Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2013

Sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur í Flóru að ljúka

alla.flora

 

Aðalheiður S. Eysteinsdóttir

Réttardagur 50 sýninga röð 

Bændur í bæjarferð, sýningarlok

22. júní - 4. ágúst 2013

Flóra, Hafnarstræti 90, 600 Akureyri, s. 6610168


http://floraflora.is

https://www.facebook.com/flora.akureyri

https://www.facebook.com/events/544483278947891



Sunnudaginn 4. ágúst lýkur sýningu Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur Bændur í bæjarferð í Flóru í Hafnarstræti 90 á Akureyri. 


Um er að ræða lokin á verkefninu Réttardagur 50 sýninga röð, sem staðið hefur yfir síðan júní 2008. Um helgina lýkur einnig sýningum í  Deiglunni og Ketilhúsinu en sýningin í Listasafninu stendur í viku enn.


Sýningin í Flóru er öllum opin á opnunartíma Flóru, mánudaga til föstudaga kl. 11-18 og laugardaga og sunnudaga kl. 13-16.

Nánari upplýsingar veitir Aðalheiður í síma 865 5091, Kristín í síma 661 0168 og Hlynur í síma 659 4744. 

Nánari upplýsingar um Aðalheiði á www.freyjulundur.is


Flóra er verslun, vinnustofur og viðburðastaður sem Kristín Þóra Kjartansdóttir félagsfræðingur rekur. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu, náttúrutengsl og verkmenningu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Menningardagskrá Flóru hlaut styrk úr Menningarsjóði Akureyrar.


Síðasta sýningarhelgi í Ketilhúsi og Deiglu

alla3 

RÉTTARDAGUR

50 sýninga röð

Sýningar Aðaheiðar S. Eysteindóttur í Listagilinu á Akureyri og nágrenni þess, Réttardagur 50 sýninga röð,  hafa undanfarnar vikur notið mikilla vinsælda. Aðsóknin hefur verið með eindæmum þar sem þúsundir hafa heimsótt sýningarnar. Ungir sem aldnir eru uppnumdir af hrifningu því verk Aðalheiðar höfða til allra aldurshópa og margir hafa komið oftar en einu sinni. Þannig hefur þetta verkefni einnig fengið marga til að heimsækja Listagilið sem vanalega leggja ekki leið sína þangað.
 
Viðfangsefni sýninganna er íslensk bændamenning og menning tengd sauðkindinni og var það ætlun Aðalheiðar að sýna „breiða mynd af samfélagi sem lætur ekki mikið yfir sér en er engu að síður undirstaða vænlegs lífs.” Í sýningarskrá segir hún jafnframt: „Hinar ýmsu hliðar menningar sem við tökum sem sjálfssögðum hlut og hugum því ekki dags daglega að mikilvægi hversdagsleikans. Þetta vinnuferli hefur leitt mig á óvæntar slóðir myndlistar og þroskað mig sem einstakling í samfélagi listamanna.”
 
Aðalheiður sjálf, gestalistamenn og fríður flokkur aðstoðarfólks sem vann sem einn maður að uppsetningu sýninganna hefur gert þetta að eftirmynnilegu sumri í Listagilinu á Akureyri.
 
Sýningum Aðalheiðar í Ketilhúsi og Deiglu lýkur um Verslunarmannahelgina, sunnudaginn 4. ágúst, en sýning hennar í Listasafninu á Akureyri stendur til 11. ágúst. Sjónlistamiðstöðin er opin alla virka daga frá kl. 9-5 og er aðgangur ókeypis.


The Fixed & The Volatile í Verksmiðjunni á Hjalteyri

Sensory-Alchemy-3-1024x576 

 

Verksmiðjan á Hjalteyri 

The Fixed & The Volatile

Richard Ashrowan

Pat Law

3. - 24. ágúst 2013


Sýningin opnar laugardaginn 3. ágúst kl. 15

Lifandi myndvörpunar gjörningur kl. 17.00

Opið alla daga kl. 14-17

Sýning Richard Ashrowan og Pat Law byggir á nýlegum verkum þar sem þau samþætta videoinnsetningar, hjóðmyndir og salt teikningar. Kjarni sýningarinnar er ákveðin rannsókn á mörkum hreyfimyndar og kyrrmyndar eða kyrrðar. Kanadíski gítarleikarinn og hljóðlistamaðurinn Nick Kuepfer hefur unnið hljóðverk fyrir sýninguna.

Richard Ashrowan mun sýna verk sem byggja á röð hreyfimynda, þar á meðal kvikmyndin “Speculum” og er þetta heims frumsýning. Myndin byggir á rannsókn á sambandi alkemíu, hreyfingar, ljóss og efnis. Á opnunardag mun Richard flytja verkið “Catoptrica” sem byggir á lifandi myndvörpun. Grunnur verksins/gjörningsins eru myndskeið sem tekin voru á Íslandi og á Svalbarða, og felur í sér  “ritualistic” meðferð ljóss með notkun spegla, glers og myndvörpunar. Einnig verður frumsýnd 16mm kvikmynd í svart/hvítu frá nýlegum leiðangri lista-og vísindamanna til Svalbarða 2012 “Artic Circle expedition” með hljóðmynd eftir hljóðlistamanninn Nick Kuepfer (Canada).


Richard Ashrowan heimsótti Verksmiðjuna á Hjalteyri í maí árið 2011 en hann dvaldi að Hólum í Öxnadal um tíma. Hann varð fyrir miklum áhrifum af rými Verksmiðjiunnar, kringumstæðum, sögu og andrúmslofti. Hann ferðaðist einnig víða um landið og myndaði, og kynnti sér í leiðinni mennigu og listir þjóðarinnar. Ferð hans til Íslands leiddi af sér hluta af þeim videoverkum sem hann sýnir nú í Verksmiðjunni.


Richard Ashrowan hefur meðal annars verið með einkasýningar á Englandi, í Skotlandi, Póllandi, Rúmeníu og USA, fyrir utan fjölmargar sýningar í galleríum listamanna, á Kvikmyndahátíðum og samsýningum. Hann kennir um þessar mundir við Edinburgh College of Art og er framkvæmdastjóri Alchemy Film and Moving Image Festival í Skotlandi.

http://www.alchemyfilmfestival.org.uk


Pat Law mun sýna ný verk frá Svalbarða leiðangrinum 2012 ”Artic Circle expedition”. Hún vinnur innsetningarverk í Verksmiðjuna sem byggir á hreyfimyndum og salt teikningum. Í verkinu rannsakar hún bæði staðbundna og yfirnáttúrlega frumþætti vannýttra og yfirgefinna bygginga á Svalbarða. steininn sem þær eru byggðar úr og andann sem tengir þær saman. Samhliða sjónrænu verkunum, mun á opnuninni verða fluttur raddgjörningur þar sem hin skoska Kirsty Law söngkona og Arna Valsdóttir meðlimur í Verksmiðjunni flétta saman raddir sínar við hreyfimynd Pat Law. 


Pat Law er myndlistarmaður frá Skotlandi sem vinnur með málun og hreyfimyndaform. Verk hennar byggja á rannsóknum á landslagi og hreyfanleika. Hún ferðast víða vegna verka sinna og byggir þau á þessum ferðum oft í samvinnu við listamenn frá hverju stað.


Á opnun flytur skoska söngkonan Kirsti Law www.kirstylaw.com

raddgjörning/ soundscape ásamt Örnu Valsdóttur meðlim í Verksmiðjunni við hreyfimynd Pat Law.


Kirsty Law mun einnig flytja skosk þjóðlög og eigin lög kl. 20:00 við borðhald sveitunga sem halda Sæludag í Sveitinni þennan dag og er opnun sýningarinnar hluti af þeirri hátíð.

Í kjölfar sýningarinnar kl. 22:00 fer fram

Factory Experimental Music MiniFest með hljómsveitunum:

 

 

R E P T I L I C U S

R E - P E T E A N D T H E W O L F M A C H I N E

R A F S T E I N N

D I C K V E G A S & T H E D I R T Y P A P A S

F R E N C H G I R A F F E 

 

 

https://www.facebook.com/events/285800291559829

 

 

Menningarráð Eyþings, Hörgársveit, CCPgames, Bústólpi og Ásprent eru stuðningsaðilar Verksmiðjunnar á Hjalteyri.


Verksmiðjan á Hjalteyri 

Neðst á Hjalteyri við Eyjafjörð

http://www.verksmidjan.blogspot.com

https://www.facebook.com/verksmidjan.hjalteyri

https://www.facebook.com/events/533119400076124


Olga Bergmann sýnir í Alþýðuhúsinu á Siglufirði

blendingur_olgab.s 

 

Föstudaginn 2. ágúst klukkan 17:00 verður opnuð sýning Olgu Bergmann “Staðgenglar” í Kompunni í Alþýðuhúsinu á Siglufirði.

 

Verkin á sýningunni eru sýnishorn úr “Plöntu og dýrabók” en svo nefnir Olga röð verka sem er í vinnslu og skiptist í nokkra kafla.

Umfjöllunarefnið birtist í hugrenningum sem taka á sig margskonar myndform um áhrif mannsins á náttúruna og umhverfi sitt. Einnig um mögulega framtíðarþróun vistkerfa og útbreidda eftirsjá sem rekja má til vitneskjunnar um hraða hnignun lífríkisins af mannavöldum.

 

Olga hefur um langt skeið gert samspil manns og náttúru að umfjöllunarefni sínu og meðal annars skoðað samspil vísinda og skáldskapar í verkum sem tengjast hliðarsjálfi hennar, erfðaverkfræðingnum Doktor B.

 

Hún hefur líka unnið með vísanir í náttúrugripasöfn, vísindaskáldskap og þverfagleg söfn fyrri alda sem nefnd voru “Wunderkammer” – furðusöfn, með það að markmiði að varpa ljósi á skrýtna strauma og hneigðir í hugarfari, lífsháttum og tækni samtímans.


Kvikmynd eftir Magdalena Blom frumsýnd í Listhúsinu Ólafsfirði

1307_02_meet_is 

MEET ME IN ICELAND

KVIKMYND EFTIR MAGDALENA BLOM

Laugardag          27. júlí           kl. 20 
Sunnudag               28. júlí             kl. 16
Listhús: Ægisgötu 10, 625 Ólafsfirði, Iceland

Í þessari puttaferðalagssögu (Odyssey) reyna tvær ungar persónur að brúa bilið í fjarlægðarsambandi þeirra. 

Due to the normality of their everyday life living in different countries- this time, they try to find a common ground for the summer, here in Iceland. After altogether 1728 km of hitchhiking, going back and forth from Olafsfjördur to Hvitarvatn, Magdalena Blom will have a 45 minutes screening to show the highlights of the full feature followed by an artist talk afterwards.

Trailer:  http://www.youtube.com/watch?v=X6vsbFu8g2w&feature=youtu.be
More about Magdalena:  http://www.magdalenablom.se
 
Allir Velkomnir

Brynja Harðardóttir opnar sýningu sal Myndlistarfélagsins

píkublóm 

 

Laugardaginn 3. ágúst kl. 14.00-19:00 opnar Brynja Harðardóttir myndlistarsýninguna, Píkublóm, í sal Myndlistarfélagsins í Listagilinu á Akureyri. Kl. 17:00 sama dag verður Lilý Erla Adamsdóttir með gjörning tengdan málefninu.

 

„Sýningin Píkublóm er lofgjörð til kvenleikans, lífs og vaxtar og endurspeglar þakklæti mitt til kvenna sem hafa rutt brautina með seiglu sinni að bættri stöðu kvenna dagsins í dag. Um leið er sýningin hvatning til allra að halda baráttunni áfram. Samhliða þakklæti eru verkin ádeila á öfgafull fegurðarviðmið sem m.a. birtast í aukinni tíðni á lýtalækningum á píkum".

 

Sýningin er styrkt af Menningarsjóði Akureyrarbæjar og stendur til 11. ágúst. Hún er opin laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og virka daga kl. 17-19. 

 

https://www.facebook.com/events/571533206260320

 


Carol Bernier sýnir í Populus tremula

 

Carol-Bernier-web 
Laugardaginn 27. júlí kl. 14.00 opnar kanadíska myndlistarkonan Carol Bernier sýningu í Populus tremula. 

 

Bernier, sem dvelur í Gestavinnustofu Gilfélagsins, er fædd, menntuð og búsett í Montreal í Kanada, en hefur iðka list sína og haldið sýningar víða um lönd. Nú sýnir hún verk sem sækja innblástur til íslenskrar náttúru og umhverfis. Nánar á: www.carolbernier.com

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 28. júlí kl. 14.00-17.00. Aðeins þessi eina helgi.


Helen Molin opnar sýningu í Mjólkurbúðinni

382398_10201256389030592_2132767113_n 

Helen Molin opnar sýninguna Háfleygt í Mjólkurbúðinni í Listagilinu á Akureyri, laugardaginn 20.júlí kl. 14.


Helen sýnir 300 mynda seríu sem hún vinnur með blandaðri tækni í grafíkprent og vatnsliti. Hún fjallar um stað sem ekki á sér tíma eða rúm og eru myndirnar fantasíur þar sem fólk og fuglar eru í aðalhlutverki.


Helen Molin um sýninguna Háfleygt:


Verkin mín eru sögur eða sagnir án orða. Þau innihalda hvorki fortíð né framtíð heldur eru tímalaus í núinu, tímabilið að innan, að utan og á milli. Veröldin þar sem barnslegt ímyndunarafl og þroskuð reynsla fullorðinna mætast og flýgur hátt og hefur vængi. Þar sem hvorki tíminn né orðin eru og þú flýgur hærra og hærra.


Myndlistakonan Helen Molin er frá Svíþjóð. Hún stundaði nám við Háskólann í Gautaborg 1988-90 og lærði þar hönnun og listir og 1990-96 lærði hún textíl í sama háskóla og master í listum. Hún lærði einnig silfursmíði og fór til Noregs í frekara nám í Grafíkprentun. Helen hefur sýnt víða í sínu heimalandi og einnig í öðrum löndum s.s. í New York í Bandaríkjunum, í Noregi, Danmörku, Hollandi og á Íslandi.


Sýningin stendur til 5.ágúst og eru allir velkomnir.

Mjólkurbúðin er opin laugardaga og sunnudaga kl.14-17 á meðan sýningin stendur.

Helen Molin s. +46 707510517 http://www.helenmolin.se/

Mjólkurbúðin Listagili er á facebook https://www.facebook.com/groups/289504904444621/ s.8957173


Sumar... Umhleypingar í Listhúsinu Ólafsfirði

1307_01_unstable_is

Sumar... Umhleypingar

myndbands sýning eftir Shan Shan

16. júli 2013|kl.19-21 (opnun)
17. júli 2013|kl.17-19

"Sumar... Umhleypingar" is a solo exhibition of new work by Shan Shan. The two-channel video installation loop with sound investigates the space between mechanical possibilities and material reality. How do we convey emotions? Human emotions has been replaced, transformed to a digital form of memory. In the virtual world multiplies into infinite possibilities. No feelings of temperature; no feelings of heat; no feelings of sensation. Memories of summer swallowed by digital data... 

Meira um Shan Shan: http://shanshanshanshan.com/

Allir velkomnir

 

Alice Liu 
Listhús 
+354 8449538

Reitir opna sunnudaginn 14. júlí á Siglufirði

press
Verkið Hlust eftir Jón Einar Björnsson, Kristján Einarsson og Morgane Parma
 
 
15.00 Móttaka í Alþýðuhúsinu
15.15 Leiðsögn um sýninguna (10 verk víðsvegar um bæinn)
17.00 Fótboltaleikur milli Reita og Siglufjarðar
18:30 Strandaparty og grillveisla (komið með eigin mat)
22:30 Hlust, hljóðgjörningur við Olís, neðst á eyrinni.

Verkefnið Reitir býður 30 einstaklingum viðsvegar að úr heiminum til Siglufjarðar að taka þátt í tilraunakenndri nálgun á hinni hefðbundnu listasmiðju. Reitir byggja á þeirri hugmynd að með því að blanda saman starfsgreinum úr mörgum áttum nýtist fjölbreytt reynsla þátttakenda sem grunnur að nýstárlegum verkefnum sem fjalla á einn eða annan hátt um Siglufjörð.
Reitir standa yfir í 10 daga en 14. júlí getur almenningur séð og upplifað hin fjölbreyttu verkefni víðsvegar um bæinn. Athugið! Aðeins þessi eini opnunardagur.

Frekari upplýsingar má nálgast á reitir.com eða í síma 823-6286.

Aðalstyrktaraðilar verkefnisins eru Menningarráð Eyþings og Evrópa unga fólksins.

Bestu kveðjur,
Ari Marteinsson og Arnar Ómarsson, verkefnastjórar

Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband