Bloggfærslur mánaðarins, maí 2010

Samúel Jóhannsson sýnir í Populus tremula

samuel-22_5_10-web.jpg

Laugardaginn 22. maí kl. 14:00 opnar Samúel Jóhannsson sýningu á akríl- og vatns­lita­verkum í Populus tremula.

Þetta er 26. einkasýning Samúels sem hefur einnig tekið þátt í fjölda samsýninga heima og erlendis á þeim þremur áratugum sem hann hefur unnið stöð­ugt að myndlist. Samúel vinnur myndverk sín með akríllitum, tússbleki, járni og lakki.

Sýningin verður opin alla hvítasunnuhelgina kl. 14:00-17:00. Aðeins þessi eina helgi.

Populus tremula er menningarsmiðja sem starfrækt er í Listagilinu á Akureyri miðju. Félagið var stofnað haustið 2004 og stendur fyrir fjölda listviðburða frá ágústlokum til maíloka ár hvert.


Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri laus til umsóknar fyrir 2011

gilid

Gestavinnustofa Gilfélagsins á Akureyri, umsóknarfrestur til 1. júní fyrir árið 2011.
Gestavinnustofan  er staðsett í Listagilinu á Akureyri og samanstendur af vinnuplássi og íverustað og er úthlutað til listamanna í einn til þrjá mánuði í senn.
Skoðið vefsíðuna til að fá nánari upplýsingar www.artistsstudio.blogspot.com og sækja umsóknareyðublað.

Guest-studio in Akureyri, Iceland.

Applications for 2011, deadline the 1st of June.
The AIR is located in the centre of Akureyri and you can apply for one –three months.
For further information please visit our web site www.artistsstudio.blogspot.com an there you will find application forms.
e-mail; studio.akureyri@gmail.com

Kveðjur/Regards,
Sigríður Ágústsdóttir


Gullkistan flytur

eyvindartunga-farm

 

Gullkistan, dvalarstaður fyrir skapandi fólk, er nú á öðru starfsári sínu.

1. júní n.k. flytur miðstöð Gullkistunnar í Eyvindartungu, sveitabýli rétt vestan við Laugarvatn.
Gestum býðst að dvelja í eins- eða tveggja manna herbergjum þar. Áfram verður boðið uppá gistingu í nýjum íbúðum á Laugarvatni.

Á sama tíma flytur vinnustofa Gullkistunnar í uppgert fjós í Eyvindartungu. Vinnustofan er þrískipt, samtals 110 f.m.


Nánari upplýsingar og myndir aðgengilegar á vefsíðu okkar og einnig er velkomið að hringja og fá nánari upplýsingar.

Hópar geta fengið húsið á leigu í heilu lagi ef það er laust.

Alda og Kristveig
892-4410 og 699-0700

GULLKISTAN, dvalarstaður fyrir skapandi fólk
GULLKISTAN, residency for creative people
Bjarkarbraut 6
860 Laugarvatn, Iceland
www.gullkistan.is
gullkistan@gullkistan.is


Maja Siska sýnir í Populus tremula

image_990211.jpg

RT10

Laugardaginn 15. maí kl. 14.00 opnar Maja Siska myndlistarsýningu í Populus tremula í Listagilinu á Akureyri. Sýningin stendur aðeins þessa einu helgi.

don´t disturb the order of my chaos said her father við vorum bara að stoppa við áður en ferðin byrjaði fyrir alvöru “two chicks and a truck” und los geht´s h. hatte angst vor bären, die zahnpasta musste im baum aufgehängt werden bears like toothpaste! in the stargazer tent horfir maður beint upp í himininn í gegnum flugnanet en á íslenskum fjöllum horfir maður kannski í snjókomu... stikurnar fylgja manni um landið stundum eru líka vörður in a straight line nearby where trains of horses used to travel long ago wenn sich ein pferd den oberschenkel ausrenkt langt frá byggð muss es erschossen werden hinir halda áfram á meðan j. bíður then he takes out his gun and shoots the horse hræið liggur ekki lengi það eru hrafnar og kannski tófan sem koma og hreinsa til eftir slysið... man fährt die ringstraße und hält an den tankstellen how about a touring guide of service stations of iceland? not michelin-stars en stikur fyrir gæði á frönskum kartöflum blönduós 3 stikur das ist die unterbrechung im rhythmus des autos auf der straße und manchmal kommt ein gitter brrrrmmm then you wake up again and he complains that you have missed the beauty of mývatn again ætlar þú ekki að sýna mér það nei þú sefur alltaf þegar við keyrum þar í gegn mývatn 0 stikur aber es muss ganz schön sein da

RT10 populus tremula akureyri 15.&16. maí kl. 14-17
maja siska www.skinnhufa.is


Vorsýning Myndlistaskólans á Akureyri frá fimtudegi til sunnudags

helgi.jpg


Þrítugasta og sjötta starfsári Myndlistaskólans á Akureyri lýkur með veglegri sýningu á verkum nemenda í húsnæði skólans. Sýnd verða verk nemenda fornámsdeildar, listhönnunar- og fagurlistadeildar. Þar gefur að líta sýnishorn af því helsta sem nemendur hafa verið að fást við í myndlist og hönnun á þessu skólaári.

Alls stunduðu sextíu og fjórir nemendur nám í dagdeildum skólans og af þeim munu tuttugu og átta brautskrást frá skólanum að þessu sinni.

Einnig verða sýnd verk eftir nemendur sem voru á barnanámskeiðum á vorönn. Allir eru hjartanlega velkomnir í Myndlistaskólann á Akureyri sýningardagana.

Opnunartími kl. 14:00 til 18:00 frá fimtudegi til sunnudags.
Heimasíða skólans: www.myndak.is


VORSÝNING 2010

Myndlistaskólinn á Akureyri.
Opin helgina 13. - 16. maí kl. 14:00 - 18:00
Sýningarstaður: Kaupvangsstræti 16

Kveðja úr Myndlistaskólanum á Akureyri,

Helgi Vilberg
Myndlistaskólinn á Akureyri
http://www.myndak.is


straumur / burðarás - oddvitar íslenskrar harðkjarnalistar og leyndardómur listasafnsins

Ivar-Brynjolfsson_Rettir2002-vefur-300x299

Sýningin í Listasafninu á Akureyri stendur í 3.722.400 sekúndur
eða frá 15. maí kl. 15 til 27. júní kl. 17.

Laugardaginn 15. maí kl. 15 verður sýningin Straumur/burðarás opnuð í Listasafninu á Akureyri. Myndlistarmennirnir sem verk eiga á henni eru Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guðmundsson. Sýningin, sem skartar í flestum tilvikum nýjum verkum eftir listamennina, fjallar öðrum þræði um naumhyggjuna og arfleið hennar á Íslandi í konseptlist og ljósmyndun og er hún hluti af Listahátíð í Reykjavík. Sýningarstjórar eru Hannes Sigurðsson og Birta Guðjónsdóttir, en í tengslum við sýninguna gefur safnið út lítið kver með sögulegri úttekt á naumhyggjunni eftir Hönnu Guðlaugu Guðmundsdóttur listfræðing.

Naumhyggja eða mínimalismi náði mikilli útbreiðslu í ólíkum listformum á sjöunda áratug tuttugustu aldar og hefur verið áberandi allt fram til dagsins í dag. Hið látlausa, hreina og ópersónulega skipaði stóran sess og hin knöppu form, stór eða smá að efni og gerð, urðu einkennandi stef í bragarhætti naumhyggjunnar. En þessi einfaldleiki er ávallt margbrotinn, listupplifun er á engan hátt fátæklegri í naumhugulli list.

Helstu kennismiðir naumhyggjunnar voru bandarískir listamenn, s.s. Donald Judd og Robert Morris, sem höfnuðu eldri fagurfræði og töldu að ofuráhersla á hið sjónræna og (frásagnarlegt) inntak verka hefði orðið of þýðingarmikið í myndlistarsögunni. Naumhyggjan felur í sér djúpstæða endurskoðun og skilgreiningu á hinu sjónræna og þar með listupplifun áhorfanda á myndlist. Módernisminn þótti „innhverfur“ og snúast of mikið um fagurfræði og snillinga. Svar naumhyggjunnar var að leggja áherslu á heildina og fá hin „nýju þrívíðu verk“ til að deila rýminu með áhorfandanum. En þrátt fyrir það virðist naumhyggjan og sú formhyggja sem þessir póstmódernistar aðhylltust vera beint framhald af módernismanum, ekki fullkomin andstæða hans eins og gjarnan er haldið fram.

Á Íslandi náði hugmyndalistin og naumhyggjan að festa sig í sessi hérlendis á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Myndlistarmennirnir Ingólfur Arnarsson, Ívar Brynjólfsson, Ívar Valgarðsson, Jón Laxdal Halldórsson og Kristján Guðmundsson eiga það sammerkt að vinna undir formerkjum naumhyggju og hugmyndalistar þrátt fyrir að vera á margan hátt nokkuð ólíkir listamenn. Fullyrða má að aldrei hafi sýning verið sett upp hérlendis undir merkjum naumhyggju á eins mínimalískan hátt og raun ber vitni; fá verk í konkret-ljóðrænni framsetningu minna engu að síður á hversu fyrirferðarmikil huglæg naumhyggja hefur verið í íslenskri myndlist síðustu áratugi.

Oft hefur verið gengið framhjá þeirri staðreynd að ljósmyndun átti stóran þátt í framgangi naumhyggju og hugmyndalistar á alþjóðlegum vettvangi. Á það ekki einungis við um myndlistarmenn, sem margir studdust við ljósmyndun, heldur fóru hinir eiginlegu ljósmyndarar að horfa öðrum augum á miðilinn. Hugmyndalegur skyldleiki kom í ljós þar sem greina má formfræðilegan kunningsskap með reglusniði naumhyggjunnar. En þrátt fyrir marga landvinninga ljósmyndalistarinnar innan myndlistar síðustu áratugi hafa landamærin oft á tíðum hvorki verið færð til né afmáð og mætti því frekar tala um jafnan búseturétt innan hinna ólíku miðla í myndlist. Tímahvörf í ljósmyndun urðu á áttunda og níunda áratugnum á Íslandi, eða um svipað leyti og naumhyggja og hugmyndalist urðu mjög ráðandi í íslenskri myndlist.

En að hve miklu leyti er birtingarmynd naumhyggjunnar annars vegar alþjóðleg og hins vegar þjóðleg? Hvað tengir hina ólíku íslensku „mínimalista“ í myndlistinni? Hversu mikil áhrif höfðu hugmyndir naumhyggjunnar eins og þær voru t.d. settar fram af Íslandsvininum Donald Judd? Hin margbrotna naumhyggja býður upp á margar og ólíkar skilgreiningar sem snerta allt í senn hið þjóðlega eða staðbundna, samfélagsgerð okkar og Ísland sem hluta af vestrænum menningarheimi, trúarbrögðum og jafnvel stjórnmálahugmyndum.

Nánar er fjallað um sýninguna á slóðinni http://www.listasafn.akureyri.is/syningar/2010/straumur/ þar sem einnig má nálgast bókina.

Nánari upplýsingar má fá hjá Hannesi Sigurðssyni, forstöðumanni safnsins, í síma 461-2610, eða á netfanginu listasafn@akureyri.is.

Helene Renard opnar sýninguna ENVELOPE í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins

box1_04

 

UMSLAG, sýning Helene Renard verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í BOXinu, litla sýningarsal Myndlistarfélagsins.

Sýningin opnar  15. maí og lýkur 6. júní. Hún er opin um helgar og Hvítasunnuhelgina frá kl.14.00 - 17.00.  Einnig opið fyrstu vikuna eftir opnun alla virka daga frá kl.16.00 - 18.00.  Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.


UMSLAG - ENVELOPE (Interior Space Enhancers)

Ferðin er hafin! Fyrsta boxið er komið til Jamaíka, New York. Box tvö lagði af stað í dag. Öðru efni sýningarinnar verður snotursamlega pakkað og ferðast með listamanninum, Helene Renard, með Icelandair, þriðjudaginn 11. maí.

Verkið snýst um hugtökin að brjóta saman/taka sundur og pakka niður/taka upp úr. Innstillingunni sem var sérstaklega gerð fyrir þetta rými, er ætlað að ýta undir þátttöku áhorfenda..

Einstakir hlutir í sýningunni sem eru gerðir úr felt og pappír, rannsaka það að brjóta saman og hlutverk þess í munstur- og kortagerð. Listamaðurinn kannar umbreytinguna úr tveimur víddum í þrjár og notar tækni úr ólíkum áttum, allt frá smíði til kortagerðar.

Eins og í fyrri verkum sínum, er innstillingu Helene ætlað að deila á  hugmyndina um list sem eitthvað til að horfa á en ekki snerta.  Áhorfandinn verður þáttakandi og notandi.  UMSLAG er hugleiðing um samband líkama og rýmis og  könnun á stærðum. Listaverk sem er ætlað að ferðast.

http://www.sabinedesignstudio.com/artwork.html

 

Gallerí Box, BOXið

Kaupvangstræti 

600 Akureyri

Opnun laugardaginn 15. maí kl 14.

15. maí - 6. júní 2010

 

ENVELOPE (Interior Space Enhancers)

The journey has begun! Box 1 has reached Jamaica, New York. Box 2 has departed today, and the rest of the assembly will be packed flat and travel with the artist, Helene Renard, via Icelandair on Tuesday, May 11th.

The conceptual focus of the work is Folding/Unfolding and Packing/Unpacking. The site-specific installation is meant to encourage engagement by the gallery visitor and participant.

Individual pieces, constructed of felt and paper, investigate the idea of the FOLD and its role in patternmaking and mapping. The artist explores transformations from 2 dimensions to 3 dimensional space, employing techniques used in different fields, from carpentry to cartography.

Printed images created using a monotype process introduce narrative and one type of scale to the work. Some of the pieces have been custom-made to fit into US Postal Service boxes. These containers, along with the pieces ferried by suitcase, carry with them the narrative of transport, of process, and of dialogue. This dynamic will change to display mode as pieces are placed in Gallery Box, a container of another scale.

As with her previous works, this installation is intended to challenge the art viewer’s notion of art as something to be looked at, but not touched. Here, the viewer becomes occupant, participant, and user. ENVELOPE provides invitations, directions, and other cues to encourage interaction with individual pieces. The work is a meditation on the relationship of the body to space, an exploration of scale, and of work that is tailored for travel.

For up-to-date images of work in progress, see:

http://www.sabinedesignstudio.com/artwork.html

 

 


Innlyksa, sýning Hlífar Ásgrímsdóttur verður opnuð laugardaginn 15. maí kl. 14.00 í BOXinu, stóra sýningarsal Myndlistarfélagsins

myndir_f_akureyri_002.jpg

 

Sýningin Innlyksa opnar  15. maí og lýkur 6. júní. Hún er opin um helgar og Hvítasunnuhelgina frá kl.14.00 - 17.00.  Einnig opið fyrstu vikuna eftir opnun alla virka daga frá kl.16.00 - 18.00.  Allir hjartanlega velkomnir og aðgangur ókeypis.

 

Síðustu ár hefur Hlíf Ásgrímsdóttir sýnt verk sem taka mið af sýningarými og umhverfi sýningastaða. Hlíf hefur kallað þær sýningar, Innivera, Innilokun, Innihorn, Innskot, Innviðir. Myndir teknar af sýningarými, málaðar eftir ljósmyndum en hversdagslegum hlutum bætt inn í rýmið, því hlutir yfirgefnir í rými minna ávalt á tilveru fólks. Á þessari sýningu, Innlyksa, hefur Hlíf sett inn í sýningarýmið og myndirnar rúlluplast sem alstaðar er hægt að finna í náttúrunni. Þá eru nokkrar vatnslitaðar ljósmyndir sem hún tók í Brekkunni á Akureyri þar sem greina má plast í þúfum og grasi. Það getur verið erfitt að koma auga á plastið því með tímanum veðrast það og tekur á sig liti sem sjá má í náttúrunni í kring. Í stóru vatnslitaverkunum lætur Hlíf plast verða innlyksa í ímynduðu rými. Innlyksa er skírskotun í að stöðvast eða teppast einhvers staðar. Engan langar til að við sem þjóð verðum innlyksa í brostnu samfélagi eða innilokuð af skömm og í ráðaleysi.

 

Hlíf Ásgrímsdóttir stundaði nám í Myndlista og handíðaskóla Íslands 1987-1991 og framhaldsnám við Listaakademíuna í Helsinki Finnlandi 1994-1996.

 

Hlíf Ásgrímsdóttir hefur haldið fjórtán einkasýningar og tekið þátt í þrjátíu samsýningum bæði hér heima og erlendis. 


Dansgjörningurinn “Sláturhús hjartans” í Verksmiðjunni á Hjalteyri

 anna_989515.jpg


 

Laugardaginn 15. maí n.k. verður frumfluttur dansgjörningurinn “Sláturhús hjartans” í listrými Verksmiðjunnar á Hjalteyri við Eyjafjörð. Sýningin hefst kl. 17:00.

Höfundar verksins eru Anna Richards dansgjörningalistakona og Sigurbjörg Eiðsdóttir myndlistakona.

Flytjandi verksins er Anna Richards en í verkinu koma fram, auk Önnu, Hallgrímur J. Ingvason tónlistamaður, Helga Rós Indriðadóttir sópransöngkona, Sigurður Hólm Sæmundsson björgunarsveitamaður og Karlakór Dalvíkur undir stjórn Guðmundar Óla Gunnarssonar. Sviðsstýra og ljósmóðir verksins er Lene Zachariassen.

Í verkinu er fjallað um ferðalag mannveru innan völundarhúss hjarta síns og þau átök  sem þar eiga sér stað og leiða hana í gegnum ferli ástríðna, uppgjafar, ótta, skilnings og umbreytinga.

Umgjörð verksins er unnin inn í rými gömlu síldarbræðslunnar á Hjalteyri og er áhorfendum frjálst að færa sig til í rýminu á meðan á flutningi verksins stendur því einnig er hægt að fylgjast með verkinu af annarri hæð hússins.

Tónlist í verkinu er að hluta frumsamin og flutt sem spunaverk þar sem dansari og tónlistarmenn spinna saman.

Rúta fer frá Listasafninu á Akureyri kl. 16:30

Enginn aðgangseyrir.

Kaffi Lísa á Hjalteyri er opið.

Verkið hlaut styrk frá Leiklistarráði Íslands og Menntamálaráðuneyti 2010 og frá Menningarráði Eyþings.

www.verksmidjan.blogspot.com

Nánari upplýsingar gefur Anna í síma 863 1696

http://www.facebook.com/pages/Verksmidjan-a-Hjalteyri/92671772828?ref=ts


Guðný Kristmannsdóttir opnar málverkasýningu í Jónas Viðar Gallery

auglysing_jv_gallery_gudny_krist_200_400.jpg

 

GULUR

Laugardaginn 15. maí opnar Guðný Kristmannsdóttir málverkasýningu í Jónas
Viðar Gallery Listagilinu á Akureyri

sýningin stendur til 19. júní og er opin á laugardögum 13-18 eða eftir
samkomulagi...


Tvíkynja frjóvgun hugmynda

Kveikja sköpunar

Í huga mér er sköpunin frumstæður kraftur, nátengdur hinni frumstæðu hvöt
að skapa líf. Löngunin til að skapa er alltaf undirliggjandi og skýst upp
á yfirborðið þegar hugað er að henni. Ég skynja hana fyrst sem ljúfa
tilfinningu sem kviknar í líkamanum, nautn eða þörf til að skapa. Löngun
til hverfa inn í sjálfa sig, inn í heim án takmarkana, nema minna eigin.

Að frjóvga hugmynd

Hugmynd er geld eða gagnslaus ef hún er ekki frjóvguð. Til að hugmynd nái
að frjóvgast þarf ég að lokka hana upp á yfirborðið, svo ég nái að skynja
hana. Vinna mín miðast að því að finna þá hugmynd sem hefur "bestu genin"
og frjóvga svo vonandi þá réttu. Hugmyndir mínar og hugsun eru "tvíkynja"
ef svo má að orði komast.

Kveikja hugmynda

Oft er sem hugmynd kvikni í líkamanum en ekki fyrir utan hann. Ég vinn
ekki úr hugmyndum mínum strax í huganum, heldur leyfi þeim að gerjast í
líkamanum fyrst. Finn hugmynd vakna og lokka hana fram úr þeirri frumstæðu
nautn sem hún er. Hugmyndir heimspekingsins Derrida um að hugsun og sköpun
geti aðeins farið fram í líkama konunnar og að þær séu beinlínis
kynferðislegar athafnir, þykja mér heillandi. Einnig þykir mér áhugavert
hvernig ást á visku fær Nietzsche til að fjalla um skrif sín. Hann talar
um huga sinn sem móðurlíf og tvíkynja líkama sem frjóvgi hugsunina. Það að
mannslíkaminn sé uppspretta hugsunar og skrifa, tengist hugmynd minni um
að sköpunin kvikni í líkamanum, þó ég hugsi mér sköpun fyrst og fremst sem
nautn, get ég einnig "speglað" mig í þeirri hugmynd Nietzsche að hugsanir
okkar fæðist með kvöl og pínu. Ef til vill er ást mín á sköpun og virðing
fyrir því viðkvæma ferli, sem sköpunarferlið er, það sem vekur löngun til
að skilgreina ferlið sjálft og forsendur þess, í verkum mínum.


Guðný Þórunn Kristmannsdóttir (f. 1965) lauk stúdentsprófi af
myndlistarbraut Fjölbrautaskólans í Breiðholti 1988 og stundaði síðan nám
við Myndlista- og handíðarskóla Íslands 1988-91 og brautskráðist þaðan úr
málaradeild. Skömmu síðar flutti hún til Akureyrar og hefur búið þar og
starfað síðan. Guðný heillaðist snemma af óhlutbundinni list og einbeitti
sér frá upphafi að stórum abstrakt olíumálverkum, sem einkennt hafa mestan
hluta ferils hennar. Síðari ár hafa verk hennar farið meira út fyrir mörk
óhlutbundinnar listar. Flest verk hennar eru gerð með olíu á striga en
einnig hefur hún gert blýantsteikningar og notað blandaða tækni á pappír.
Guðný hefur haldið bæði einkasýningar og tekið þátt í ýmsum samsýningum.
Hún var bæjarlistamaður Akureyrar 2009-2010.

Nánari upplýsingar má finna á heimasíðunni www.gudny.is

Guðný Kristmannsdóttir
Ránargötu 3
600 Akureyri
Gsm : 8631101
Heimasíða : www.gudny.is
Netfang: gudnyk@simnet.is


______________________________________________

Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband