Gústav Geir Bollason með sýningu og fyrirlestur í LHÍ

gustav.jpg

Frá Opna Listaháskólanum:

Hádegisfyrirlestur Gústavs Geirs Bollasonar við Opna Listaháskólann í  
tilefni sýningarinnar Múgavél í Kubbnum, sýningarsal  
myndlistardeildar LHÍ.

Mánudaginn 1. mars kl 12.30 heldur Gústav Geir Bollason  
hádegisfyrirlestur við Opna Listaháskóla myndlistardeildar í  
Laugarnesi. Sýning Gústavs Geirs, Múgavél,  opnar í sýningarsal  
Myndlistardeildar LHÍ,  Kubbnum, föstudaginn 26. febrúar kl 17. Til  
sýningarinnar bauð hann með sér myndlistarmönnunum Clementine Roy og  
Þórarni Blöndal.
Auk þess að kynna eigin verk á fyrirlestrinum munu þeir Gústav Geir  
og Þórarinn gera grein fyrir sameiginlegu verkefni sínu og annarra  
aðstandenda Verksmiðjunnar á Hjalteyri, mikilsvirks vettvangs  
myndlistar, sem og annarra listviðburða norðan heiða, en Verksmiðjan  
var stofnuð fyrir tveimur árum.
Sýningin Múgavél í Kubbnum í Laugarnesi stendur yfir til 19. mars og  
er opin á skólatíma eða alla virka daga frá kl 9 – 16.

Fimmtudaginn 4. mars kl 12.30  verður boðið upp á hádegisleiðsögn  
listamannsins um sýninguna Múgavél.

Allir velkomnir


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband