Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
29.5.2011 | 23:49
Þorsteinn Gíslason sýnir í Populus Tremula
Laugardaginn 4. júní kl. 14:00 opnar myndistarmaðurinn Þorsteinn Steini Gíslason sýninguna Án titils í Populus Tremula.
Verkin á sýningunni eru olíumálverk sem listamaðurinn hefur unnið á síðustu þremur árum.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 5. júní kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Populus tremula
Listagili
Akureyri
26.5.2011 | 11:57
Heather Passmore sýnir í Populus Tremula
FORM LETTERS
HEATHER PASSMORE
myndlistarsýning
28. og 29. maí 2011
Laugardaginn 28. maí kl. 14:00 opnar kanadíska listakonan Heather Passmore sýninguna Form Letters í Populus Tremula.
Verkin á þessari sýningu eru unnin úr höfnunarbréfum sem Passmore hefur fengið á listferlinum og umbreytir í kraftmikil listaverk.
Listakonan dvelur í gestavinnustofu Gilfélagsins um þessar mundir og sýnir nú einnig verkið Knitting Mural á VeggVerk.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 29. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
25.5.2011 | 17:43
NEVER ENDING SKAGA í Mjólkurbúðinni og Boxi Sal Myndlistarfélagsins
Listagili á Akureyri
Never Ending Skaga eru tvær samsýningar sem opna í Listagilinu á
Akureyri, í Mjólkurbúðinni og í Boxi Sal Myndlistarfélagsins,
laugardaginn 28.maí kl.14.
Listamennirnir eru: Shane Finan frá Sligo á Írlandi, Dieter Wagner frá
Hamborg í Þýskalandi, Evelyn Rupschis frá Berlin og Candice Chu frá New
York en þau dveljast nú öll á gestavinnustofum á Nesi á vegum
listamiðstöðvarinnar á Skagaströnd.
Sýningarnar Never Ending Skaga eru aðeins þessa einu sýningarhelgi
28.-29.maí og opið á milli kl.14-17!!!
Shane Finan um sýninguna:
The title of the exhibition is a play on words with an Icelandic twinge.
"Never Ending Story" is an old book and film - this was converted to
"Never Ending Saga" to be an Icelandic twist, and finally we decided on
"Never Ending Skaga" - a never-ending peninsula. This is a paradox - a
peninsula cannot be never-ending. This title is matched by the works, the
endless creation process mixed with the paradoxical idea that creation is
endless (if it is endless then how do we ever finish a piece of art, or is
a piece of art ever really finished?).
All of the work was done during a residency at NES in Skagastrond by four
artists with four diverse backgrounds and ages ranging from early twenties
to mid-fifties. The work responds to living in the peninsula town. The
artists have made numerous references to how their color and form have
been influenced by the town and the surrounding countryside, intentionally
or unintentionally.
The creation of art is an unending cycle of change and development, with a
finite end only when the creation stops, which it can never do, even long
after an artist has passed away. This is the core idea behind "Never
Ending Skaga" - the paradox of art.
Nánari upplýsingar um listamenn má finna hér:
www.shanefinanart.webs.com www.ludwig-rupschus.de
www.cargocollective.com/candicecchu www.neslist.is
Sýningarnar eru opnar laugardag og sunnudag 28. - 29. maí kl. 14-17
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 17:53 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.5.2011 | 10:33
Hjördís Frímann sýnir í Populus Tremula
HJÖRDÍS FRÍMANN
FORTÍÐARÞRÁ ENDURUNNIN MÁLVERK
Laugardaginn 21. maí kl. 14:00 opnar Hjördís Frímann sýningu í Populus Tremula.
Hjördís er myndlistarmaður og leikskólakennari, fædd og búsett á Akureyri.
Á þessari sýningu eru fígúratíf málverk með fortíðarþrá, ásamt völdum köflum úr eldri verkum sem prentuð eru á striga.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 22. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
Listagili
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
13.5.2011 | 14:03
Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri um helgina
VORSÝNING 2011
Um helgina verður vegleg sýningu á verkum nemenda Myndlistaskólans á Akureyri. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.
Alls stunduðu sextíu nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og þrír brautskrást frá skólanum að þessu sinni.
Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana.
Opnunartími kl. 14:00 til 18:00 laugardag og sunnudag.
Í menningarhúsinu Hofi verða sýnd ljósmyndaverk útskriftarnema í Fagurlistadeild.
www.myndak.is
www.facebook.com/myndak
VORSÝNING 2011
Myndlistaskólinn á Akureyri
Opin helgina 13. - 16. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16
11.5.2011 | 20:56
Þátttaka í alþjóðlegu ljósmyndaverkefni með styrk
Participation in the project is open to young photography artists who correspond to the following criteria:
· nationals or residents of project countries: Latvia, Turkey, Iceland, Portugal
· 18 35 years old,
· are working in the genre of documentary photography, and have realized individual projects,
· are passionate about story-telling, and motivated to actively contribute to joint project output,
· are able and willing to work individually and as part of international team, and to support fellow participants,
· knowledge of English language is a must, ability to express yourself in English in writing is desirable.
The project participants must commit to:
· participation in the project for its entire duration, including kick-off and editing workshops and country presentations;
· organizing and carrying out, between September 2011 and April 2012, an artistic residency in one of the project countries (choice of country to be coordinated within the group, duration upon discretion of each participant);
· producing, by May 2012, an individual documentary photography project in framework of the European borderlines subject, which will combine the results of work in own country and the country of residency.
Timeline of project activities:
· April 2011: project launch and announcement of participants applications
· by beginning June 2011: selection of project participants
· 6-14 August 2011: project kick-off workshop Visual narratives European borderlines in Latvia, as part of International Summer School of Photography 2011 (www.issp.lv)
· August 2011 - May 2012: work on individual projects, artistic residencies
· May 2012: project editing workshop in Turkey, compiling the joint project output
· June 2012: producing multimedia presentation of project output and project publication
· June - October 2012 and beyond: presentations in participating countries and at European photography events.
The work on individual projects will be supervised by Vanessa Winship and George Georgiou, including on-line tutoring between the workshops. The participants will also receive regular mentoring and advise from local coordinators/tutors.
Benefits and costs:
- Participation in the project workshop at the International Summer School of Photography 2011 and editing workshop in Turkey is free of charge (including accommodation and meals).
- Travel costs to both workshops are partially reimbursed (the project budget will cover at least 60% of the travel costs and all necessary visa costs for Turkish participants).
- The participants will receive a fixed allowance of USD 405 to support the costs of their artistic production at home, and a fixed allowance to support the costs of residency in foreign country (EUR 875 on average, adjusted to cost of living).
- The participants are responsible for covering the rest of their travel costs and residency/production expenditures.
NB! The project team expects and encourages all the participants to actively help the fellow participants when visiting their country, including hosting them whenever possible.
To apply:
Submit an electronic Application form, including:
- A motivation statement (up to 1000 words) outlining your motivation for taking part in the project and an initial idea of the individual project you would like to implement if selected;
- Your artistic CV;
- A selection of 20 - 30 images (JPG format max size 300kb each) from 2-3 photography stories taken by you.
Application deadline: 20 May 2011, 24:00
More information and electronic application form: www.europeanborderlines.net
The applicants will be pre-selected by project partners, final decision made by project tutors Vanessa Winship and George Georgiou. Selected participants will be informed by the beginning of June 2011.
Contact information:
In case you have questions on the project and application process, please contact the partner organization in your country:
Latvia: office@issp.lv
Turkey: gapo@gapo.org
Portugal: info@maioclaro.org
Iceland: info@peturthomsen.is
Project Visual narratives: European borderlines
DURATION: April 2011 November 2012
The project will engage 12 young photography artists in a documentary exploration of four countries representing geographical borders of Europe: Latvia, Turkey, Iceland, Portugal. The result will be summarised in a joint visual narrative documentation of European borderlines. Twelve participants (3 from each country) will be selected to undertake personal projects documentary and personal studies of the borderlines in the duration of 9 months, followed by a joint editing workshop. The project work will include a residency at one of the other partner countries. The work will be guided and supervised by experienced documentary photographers Vanessa Winship and George Georgiou (UK). The final output will represent an exploration of differences and similarities, contrasts and likeness, frontiers and borderlines, both geographical and human a visual narrative of the countries and people standing on the edge of Europe.
OBJECTIVES AND AIMS:
- to contribute to education and discussion about contemporary photography in countries where quality photography education is almost non-existent or lacking in access;
- to try out a quality informal educational model in photography;
- to develop and promote young talents in photography;
- to establish a lasting cooperation between participating organisations;
- to create a high-quality visual output bringing attention to the countries on the EU periphery.
ACTIVITIES:
- a workshop Visual narratives: European borderlines as part of International Summer School of Photography 2011 (in Kuldīga, Latvia, August 2011);
- work on 12 individual projects (9 months, in own country + residency in one of the other), guided by tutors;
- editing workhop (in Turkey, May 2012);
- project presentations (possibly exhibitions) in Latvia, Turkey, Portugal, Iceland;
- project presentation at European photography festival/s.
OUTPUTS:
- initial exibition after 1st workshop in Ludza, as part of ISSP exhibition;
- active project blog;
- 12 individual documentary photography projects by participants;
- a joint visual multimedia presentation Visual narratives: European Borderlines, presented at events in participating countries and at international photography festival/s in Europe;
- (possibly) exhibitions in participating countries;
- project publication.
PROJECT PARTNERS:
The project will be implemented by five active photography organisations in four countries:
- Latvia: NGO ISSP (www.issp.lv),
- Turkey: Genis Aci Project Office - GAPO (www.gapo.org),
- Portugal: Maioclaro visual concepts (www.maicolaro.com),
- Iceland: Icelandic Contemporary Photography Association (http://icpa-photo.com), and Reykjavik Museum of Photography (http://www.ljosmyndasafnreykjavikur.is)
PROJECT TUTORS:
- Vanessa Winship (Agence VU - FR) http://www.vanessawinship.com
- George Georgiou (Panos pictures UK, Prospekt - IT) http://www.georgegeorgiou.net
FUNDING: The project is funded by cooperation grants from European Cultural Foundation (http://www.eurocult.org/) and Open Society Institute Arts and Culture Program (http://www.soros.org/initiatives/arts), and co-financed by the partners.
_____________
Pétur Thomsen
+354 899-8014
www.peturthomsen.is
www.camaraoscura.net
11.5.2011 | 15:33
Listasalur Mosfellsbæjar laus til umsóknar
Menningamálanefnd Mosfellsbæjar auglýsir eftir umsóknum um sýningahald
í Listasal Mosfellsbæjar á tímabilinu október 2011 - september 2012.
Óskað er eftir umsóknum um einka- og samsýningar.
Listasalur Mosfellsbæjar er fjölnota salur í Bókasafni Mosfellsbæjar
og er lánaður endurgjaldslaust til sýnenda.
Nánari upplýsingar má finna á vefsíðu Listasalar Mosfellsbæjar eða í
síma 566-6822.
Umsóknir skulu vera vandaðar berast fyrir 6. júní 2011.
Fylgja skulu með myndir af verkum, ferilskrá og greinargóð lýsing á
fyrirhugaðri sýningu.
Umsóknir sendist til:
Listasalur Mosfellsbæjar
Kjarna, Þverholti 2
270 Mosfellsbæ
Eða á email:
listasalur@mos.is
Kær kveðja
Gunnar Helgi Guðjónsson
9.5.2011 | 13:36
Haraldur Ingi sýnir í Populus tremula.
COD HEAD 7
HARALDUR INGI HARALDSSON
14.-15. maí
Laugardaginn 14. maí kl. 14:00 opnar Haraldur Ingi Haraldsson sýninguna COD HEAD 7 í Populus tremula.
Haraldur Ingi er myndlistarmaður og sagnfræðingur. Hann hefur haldið fjölda sýninga heima og erlendis og gefið út bækur og tímarit með myndlist, ljóðlist og sögum. Haraldur Ingi var fyrsti forstöðumaður Listasafnsins á Akureyri.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 15. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.
6.5.2011 | 15:31
Opnanir í Safnasafninu
Laugardaginn 7. maí kl. 14 verða opnaðar margar nýjar sýningar í Safnasafninu Svalbarðsströnd.
Þrenningarsjálfsmynd Sölva Helgasonar: Hreinlífur, Skírlífur, Dagbjartur. Þjóðminjasafn Íslands. Þjms. 8839
Ég er gull og gersemi,
gimsteinn elskuríkur.
Ég er djásn og dýrmæti,
Drottni sjálfum líkur.
Í Vestursal er sýning á myndverkum Sölva Helgasonar (1820 1895).
Sölvi Helgason, eða Sólon Íslandus eins og hann kallaði sig líka, er tvímælalaust einn af áhugaverðustu alþýðulistamönnum sem þjóðin hefur alið, heillandi utangarðsmaður í lífshlaupi sínu og listsköpun.
Flakkari, fræðimaður og listamaður, en líka kenjóttur sérvitringur sem fór á svig við mannanna lög og reglur. Hann ferðaðist um landið með allt sitt hafurtask á bakinu, samanbrjótanlegt borð, bækur og málunargræjur, gisti á bæjum og skildi stundum eftir blómaflúraða mynd í þakkarskyni.
Er sýningin á verkum Sölva unnin í samstarfi við Þjóðminjasafn Íslands sem geymir eitt stærsta safn mynda eftir Sölva, en einnig eru nokkur verk fengin frá Landsbókasafninu og Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.
Þessi sýning er þáttur í verkefninu Söfn í söfnum, þar sem verk úr safneign eins safns eru sýnd í öðru safni, til að varpa ljósi á menningarsöguleg tengsl safnanna.
Í Austursal er sýning á verkum Katrínar Jósepsdóttur, eða Kötu saumakonu, þær eru fengnar að láni frá Listasafni Akureyrar í tengslum við verkefnið Söfn í söfnum, en 2. júlí mun svo opna sýning Safnasafnsins í Listasafni Akureyrar.
Veggmynd máluð með blaðgrænu eftir Elsu Dórótheu Gísladóttur.
Í Svalbarðsstrandarstofu er innsetning Elsu Dórótheu Gísladóttur, en hennar sýning teygir sig út í gróðurreitinn við hlið Safnasafnsins, sem fagnar 100 ára afmæli í ár. Verk Elsu Dórótheu fjallar um gróður jarðar og lífsorkuna og er að hluta unnin með íbúum sveitarfélagsins og skólabörnum. Á opnunardaginn mun Elsa Dóróthea planta eplatrjám.
Í Norðursölum sýnir Hreinn Friðfinnsson innsetningu með bergkristöllum, steingervingum og sérstakri, syngjandi tíðniskál, Andrea Maack sýnir teikningar og Erla Þórarinsdóttir sýnir olíumálverk og granítskúlptúra.
Í Langasal sýnir Ragnhildur Stefánsdóttir innsetningu með verkum úr gifsi, gúmmíi og silíkoni, form sem byggja á líkama mannsins og líffærum.
Aðrir sýnendur eru Úlfar Sveinbjörnsson með útskorna fugla, Guðný Guðmundsdóttir með klippimyndir, Atli Viðar Engilbertsson með fólk úr pappa, Helgi Björnsson með tálgað fólk og húsdýr, Gloría López með útsaum, Björn Guðmundsson með útskorið og málað fólk, Hálfdán Ármann Björnsson með birkifólk og nemendur úr Hrafnagilsskóla sýna blómaskúlptúra undir áhrifum frá Sölva Helgasyni.
Í endurgerðri verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar verða sýndar hannyrðir eftir Jóhönnu Níelsdóttur og Jóhönnu Bjarnadóttur, en margt áhugaverðra muna leynist í hirslum verslunarinnar sem forvitnilegt er að skoða.
Að venju er svo sýning á skúlptúrum Ragnars Bjarnasonar, úrvali brúða úr Brúðusafninu og fjöldi annarra gripa úr safneign, í nýstárlegum myndheimum þar sem blandað er saman ólíkum hlutum úr fjölbreytilegum efnum svo úr verður ein heild.
Safnasafnið er opið daglega yfir sumarmánuðina frá 14 17, leiðsögn ef óskað er.
6.5.2011 | 11:57
Sýningin "Góðgæti" opnar í sal Myndlistarfélagsins
"Góðgæti" er sýning á verkum nemenda í Oddeyrarskóla á Akureyri sem verður opnuð laugardaginn kl. 14:00 í Sal Myndlistarfélagsins einnig verður þar listasmiðja fyrir börn.
í BOXI sýnir Aðalheiður S. Eysteinsdóttir lágmyndir.
Í glerskáp eru leikföng frá Leikfangasafninu Friðbjarnarhúsi.
ALLIR VELKOMNIR!