Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2010
24.2.2010 | 21:55
Gústav Geir Bollason með sýningu og fyrirlestur í LHÍ
Frá Opna Listaháskólanum:
Hádegisfyrirlestur Gústavs Geirs Bollasonar við Opna Listaháskólann í
tilefni sýningarinnar Múgavél í Kubbnum, sýningarsal
myndlistardeildar LHÍ.
Mánudaginn 1. mars kl 12.30 heldur Gústav Geir Bollason
hádegisfyrirlestur við Opna Listaháskóla myndlistardeildar í
Laugarnesi. Sýning Gústavs Geirs, Múgavél, opnar í sýningarsal
Myndlistardeildar LHÍ, Kubbnum, föstudaginn 26. febrúar kl 17. Til
sýningarinnar bauð hann með sér myndlistarmönnunum Clementine Roy og
Þórarni Blöndal.
Auk þess að kynna eigin verk á fyrirlestrinum munu þeir Gústav Geir
og Þórarinn gera grein fyrir sameiginlegu verkefni sínu og annarra
aðstandenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri, mikilsvirks vettvangs
myndlistar, sem og annarra listviðburða norðan heiða, en Verksmiðjan
var stofnuð fyrir tveimur árum.
Sýningin Múgavél í Kubbnum í Laugarnesi stendur yfir til 19. mars og
er opin á skólatíma eða alla virka daga frá kl 9 16.
Fimmtudaginn 4. mars kl 12.30 verður boðið upp á hádegisleiðsögn
listamannsins um sýninguna Múgavél.
Allir velkomnir
12.2.2010 | 22:11
Pétur Gautur sýnir í Jónas Viðar Gallery
Laugardaginn 13. febrúar kl. 15 opnar Pétur Gautur málverkasýningu í Jónas
Viðar Gallery í Listagili á Akureyri. Sýningin verður opin á laugardögum til 7. mars
frá kl. 13-18 eða eftir samkomulagin við Jónas í s. 866-5021.
10.2.2010 | 21:36
Elizabeth Tubergen með opna gestavinnustofu Gilfélagsins
Gilfélagið kynnir:
Listamaður mánaðarins í gestavinnustofu Gilfélagsins er Elizabeth Tubergen frá Bandaríkjunum
Elizabeth verður með opna vinnustofu laugardaginn 13. febrúar kl. 15:00-17:00
Heimilisfangið er Kaupvangsstræti 23 (vestast við bílastæðið).
Hi!
I made a little card with some information and images of my work.
Best,
Elizabeth
--
What the water wants is hurricanes,
and sailboats to ride on its back.
What the water wants is sun kiss,
http://elizabethtubergen.blogspot.com
6.2.2010 | 09:17
Nemendur Listhönnunardeildar Myndlistaskólans á Akureyri sýna í Safnahúsinu á Húsavík
MENNINGARRÁÐ EYÞINGS - MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI
Sýning á minjagripum og nytjaverkum nemenda í SAFNAHÚSINU Á HÚSAVÍK
Að frumkvæði Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur, menningarfulltrúa Eyþings, var ákveðið að ráðast í átak, sem stuðlað gæti að atvinnu- og nýsköpun á starfssvæði Eyþings. Afraksturinn var verkefnið Þingeyskt og þjóðlegt samstarf verkefnahópanna, Þingeyskt handverk á Kópaskeri, Þjóðlegum arfi og Svartárkoti-menningu, náttúru/Kiðagili, Menningarmiðstöðvar Þingeyinga og Myndlistaskólans á Akureyri. Verkefnið snerist um að hanna minjagripi og þjóðlega vöru sem dragi fram sérstöðu svæðanna í Þingeyjarsýslu með tilvísun til gripa á Byggðarsafni N. Þingeyinga og til Útilegumanna sýningar í Kiðagili.
Stofnað var til samstarfs við Myndlistaskólann á Akureyri með það að markmiði að fá inn í verkefnið faglega þekkingu á sviði hönnunar og jafnframt gefa nemendum tækifæri til að vinna að raunverulegu verkefni og auka þekkingu þeirra á menningu svæðisins. Leitast var við að nýta þá fagþekkingu sem er á svæðinu og var Brynja Baldursdóttir hönnuður og myndlistamaður fengin til að hafa umsjón fyrir hönd Myndlistaskólans. Hún er búsett á Siglufirði.
Formleg kennsla í grafískri hönnun hófst við Myndlistaskólann á Akureyri árið 1992 en fram að því hafði aðeins verið kennd grafísk hönnun við Myndlista og handíðaskóla Íslands frá 1961. Sú kennsla hélt áfram við Listaháskóla Íslands sem var stofnaður árið 1998. Oft er rætt um íslenska hönnun sem nýtt fyrirbæri en þó hafa íslenskir hönnuðir verið starfandi allt frá þriðja áratugnum. Íslensk hönnun hefur fylgt þróun menningar í landinu sem byggði á grunni sveitamenningar sem hefur þróast í átt að alheimsvæðingu. Íslensk hönnun er orðin útflutningsvara í æ ríkara mæli og stendur jafnfætis því besta sem gerist erlendis á sviði hönnunar. Það er farið að gæta sterkrar þjóðernisvitundar og hönnuðir sækja sér í auknum mæli innblástur í gömul munstur og hefð í handverki. Þegar er komin skemmtileg reynsla á samstarf af þessu tagi sem er vænlegt til árangurs. Má þar nefna samstarfsverkefni LHÍ og Beint frá Býli og áfanga í Listaháskólanum að frumkvæði Lilju Pálmadóttur að byggja framsækna hönnun á gripum í vörslu Þjóðminjasafns Íslands. Það er skemmtileg viðbót að Myndlistaskólinn á Akureyri leggi sitt lóð á vogarskálarnar í vöruhönnun byggðri á þjóðlegum grunni og sérstöðu Þingeyjarsýslna. Útkoman er; fjölbreyttar hugmyndir sem eru vel til þess fallnar að fara í framleiðslu. Þetta samstarf styrkir samkeppnisstöðu og fjölbreytni í verðmætasköpun og bendir á vaxtarbrodda og möguleika svæðisins til nýsköpunar.
Sýningin er opin almenningi laugardaginn 6. febrúar 2010 kl. 13.00-17.00 og frá kl. 13.00-16.00 dagana 7. - 13. febrúar.
MENNINGARRÁÐ EYÞINGS - MYNDLISTASKÓLINN Á AKUREYRI
Vöruhönnun - Þingeyskt og þjóðlegt
Listhönnunardeild Myndlistaskólans á Akureyri - Grafísk hönnun Kennari: Brynja Baldursdóttir, hönnuður og myndlistarmaður
Sýnendur:
Berglind H Helgadóttir Dagrún Íris Sigmundsdóttir Heiða Erlingsdóttir Herdís Björk Þórðardóttir Helgi Vilberg Helgason Karen Lind Árnadóttir Sindri Smárason Unnur Jónsdóttir Bergný Sjöfn Sigurbjörnsdóttir Guðfinna Berg Stefánsdóttir Guðmundur Valur Viðarsson.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:27 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.2.2010 | 12:08
Aðkomumaður: fyrirlestur listnámsbrautar VMA í Ketilhúsinu
Guðrún Pálína er starfandi myndlistarmaður og kennari á Akureyri. Hún hefur um árabil starfrækt Gallerí+ í Brekkugötu 35 á Akureyri ásamt Joris Rademaker. Hún nam myndlist í Svíþjóð og Hollandi en hefur mestmegnis starfað á Akureyri síðan.
Í fyrirlestrinum verður fjallað um þróun listar hollenska myndlistarmannsins Joris Rademaker og þau áhrif sem flutningur til Íslands hafði á list hans. Fyrirlesturinn er í tengslum við yfirlitssýningu hans Aðkomumaður, sem nú stendur yfir í Listasafninu á Akureyri. Joris verður einnig viðstaddur og talar um hugmyndafræði verkanna og vinnuferlið.
Joris vinnur oftast verk sín í seríum og vinnur með mismunandi þema t.d. form púsluspils eða skapalón úr auglýsingum. Hann hefur einnig unnið með matvæli eins og hnetur, spaghetti og kartöflur. Einnig hefur hann notað fundna hluti og notað tannstöngla í sína skúlptúra. Oftast vinnur hann með andstæður ljóss og skugga. Hreyfingin og rýmið er aðal uppistaðan í verkum Joris, óháð efnismeðferð. Hann bæði málar myndir og býr til skúlptúra og innsetningar.
Fyrirlestrarnir eru skipulagðir af kennurum á listnámsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í samvinnu við Listasafnið á Akureyri og Menningarmiðstöðina í Grófargili.
2.2.2010 | 09:05
Samúel Jóhannsson sýnir á Café Karólínu
Samúel Jóhannsson
Andlitin mín
06.02.10 - 05.03.10
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Samúel Jóhannsson opnar sýninguna Andlitin mín á Café Karólínu laugardaginn 6. febrúar klukkan 15.
Samúel Jóhannsson (sajóh) er fæddur 29. ágúst 1946 á Akureyri. Hann vinnur myndverk sín með akríllitum, tússbleki, járni og lakki. Myndverkasýningar Samúels eru orðnar fjölmargar (yfir tuttugu einkasýningar auk fjölmargra samsýning hér heima og erlendis), nú síðast í GalleríBOXi, sal Myndlistarfélagsins. Sýningin á Karólínu er 25 einkasýningin.
Samúel sótti nokkur námskeið á unglingsárum, að öðru leiti er hann sjálfmenntaður og hefur sinnt myndlistinni stöðugt frá 1980. Heimasíða hans er http://samueljohannsson.wordpress.com
Meðfylgjandi mynd er af einu verka Samúels.
Nánari upplýsingar veitir Samúel í síma 8987326 eða tölvupósti: sajoh@akmennt.is
Sýningin stendur til föstudagsins 5. mars og allir eru velkomnir.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.03.10 - 02.04.10 Guðbjörg Ringsted
03.04.10 - 30.04.10 Kristján Pétur Sigurðsson
01.05.10 - 04.06.10 List án landamæra
05.06.10 - 02.07.10 Hanna Hlíf Bjarnadóttir
03.07.10 - 06.08.10 Hrefna Harðardóttir
07.08.10 - 03.09.10 Arnþrúður Dagsdóttir