Bloggfærslur mánaðarins, maí 2011
Mjólkurbúðin Fjöllótt
Dagrún Matthíasdóttir opnar myndlistarsýninguna Fjöllótt laugardaginn 7.maí kl.14. Á sýningunni eru olíumálverk og vatnslitaskissur.
Dagrún Matthíasdóttir rekur Mjólkurbúðina sem er sýningarými í Listagilinu á Akureyri, í sama húsi og Listasafnið á Akureyri. Áður var hún annar eigenda DaLí Gallery á Akureyri og hefur verið virkur þáttakandi í sýningarhaldi, haldið einkasýningar og tekið þátt í hinum ýmsu samsýningum auk þess sem hún starfar í stjórn Myndlistarfélagins.
Sýningin Fjöllótt stendur til 22.maí og allir velkomnir
Mjólkurbúðin Listagili er opin:
Laugardaga og sunnudaga kl.14-17 meðan sýningar standa yfir. Hægt er að taka á móti hópum eftir samkomulagi þess utan.
Nánari upplýsingar:
Mjólkurbúðin Dagrún Matthíasdóttir s.8957173
dagrunm@snerpa.is
Þann 7. maí opnar Listasafnið á Akureyri sérstaklega spennandi sýningu sem er yfirlitssýning á verkum Kristínar Gunnlaugsdóttur. Undanfarið hefur Kristín leitað nýrra leiða til að opna myndheim sinn og í myndlist hennar hafa orðið róttækar breytingar. Hún hefur lagt olíumálverkið á hilluna, í bili að minnsta kosti, og snúið sér að útsaum á striga.
Kristín útskrifaðist úr Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1987 og fór þá beint í framhaldsnám til Ítalíu. Þar lærði hún m.a. íkonagerð í klaustri í Róm og stundaði nám í Ríkisakademíunni í Flórens árin 1988-1993. Kristín hefur síðustu 15 árin haldið margar einkasýningar og tekið þátt í mörgum sýningum, hér heima og erlendis. Hún hefur hlotið ýmsa styrki og viðurkenningar og hlotið nokkrum sinnum listamannalaun frá Menntamálaráðuneytinu, síðast árið 2009. Hún hefur verið valin bæjarlistamaður Akureyrar og einnig bæjarlistamaður Seltjarnarness 2008.
Eftir Kristínu má finna verk í eigu helstu listasafna landsins, opinberra stofnana, kirkna, m.a. sem altaristöflur og fjölda einstaklinga. Verk hennar hafa gegnum tíðina verið aðallega stór málverk á striga, eggtemperur á tré, íkonar og teikningar. Námsárin voru lituð af áherslum samtímalistar og minimalisminn var allsráðandi. Sunnar í álfunni kynntist Kristín ólíkum stefnum og hugmyndaheimur miðevrópskrar miðaldahefðar varð sá skóli sem hafði einna mest mótunaráhrif á hana. Djúpstæður áhugi á dýpt vitundarinnar hefur verið undirliggjandi tónn í verkum hennar, aðskilnaður mannsins við Guð, einsemd hans og leit.
Kristín var bæjarlistamaður Akureyrar 1996-1997. Hún hefur haldið fjölda sýninga og hlotið ýmsar viðurkenningar fyrir list sína. Kristín fæddist á Akureyri árið 1963 en býr nú og starfar á Seltjarnanesi.
Kaupvangsstræti 12 600 Akureyri Sími: +354 461 2610 GSM: +354 844 1555 |
2.5.2011 | 10:01
Ragnar Hólm sýnir vatnslitamyndir í Populus tremula
Laugardaginn 7. maí kl. 14:00 opnar Ragnar Hólm sýningu á nýjum vatnslitamyndum í Populus tremula. Meginstef myndanna er ljós og skuggar í náttúru Eyjafjarðar þótt leikurinn með ljósið berist víðar. Þetta er önnur einkasýning Ragnars.
Sýningin verður einnig opin sunnudaginn 8. maí kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.