Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2011

Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýningu í Mjólkurbúðinni í Listagilinu

kambur.jpg

urban_landscape.jpg

Gunnhildur Þórðardóttir opnar sýninguna Slóðir/Trails í Mjólkurbúðinni laugardaginn 9.apríl kl. 15.

Á sýningunni eru málverk, grafíkverk og skúlptúrar sem sækja sér innblástur í hin mismunandi ferðalög lífsins þar sem maðurinn skilur eftir sig spor og tengsl myndast við umhverfið á mismunandi stað og tíma. Listamaðurinn nálgast hugðarefnið meðal annars á persónulegan hátt með skírskotun í æskuslóðir sínar í Keflavík. Verkin kallast á en við nánari skoðun eru þau ólík enda gerð úr mismunandi efnivið.

Gunnhildur lauk BA (HONS) í listasögu og fagurlistum frá Listaháskólanum í Cambridge árið 2003 og MA í liststjórnun frá sama skóla árið 2006. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar nú síðast örsýninguna Hulduorka á Skörinni í Handverk og hönnun en áður hefur hún sýnt í sal Íslenskrar Grafíkur í Hafnarhúsinu, í Suðsuðvestur og í Danmörku og Englandi. Hún hefur tekið þátt í mörgum samsýningum bæði á Íslandi og erlendis m.a. í Norræna húsinu, Hafnarborg, Þjóðminjasafninu, galleríBOXi, samsýningum Íslenskrar Grafíkur í Þýskalandi og í Cambridge ásamt KIC Art listahópnum.

Gunnhildur starfaði með lista- og hönnunardúóinu Lúka Art & Design og hefur unnið lengi fyrir félagið Íslensk Grafík auk þess að vera meðlimur í SÍM.

Sýningin Slóðir stendur til 24.apríl og eru allir velkomnir.


Mjólkurbúðin Listagili er opin:


Fös. 15-17 og lau. - sun. 14-17 meðan sýningar standa yfir og eftir frekara samkomulagi.
 

Nánari upplýsingar veita:

Mjólkurbúðin – Dagrún Matthíasdóttir s.8957173


Gunnhildur Þórðardóttir s.8983419

http://lukaartdesign.is
http://www.umm.is/UMMIS/Listamenn/Listamadur/722
http://www.saatchi-gallery.co.uk



Starfslaun listamanna á Akureyri og heiðursviðurkenning Menningarsjóðs

1311_starfslaun_listamanna_dagskrain.jpg

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2011 til 31. maí 2012. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi sex mánaða laun. Einnig er auglýst eftir tillögum um það hver skuli hljóta heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs.

Markmiðið með starfslaunum listamanna er að sá sem þau hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.

Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk.

Einnig er auglýst eftir tillögum um það hver skuli hljóta heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs sem stjórn Akureyrarstofu veitir árlega til einstaklings eða hópa sem þykir/þykja hafa auðgað menningar- og félagslíf á Akureyri. Hver er þín tillaga að heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2011? Tillögur sendist í netfangið: heidursvidurkenning2011@akureyri.is.


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband