Starfslaun listamanna á Akureyri og heiðursviðurkenning Menningarsjóðs

1311_starfslaun_listamanna_dagskrain.jpg

Stjórn Akureyrarstofu auglýsir eftir umsóknum listamanna um starfslaun fyrir tímabilið 1. júní 2011 til 31. maí 2012. Starfslaunum verður úthlutað til eins listamanns og hlýtur viðkomandi sex mánaða laun. Einnig er auglýst eftir tillögum um það hver skuli hljóta heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs.

Markmiðið með starfslaunum listamanna er að sá sem þau hlýtur geti helgað sig betur listsköpun sinni eða einstökum verkefnum á vettvangi hennar á tímabilinu. Einungis listamenn sem eiga lögheimili á Akureyri koma til greina. Umsækjendur skili, ásamt umsókn, upplýsingum um listferil sinn og greinargóðum upplýsingum um hvernig starfslaunatíminn skal notaður.

Umsóknum skal skilað í þjónustuanddyri Ráðhússins að Geislagötu 9. Nánari upplýsingar veitir Hulda Sif Hermannsdóttir verkefnisstjóri viðburða og menningarmála hjá Akureyrarstofu í netfanginu huldasif@akureyri.is. Umsóknarfrestur er til og með 15. apríl nk.

Einnig er auglýst eftir tillögum um það hver skuli hljóta heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs sem stjórn Akureyrarstofu veitir árlega til einstaklings eða hópa sem þykir/þykja hafa auðgað menningar- og félagslíf á Akureyri. Hver er þín tillaga að heiðursviðurkenningu Menningarsjóðs árið 2011? Tillögur sendist í netfangið: heidursvidurkenning2011@akureyri.is.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Valdimar Samúelsson

Kæru Listamenn. Finnst ykkur þetta rétt að þjóðfélagið borgi ykkur kaup/ laun er kaup. Þetta er kallað mismunun á þegnum en það er engin ástæða fyrir þessari mismunun og ég myndi ætla að Þetta sé á móti stjórnarskránni. Ef hinsvegar það sé ekki svo þá er þetta nú bara réttlætin mál að ég sé ekki að borga þér kaup fyrir þína vinnu. Aðrir business menn reyna að lifa á sínum viðskiptur eða fá sér aukavinnu .  

Valdimar Samúelsson, 5.4.2011 kl. 14:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband