, baka til
https://www.facebook.com/events/787638804597688
27.2.2014 | 21:38
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýningu í Árósum
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnar sýninguna "Án Umhugsunar" á Institut for (X) í Árósum, Danmörku. Hún hefur dvalið þar síðastliðnar tvær vikur og unnið að mörgum minni verkum sem fjalla um sjálfsmyndina og hvernig óstjórnleg þörf til að skapa endurspeglar sjálfið. Verkin eru unnin úr fundnu efni m.a. plast, pappír, tré, járn, spottar og margt fleira. Aðalheiður talar um að í þessum verkum hugsi hún með höndunum. Sköpunargleðin tekur völdin og útkoman er óskilgreindur afrakstur hrárrar sköpunar. Hún hverfur aftur til óttalausra hugmynda barnsins á sama tíma og yfirvegaða og reynsluríka listakonan skín í gegnum verkin.
Fyrir frekari upplýsingar um sýninguna eða Institut for (X) hafið samband við arnar@freyjulundur.is eða í síma +45 51931842
27.2.2014 | 20:45
Sigurður Pétur Högnason opnar sýningu í Mjólkurbúðinni
Sigurður Pétur Högnason listmálari opnar málverkasýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu, laugardaginn 1. mars kl. 15.
Sýningin kallast KÆR LEIKUR sem er tilvísun í leik að litum og formum í málverkunum. Einnig segir Sigurður Pétur að listin hafi byrjað sem kærkominn leikur hjá sér og síðan varð ekki aftur snúið. Sigurður Pétur hefur alla tíð haft mikinn áhuga á myndlist, tónlist, ljósmyndun og hverskonar sköpun. Það varð til þess að hann sótti nám í Myndlistarskóla Arnar Inga og við Myndlistarskólann á Akureyri á árunum 1997-1999. Hann vinnur við listmálun á vinnustofu sinni í Njálshúsi í Hrísey, en Þar er Sigurður Pétur með gallerí þar sem hann sýnir málverkin sín.
Sýning Sigurðar Péturs KÆR LEIKUR í Mjólkurbúðinni stendur til 9.mars.
Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og eru allir velkomnir.
Sigurður Pétur s.8481377
Mjólkurbúðin er á facebook - vertu vinur :)
https://www.facebook.com/groups/289504904444621
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 20:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.2.2014 | 16:14
Opnun sýningarinnar Manneskja í Deiglunni
Opnun sýningarinnar "Manneskja" í Deiglunni
Sýning fagurlistadeildar Myndlistarskólans á Akureyri
Opið laugardaginn 1. mars og sunnudaginn 2. mars kl. 14-17
Allir velkomnir
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 16:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
25.2.2014 | 15:45
Flóðbylgja ofneyslunnar í Ketilhúsinu
Laugardaginn 1. mars næstkomandi kl. 15 opnar Jonna, Jónborg Sigurðardóttir, innsetninguna Flóðbylgja í Ketilhúsinu á Akureyri. Þar túlkar hún tilfinningar sínar til flóðbylgju ofneyslunnar sem brýst inn á heimilin og hrifsar allt til sín með dyggri aðstoð neytenda. Vitundarvakning er nú loksins að eiga sér stað þegar afleiðing ofgnóttar og sóunar blasir við; tískublætið, græjusýkin, peningabraskið, allur óþarfa lúxusinn og taumlausa hlutadýrkunin allt bullið og vitleysan.
Jonna er fædd árið 1966 og útskrifaðist úr málunardeild Myndlistaskólans á Akureyri vorið 1995. Hún lærði fatahönnun í Mode og Design skolen í Kaupmannahöfn og útskrifaðist þaðan 2011. Jonna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og haldið nokkrar einkasýningar.
Sýningin stendur til 6. apríl og er opin alla daga nema mánudaga kl. 12-17. Aðgangur er ókeypis.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 15:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
22.2.2014 | 18:47
Námskeið á Ólafsfirði
Vilt þú búa til myndavél úr svona dós?
Komdu þá á námskeiðið
Solar Parcel An Exchange Program with Hong Kong Participants
25. og 26. feb. 2014
kl. 14:00-17:00 og kl. 17:00-20:00
Menntaskólinn á Tröllaskaga
kennarar eru listamen frá Fotologue Culture (Hong Kong)
Liu Wai Yee, Ceci og Ng Wai Cheong, Stanley
kennsla fer fram á ensku
Allir velkomnir
Upplýsingar: Alice Liu 8449538 eða listhus@listhus.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 21:40 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
20.2.2014 | 22:41
Hong Kong Independent Film Festival in North Iceland
Hong Kong Independent Film Festival in North Iceland
Laugardag 22. febrúar 2014
Program 3* | kl. 16:00 | Listhús Gallery
Program 2* | kl. 20:00 | Listhús Gallery
Laugardag 23. febrúar 2014
Program 5* | kl. 14:00 | Tjarnarborg

Program 2* | kl. 16:00 | Listhús Gallery

Program 1 | kl. 20:00 | Listhús Gallery
* leikstjórar verða viðstaddir
enskur texti Allir velkomnir
Upplýsingar: Alice Liu 8449538 eða listhus@listhus.com
18.2.2014 | 15:27
Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýnir ný verk í Flóru
Helga Sigríður Valdemarsdóttir
Þræðir
22. febrúar - 10. maí 2014
Opnun laugardaginn 22. febrúar kl. 14
Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168
http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri
https://www.facebook.com/events/433303576800182
Laugardaginn 22. febrúar kl. 14, opnar Helga Sigríður Valdemarsdóttir sýningu með nýjum verkum í Flóru á Akureyri. Sýningin nefnist Þræðir.
Helga Sigríður er fædd á Akureyri árið 1975. Hún útskrifaðist úr VMA af myndlista- og handíðabraut og er með diploma í myndlist frá Myndlistaskólanum á Akureyri. Helga hefur tekið þátt í samsýningum Myndlistarfélagsins og haldið nokkrar einkasýningar og þetta er hennar sjöunda einkasýning.
Nánari upplýsingar veitir Helga Sigríður í síma 660 3212 og í helgasigridur@internet.is
Sýningin er öllum opin á opnunartíma Flóru mánudaga til laugardaga kl. 12-16. Sýningin stendur til laugardagsins 10. maí 2014.
Nánari upplýsingar veitir Kristín í flora.akureyri@gmail.com og 6610168 og Hlynur í síma 6594744.
Flóra er verslun og viðburðastaður með vinnustofum sem Kristín Þóra Kjartansdóttur félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.