ÆVI Í ULL: fyrirlestur og sýning


ÆVI Í ULL

 

Einstakt tækifæri til að kynnast ullarvinnslu og -framleiðslu á öldinni sem leið.

 

Kristinn Arnþórsson, ullarfræðingur, flytur fyrirlestur um ull og ullarframleiðslu á öldinni sem leið á Amtsbókasafninu á Akureyri, laugardaginn 9. janúar klukkan 14:00.

 

Um leið verður opnuð á Amtsbókasafninu sýning Iðnaðarsafnsins um ull og ullarframleiðslu á síðustu öld. Sýningin verður opin til 31. janúar.

 

Ævi Kristins er ofin í ull allt frá því hann lék sér við verksmiðjulækinn sem barn þar til hann lét af störfum sem ullarfræðingur. Eftir nám í Englandi hóf Kristinn störf við Gefjun þar sem hann hafði m.a. með höndum að blanda saman ullarhárum sauðkindanna til að búa til “sauðalitina” í ullargarni sem enn er notað í dag. Ennfremur hönnun á mynstri værðarvoða og margt fleira sem lítur að vinnslu og hönnun á ullarvörum. M.a. á Kristinn stóran þátt í hönnun á þeim varningi sem seldur var í vöruskiptum við Rússland og taldi milljónir af ullarvörum.

 

Fyrirlesturinn og sýningin eru á vegum Iðnaðarsafnsins á Akureyri með dyggum stuðningi Menningarráðs Eyþings.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband