Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2012

Að mála bæinn rauðann, fyrirlestur í Ketilhúsinu

garibaldi.jpg

Föstudaginn 13. janúar kl 15:00, Ketilhúsið.
Einar Garibaldi Eiríksson myndlistarmaður heldur fyrirlestur um nýja strauma í málverki.
Hann mun fjalla um bakgrunn og forsendur ýmissa hugmynda sem verið hafa áberandi í umræðunni um málverkið síðustu misseri, ásamt því að sýna dæmi um birtingarmyndir miðilsins í alþjóðlegri samtímalist.
Þess má geta að Einar er sýningarstjóri sýningarinnar „Rými málverksins“ sem opnar í Listasafninu á Akureyri laugardaginn 14. janúar kl. 15.00, þar sem 12 ungir listamenn sýna verk sín.
Aðgangur er ókeypis og allir eru velkomnir.


Alþjóðleg ráðstefna um tungumál og listir í Norræna húsinu

artintranslation.jpg

Háskóli Íslands, Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur og Norræna húsið
Reykjavík 24.–26. maí 2012 (frestur hefur verið framlengdur til 31. janúar 2012)

Art in Translation er þriggja daga ráðstefna sem stefnt er að því að halda annað hvert ár. Hún var fyrst haldin í maí 2010 og verður haldin aftur í maí 2012. Á ráðstefnunni verða hátíðarfyrirlestrar, tónleikar, myndlistarsýning og fleiri viðburðir meðfram fræðilegum fyrirlestrum og listrænum gjörningum. Markmiðið er að búa til þverfaglegan vettvang handa fræðimönnum, listamönnum og almenningi til að skoða tengingar milli tungumáls og ýmissa listforma.

Með ráðstefnunni 2012 er ætlunin að leita nýrra strauma í ritlist, einkum þegar hún tengist öðrum listformum eða sameinar þau. Leitað er eftir framlagi frá fræðimönnum, sérfræðingum, listamönnum og stúdentum í fjölmörgum greinum (ritlist, myndlist, tónlist, leiklist, kvikmyndum, listfræði, málvísindum, þýðingum, mannfræði, menningarfræði, kennslufræði og öðrum skyldum greinum). Á milli 40 og 50 umsækjendur verða valdir til þátttöku á grundvelli innsendra tillagna.

Sjá nánar um áherslur ráðstefnunnar að þessu sinni hér fyrir neðan, í viðhengi (ef það skilar sér) eða á vefsíðunni https://artintranslation.hi.is/. Tillögur sendist á netfangið artintranslation@hi.is fyrir 31. janúar 2012.


Guðrún Þórsdóttir opnar sýningu í Flóru

g_s.jpg

Guðrún Þórsdóttir
Engin hlutverk
14. janúar - 3. mars 2012

Flóra, Listagilinu á Akureyri, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri, s. 6610168

http://floraflora.is
https://www.facebook.com/flora.akureyri

Laugardaginn 14. janúar kl. 14 á opnar Guðrún Þórsdóttir myndlistarsýninguna Engin hlutverk í Flóru í Listagilinu á Akureyri.

Guðrún hefur verið að skoða heimildaljósmyndun í vetur í Myndlistaskólanum á Akureyri þar sem hún mun ljúka námi af fagurlistadeild í vor. Hún stefnir á meira nám í myndlist áður en langt um líður. Guðrún hefur unnið við ýmislegt um tíðina og þá aðallega í menningar- og mannúðarmálum og fer það vel með myndlistinni.

Guðrún segir um sýninguna: "Mikið er um fordóma hér á landi og sérstaklega gagnvart asískum eiginkonum. Ég var svo lánsöm að finna fjölskyldu sem var til í að láta mynda sig. Að vera fluga á vegg hjá fjölskyldu sem ég þekki ekkert, að ná tengslum og trausti er gerlegt með gagnkvæmri virðingu."

Sýningin stendur til laugardagsins 3. mars 2012 og það er opið fimmtudaga kl. 10-18, föstudaga kl. 10-16 og laugardaga kl. 14-16.


Flóra er verslun, vinnustofa og viðburðastaður Kristínar Þóru Kjartansdóttur félagsfræðings og garðyrkjukonu. Listrænn ráðunautur staðarins er Hlynur Hallsson, myndlistarmaður. Áherslan er á nýtingu, endurnýtingu og verkmenningu. Sýningarrýmið á sér auk þess merkilega forsögu því þar rak Snorri Ásmundsson International Gallery of Snorri Ásmundsson með góðum árangri í lok síðustu aldar. Áður hafa Arna Vals, Þórarinn Blöndal og Snorri Ásmundsson sett upp sýningar í Flóru.

Nánari upplýsingar veitir Guðrún Þórsdóttir í síma 6632848, Hlynur Hallsson í síma 6594744 og Kristín Þóra Kjartansdóttir í síma 6610168.


Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar eftir umsóknum

bannerlink

Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur óskar hér með eftir umsóknum um styrk úr sjóðnum. Styrkirnir eru tveir að upphæð kr. 400.000, hvor og veitist tveimur ungum, efnilegum myndlistarmönnum.

Eftirfarandi upplýsingar og gögn þurfa að fylgja umsóknum:
Nafn umsækjanda, kennitala, heimilisfang og símanúmer, þrjár til fimm ljósmyndir, litskyggnur eða stafrænar myndir af verkum umsækjanda ásamt ítarlegum náms- og listferli.

Umsóknir merktar: Styrktarsjóður Svavars Guðnasonar og Ástu Eiríksdóttur, sendist fyrir 12. janúar 2012 til Listasafns Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.

Í dómnefnd sitja:

Halldór Björn Runólfsson, safnstjóri Listasafns Íslands, s. 515-9600, Þuríður Sigurðardóttir, myndlistarmaður, SÍM, s. 551 1346 og Hulda Stefánsdóttir, prófessor, LHÍ, s. 552-4000.


Samsýning félagsmanna Myndlistarfélagsins og opið fyrir umsóknir 2012

box_mynd_1129682.jpg

Þann 28. janúar 2012 ætlar Myndlistarfélagið að halda samsýningu á verkum félagsmanna í sal félagsins. Hugmyndin er að listamenn komi með sitt uppáhaldsverk og titill sýningarinnar er “Uppáhald”. Sýningarstjóri verður Joris Rademaker og mun hann reyna að koma til móts við óskir listamanna um uppsetningu verka. Verkin verða að koma í sal félagsins eigi síðar en fimmtudaginn 26. janúar 2012 milli klukkan 16 og 18.
Opnun sýningarinnar verður klukkan 14:00 laugardaginn 28. janúar og í framhaldi eða klukkan 17:00 mun félagið blása til teitis fyrir félagsmenn með heitri súpu og veigum. Tilefnin eru ærin, til dæmis 4 ára afmæli félagsins, starfsmaður og skrifstofa ásamt því að efla félagsandann.
Samhliða þessu viljum við efna til hugmyndasamkeppni um nafn á salnum okkar.  Félagsmenn geta sent inn tillögur og við förum í gegn um þær í teitinu fína.
Einnig er opið fyrir umsóknir fyrir sýningar á árinu 2012 og umsóknir er hægt að senda í pósthólf félagsins eða í tölvupósti á syningarnefnd@gmail.com


Myndlistarfélagið
Kaupvangstræti 10
600 Akureyri

http://www.galleribox.blogspot.com

http://mynd.blog.is


ÍVAR HOLLANDERS SÝNIR Í POPULUS TREMULA

ivar-hollanders-populus.jpg


Laugardaginn 7. janúar klukkan 14.00 mun Ívar Hollanders opna sýninguna ÓÐUR í Populus tremula.
Á sýningunni verða mínimalísk innsetningarverk.

Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 8. jan. kl. 14.00-17.00.
Aðeins þessi eina helgi.

Populus tremula er í Listagilinu á Akureyri.

facebook


Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir styrki

dbf12eb1bd4a4d

Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar auglýsir styrki til myndlistarmanna, sýningarstjóra og annars fagfólks á sviði myndlistar vegna myndlistaverkefna erlendis.

Verkefnin verða að eiga sér stað á tímabilinu 1. mars 2012 til 1.mars 2013. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar 2012.

Athugið að umsóknarfrestur vegna stærri styrkja er 1. febrúar næstkomandi.

Umsóknarfrestur vegna smærri styrkja er á tveggja mánaða fresti:

01.02.2012

01.04.2012

01.06.2012

01.08.2012

01.10.2012

01.12.2012

 

Frekari upplýsingar er hægt að finna hér á vefsíðu Kynningarmiðstöðvarinnar.


Muggur auglýsir eftir umsóknum

sim-logo

Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Samband íslenskra myndlistarmanna og Myndstef hafa stofnað og hefur Sambandi íslenskra myndlistarmanna verið falið að annast umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu.

Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma.Við bendum félagsmönnum á að hægt er að sækja um Muggs styrk fyrir gestavinnustofur SÍM í Berlín.

Umsókarfrestur er til 1. febrúar 2011, póststimpill gildir.

 

Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
myndlistarsýningar
vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
annars myndlistarverkefnis

Skilyrði er um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.

 

Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.

Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. apríl – 31. júlí 2012. Umsóknarfrestur rennur út 1. febrúar 2012.

 

Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur skuldlaus félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.

Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga.
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.

Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.

Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.

Umsóknareyðublað, stofnskrá og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM http://sim.is/sim/muggur/

Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@sim.is , s. 551 1346

Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 1. febrúar 2012, póststimpill gildir.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband