Bloggfærslur mánaðarins, september 2011

GUK is BACK í Kaupamannhöfn, á Akureyri og á Selfossi

guk.jpg

GUK is BACK
Alda Sigurðardóttir  - Hlynur Hallsson - Steinunn Helga Sigurðardóttir
02.09. - 02.10.2011


Opnun föstudaginn 2. september kl. 17 í Kaupmannahöfn og kl. 15 á Akureyri og á Selfossi.

Værelse101
Vesterbrogade 101
Copenhagen V

http://www.vaerelse101.dk
https://www.facebook.com/pages/GUK-is-BACK/236513829717905

https://www.facebook.com/event.php?eid=240947295948513
http://guk.alvara.is/cam.htm

Opnun föstudaginn 2. september kl. 15 á Íslandi:

Flóra
Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri

Alvörubúðin
Eyravegi 3
800 Selfossi

Opnun á sama tíma á þrem stöðum, Kaupmannahöfn, Selfossi og á Akureyri og netútsending frá öllum stöðunum á slóðinni http://guk.alvara.is/cam.htm

Alda, Hlynur og Steinunn kynntust í Myndlista- og Handíðaskóla Íslands í Reykjavík þar sem voru öll í fjöltæknideild og útskrifuðust 1993. Þau fóru svo sitt í hverja áttina en héldu áfram að sýna saman og settu upp sýningar á Nýlistasafninu 1997. Árið 1999 stofnuðu þau sýningarrýmin Garður-Udhus-Küche GUK á Selfossi, í Lejre og Hannover. Síðar bættist fartölva við í hóp sýningarstaðanna. Í GUK voru haldnar 22 sýningar á 7 árum. GUK is BACK er framlenging á þessu rými og síða á facebook heldur utan um viðburðinn. https://www.facebook.com/pages/GUK-is-BACK/236513829717905

Værelse101 (Herbergi 101) sýnir samtímamyndlist og tilraunakennda myndlist. Galleríið er staðsett í miðborg Kaupmannahafnar í Vesterbrogade 101: http://www.vaerelse101.dk.

 


Muggur - auglýsir eftir umsóknum

sim-logo



Muggur er sjóður sem Menningarmálanefnd Reykjavíkur, Samband íslenskra myndlistarmanna og Myndstef hafa stofnað og hefur Sambandi íslenskra myndlistarmanna verið falið að annast umsýslu hans. Hlutverk sjóðsins er að styrkja myndlistarmenn til tímabundinnar dvalar erlendis vegna sýningar, vinnustofu eða annars sambærilegs myndlistarverkefnis. Með þeim hætti er sjóðnum ætlað að efla myndlistarstarf í Reykjavík og styrkja ímynd Reykjavíkurborgar sem framsækinnar menningarborgar á heimsvísu. Stofnun sjóðsins er liður í því að gera Reykjavíkurborg að vettvangi alþjóðlegra listastrauma.
 
Við bendum félagsmönnum á að hægt er að sækja um Muggs styrk fyrir gestavinnustofur SÍM í Berlín.

Umsókarfrestur er til 1. október 2011, póststimpill gildir.



Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna: 


myndlistarsýningar


vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði


annars myndlistarverkefnis
 
Skilyrði er um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
 
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.

Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu 1. desember – 31. mars 2012. Umsóknarfrestur rennur út 1. október 2011.
 
Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur skuldlaus félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.



Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga.


Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
 
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.
 
Umsóknareyðublað, stofnskrá og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM: http://sim.is/sim/muggur/ 



Nánari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@simnet.is, s. 551 1346

Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 1. október 2011, póststimpill gildir.


Eva þórey sýnir málverk í Mjólkurbúðinni

blaahus.jpg

Eva þórey Haraldsdóttir opnar málverkasýninguna „Húsin mín“  í
Mjólkurbúðinni í Listagili á Akureyri laugardaginn 3.september kl. 14.

Eva þórey sýnir málverk af húsum sem unnin eru með olíu á striga, en þau
málar Eva Þórey eingöngu með pallettuhníf en ekki pensli. Þetta er þriðja
einkasýning Evu Þóreyjar.

Eva Þórey um sig og málverkin:
„Ég er Akureyringur í húð og hár. Fædd og uppalin í fallegasta bæ norðan
Alpafjalla. Ég hef teiknað og málað frá því ég man eftir mér. Áhuginn
kviknaði svo um munaði í tímum hjá Einari Helgasyni myndlistarmanni og
kennara í Gagnfræðaskólanum á Ak.  Hann leyfði mér að fara ótroðnar
slóðir, hvatti mig og studdi. Það var ómetanlegt fyrir mig að kynnast
honum og sitja í tímum hjá honum. Ég hef sótt ýmis myndlistarnámskeið um
æfina og stundaði nám í frjálsri málun við Myndlistarskólann í Reykjavík
sl. vetur undir leiðsögn Sigtryggs Baldvinssonar og Birgis Snæbjörns
Birgissonar”.
Málverkasýning Evu Þóreyjar Haraldsdóttur stendur til 18. september og eru
allir velkomnir.

Nánari upplýsingar:
Eva Þórey Haraldsdóttir Eva.Thorey.Haraldsdottir@reykjavik.is
Mjólkurbúðin, Dagrún Matthíasdóttir dagrunm@snerpa.is s.8957173
Opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17 meðan sýningar eru og einnig eftir
samkomulagi (8957173)


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband