Eva þórey sýnir málverk í Mjólkurbúðinni

blaahus.jpg

Eva þórey Haraldsdóttir opnar málverkasýninguna „Húsin mín“  í
Mjólkurbúðinni í Listagili á Akureyri laugardaginn 3.september kl. 14.

Eva þórey sýnir málverk af húsum sem unnin eru með olíu á striga, en þau
málar Eva Þórey eingöngu með pallettuhníf en ekki pensli. Þetta er þriðja
einkasýning Evu Þóreyjar.

Eva Þórey um sig og málverkin:
„Ég er Akureyringur í húð og hár. Fædd og uppalin í fallegasta bæ norðan
Alpafjalla. Ég hef teiknað og málað frá því ég man eftir mér. Áhuginn
kviknaði svo um munaði í tímum hjá Einari Helgasyni myndlistarmanni og
kennara í Gagnfræðaskólanum á Ak.  Hann leyfði mér að fara ótroðnar
slóðir, hvatti mig og studdi. Það var ómetanlegt fyrir mig að kynnast
honum og sitja í tímum hjá honum. Ég hef sótt ýmis myndlistarnámskeið um
æfina og stundaði nám í frjálsri málun við Myndlistarskólann í Reykjavík
sl. vetur undir leiðsögn Sigtryggs Baldvinssonar og Birgis Snæbjörns
Birgissonar”.
Málverkasýning Evu Þóreyjar Haraldsdóttur stendur til 18. september og eru
allir velkomnir.

Nánari upplýsingar:
Eva Þórey Haraldsdóttir Eva.Thorey.Haraldsdottir@reykjavik.is
Mjólkurbúðin, Dagrún Matthíasdóttir dagrunm@snerpa.is s.8957173
Opið laugardaga og sunnudaga kl.14-17 meðan sýningar eru og einnig eftir
samkomulagi (8957173)


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband