Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

Sýning Hlyns Hallssonar í Gallerí Víð8ttu601 sett upp aftur og framlengd

esb_hlynur.jpg

Gallerí Víð8tta601

Hlynur Hallsson

Landnám - Ansiedlung - Settlement

16.05. - 23.08. 2009

Verkið sem Hlynur Hallsson setti upp í Gallerí Víð8ttu hefur verið stolið í tvígang en vegna þrjósku listamannsins og sýningarstjóranna hefur það verið sett upp í þriðja skipti og sýningin verið framlengd um mánuð.

Litla Skerið í Tjörninni sem myndaðist þegar Drottningarbraut var lögð árið nítjánhundruð sjötíu og eitthvað er ónumið land. Tunglið var það einnig einu sinni og Norðurpóllinn og Suðurpóllinn líka. Hver verður fyrstur til að stíga á þetta Sker litið persónulegt skref en um leið stórt skref fyrir mannkynið? Ekki Bandaríki Norður Ameríku heldur auðvitað Evrópusambandið. Hið nýja heimsveldi er mætt á staðinn. Þar hefur verið settur upp fáni ESB, sannkallaður landnemafáni.

Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann stundaði myndlistarnám á Akureyri, í Reykjavík, Hannover, Hamborg og í Düsseldorf. Hann hefur verið iðinn við að setja upp sýningar og síðastliðið haust setti hann upp nokkurskonar yfirlitssýningu á verkum sínum í Nýlistasafninu og í A-sal Hafnarhúss Listasafns Reykjavíkur ásamt verslunum, veitingastöðum og þjónustufyrirtækjum í Miðborginni setti hann upp verkið ÚT/INN.
Hlynur hlaut verðlaun Kunstverein Hannover 1997, verðlaun ungra myndlistarmanna í Neðra-Saxlandi 2001 og verðlaun Sparda Bank árið 2006. Hann hefur hlotið starfslaun myndlistarmanna og var bæjarlistarmaður Akureyrar árið 2005. Hlynur vinnur með aðstæður, texta, innsetningar, ljósmyndir, gjörninga og hvað eina, allt eftir því sem hentar í hverju tilfelli. Hversdagslegir atburðir eins og sundferðir, snjóhúsbygging eða verslunarleiðangur geta verið efniviður í verkum hans en einnig landmæri, samskipti fólks og viðhorf okkar. Nánari upplýsingar um Hlyn og verk hans er að finna á heimsíðunni www.hallsson.de

Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason hafa starfrækt Gallerí Víð8ttu601 frá árinu 2007. Sýningarnar í Hólmanum í tjörninni í Innbænum á Akureyri munu halda áfram fram á næsta ár og þá taka aðrir sýningarstaðir við.

Sýningin hjá Gallerí Víð8ttu601 hefur verið framlengd til 23. ágúst 2009 og vonandi fær fáninn að vera í friði svo lengi. Nánari upplýsingar um Gallerí Við8ttu601 veita Anna Bryndís Sigurðardóttir og Þorsteinn Gíslason í 435 0033 eða 8461314 og í tölvupósti: vid8tta(hjá)simnet.is
Nánari upplýsingar um verkið veitir Hlynur í síma 6594744 og í tölvupósti: hlynur(hjá)gmx.net


Muggur og Ferðasjóður Muggs auglýsa eftir umsóknum

Umsóknarfrestur er til 25. ágúst 2009, póststimpill gildir.
 
Auglýst er eftir umsóknum til dvalar erlendis vegna:
   * myndlistarsýningar
   * vinnustofudvalar / þátttöku í verkstæði
   * annars myndlistarverkefnis
 
Sömu skilyrði gilda um Ferðasjóð Muggs og Mugg,  auk þess eru skilyrði um að verkefnið sé sýnilegt og að það geti að mati sjóðsstjórnar styrkt ímynd Reykjavíkur sem uppsprettu fyrir öflugt og framsækið myndlistarlíf.
 
Þeir sem þegar hafa fengið úthlutað styrk úr dvalarsjóði Muggs annars vegar og ferðasjóði Muggs hins vegar þurfa að skila greinagerð áður en sótt er um aftur.
___________________
 
Hér með er auglýst eftir umsóknum vegna verkefna sem hefjast á tímabilinu
1. október til 2009 til 31. mars 2010.  Úthlutun verður lokið 15. september 2009.
 
Til að geta fengið úthlutun úr dvalarsjóði Muggs og/eða Ferðasjóði Muggs þarf umsækjandi að vera fullgildur (skuldlaus) félagi í SÍM og leggja fram tilskilin gögn er staðfesti boð um þátttöku í myndlistarviðburði eða úthlutun á aðstöðu til vinnu við myndlist. Ekki er veitt fé vegna dvalar í vinnustofum þegar fullir dvalarstyrkir fylgja úthlutun.
Vinsamlega athugið að dvalarstyrkir og ferðastyrkir eru eingöngu veittir til einstaklinga. Ferðastyrkir eru veittir í formi flugmiða, ekki peninga, ekki er hægt að endurgreiða keypta miða.

Athugið að hægt er að sækja um báða styrkina samtímis, en á sitthvoru eyðublaðinu.
 
Umsóknum skal fylgja ítarleg og greinargóð lýsing á verkefninu, upplýsingar um sýningu, sýningarstað, vinnustofusetur, verkstæði, ráðstefnu eða annað það sem við á hverju sinni. Einnig skal fylgja staðfesting ábyrgðarmanns verkefnisins í því landi sem það fer fram í, þ.e. sýningarstjóra, safnstjóra, galleríeiganda, forstöðumanns vinnustofuseturs, verkstæðis eða annars, allt eftir eðli verkefnisins. Dagsetningar verkefnisins verða að koma fram.
 
Styrkþegar undirgangast skuldbindingar gagnvart sjóðunum samkvæmt sérstökum samningum sem gerðir verða í kjölfar úthlutunar og kveður m.a. á um að styrkþegum beri að skila stuttri greinargerð um notkun styrksins.
 
Mikilvægt er að hafa umsóknina vandaða, skýra og hnitmiðaða. Lesa reglur og leiðbeiningar vel.  Sækja þarf um á sér eyðublaði fyrir hvorn sjóð.
 
Umsóknareyðublöð, stofnskrár beggja sjóðanna og reglur um úthlutun er að finna á heimasíðu SÍM, www.sim.is
undir Hagnýtt. Frekari upplýsingar um Mugg eru einnig veittar á skrifstofu SÍM, sim@simnet.is, s. 551 1346
 
Umsóknum skal skilað til skrifstofu SÍM fyrir 25. ágúst 2009, póststimpill gildir. Úthlutað verður úr báðum sjóðunum samtímis.


Þrjár nýjar sýningar í Safnasafninu

Þriðjudaginn 21. júlí voru opnaðar 3 sýningar á efri hæð í
Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Í framrými eru hljóðdempandi málverk eftir
Kristján Guðmundsson, í miðrými innsetning með borðbúnaði eftir Söru Riel og
í innrými myndbandsverk um dáleidda konu í rauðu herbergi eftir Sigurð
Guðmundsson.


Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna í Verksmiðjunni á Hjalteyri

leikhus.jpg

Verksmiðjan á Hjalteyri

Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna

Eftir Steinunni Knútsdóttur

Áhugaleikhús atvinnumanna

Sunnudaginn 26. júlí 2009 kl. 22:00
www.verksmidjan.blogspot.com

Sunnudaginn 26. júlí flytur Áhugaleikhús atvinnumanna sjónleikinn ,,Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna"  eftir Steinunni Knútsdóttur

Sýningin hefst kl. 22.00 og er verkið um það bil klukkustund í flutningi.
Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir.

(Sjónleikurinn) Ódauðlegt verk um samhengi hlutanna
Eftir Steinunni Knútsdóttur
Verkið er hluti af fimmverka röð ódauðlegra leikverka um hegðun og eðli mannsins og er annað í röðinni. Verkin eru rannsókn á áráttuhegðun mannkyns og ófullkomleika. Þau feta sig inn í augnablikið þar sem maðurinn stendur berskjaldaður frammi fyrir guði og viðurkennir vanmátt sinn. Verkin leita að sársaukanum sem býr djúpt inní sálu mannsins og leitast við að skilja hann. Fyrsta verkið í kvintólógíunni var Ódauðlegt verk um stjórn og stjórnleysi og var sýnt við góðan orðstír í Klink og Bank listasamsteypunni vorið 2005 en þriðja verkið er í smíðum og verður frumsýnt í september á LOKAL, alþjóðlegri leiklistahátíð í Reykjavík í september.

Áhugaleikhús atvinnumanna er hópur áhugafólks um frelsi til óháðrar listsköpunar í leiklist. Áhugaleikhús atvinnumanna hefur áhuga á leiklist sem talar til sinna áhorfenda án þess að verða meðvirk. Áhugleikhús atvinnumanna lítur á leiksýningar sínar sem vettvang til að velta áleitnum spurningum fyrir sér þó ekki sé langt í kímni og kæruleysi. Engir peningar renna í gegnum Áhugaleikhús atvinnumanna og er ókeypis er inn á leiksýningar leikhússins.

Höfundur og leikstjóri verksins er Steinunn Knútsdóttir um útlit sér Ilmur Stefánsdóttir en leikarar sýningarinnar eru:

Aðalbjörg Árnadóttir
Árni Pétur Guðjónsson
Hera Eiríksdóttir
Jórunn Sigurðardóttir
Lára Sveinsdóttir
Magnús Guðmundsson
Ólöf Ingólfsdóttir/Steinunn Knútsdóttir
Sveinn Ólafur Gunnarsson


Nánari upplýsingar veitir Steinunn Knútsdóttir í síma 6624805 steinunn_knutsdottir@hotmail.com

Menningarráð Eyþings, Norðurorka og Ásprent styrkja Verksmiðjuna á Hjalteyri.
Að auki styrkir Slippurinn á Akureyri þessa sýningu.


Gestavinnustofa í Finnlandi laus til umsóknar

7150ffe57b


ARTISTS' RESIDENCY SUMU

Arte Association's Artists' Residency SUMU offers one- to three-month
residencies in 2010 to new media artists, working in the intersection of new
technologies and contemporary art.

The residence is located in Turku, in the Southwestern coast of Finland. Artists
are provided with free accommodation and studio, and a possibility of exhibiting
their work either in Sumu?s studio which is adjoined to Arte?s gallery
Titanik, or on Sumu?s website. The artists must fund all their living
expenses including food and transportation. Arte can help the artists with
material costs up to 200 euros depending on the application.

More information: http://www.arte.fi/sumu/sumu_main.html


APPLICATION REQUIREMENTS

Please prepare an individual submission, including:
-project plan (short, clear & realistic, max one page)
-short artists? statement (max one page)
-CV (max one page)
-DVD / CD including a maximum of 10 minutes worth of samples in PC
format
-samples of recent work as print-outs (3 - 5 pieces)

The submissions will not be returned. E-mail or internet applications are not
accepted, only submissions sent by mail are processed. Deadline 30th of
September is a postmark date.

The proposal can also include an exhibition either in the studio space or on our
website at the end of the residency.

Deadline September 30th, 2009 (postmark).

Session dates: From July 11th to December 31st, 2010.


********************************************************************************

NOTE! OBS!
We will invite 2-4 artists for 1 or 2 months residency periods from the Nordic
countries in addition to our normal residencies during 2010. This Nordic
program is sponsored by KulturKontakt Nord. Artists, who were born or live in
the Nordic countries, can send us their applications and project plans for
whole year of 2010 by 30th September 2009. The stipend includes accommodation,
work space, daily allowance, material money and travelling costs within
reasonable limits. See the application requirements above.

********************************************************************************


For further information please visit our website, www.arte.fi or Res Artis
website, www.resartis.org, or contact:

Please send your completed submission by mail to:
Gallery Titanik / Sumu
Itäinen Rantakatu 8
20700 Turku
Finland


Paula Väinämö
Residencies Coordinator, Arte
tel. +358 2 2338 372
sumu@arte.fi


Verkefnastyrkir og ferða- og menntunarstyrkir Myndstefs 2009

myndstef_logo

Myndstef auglýsir eftir umsóknum um verkefnastyrki og ferða- og menntunarstyrki á vegum samtakanna. 
Rétt til þess að sækja um verkefnastyrki hafa allir myndhöfundar.
Rétt til að sækja um ferða- og menntunarstyrki hafa allir félagsmenn Myndstefs.

Sérstök umsóknareyðublöð eru á vef samtakanna www.myndstef.is og þar eru einnig nánar skilgreind þau atriði sem þurfa að koma fram í umsókninni ásamt reglum um úthlutun styrkjanna.  Umsóknarfrestur rennur út 21. ágúst 2009. Umsóknir sem berast eftir þann tíma fá ekki afgreiðslu. Tekið skal fram að póststimpill gildir á innsendum umsóknum.

Umsóknir skulu berast til skrifstofu Myndstefs, Hafnarstræti 16, p.o.box 1187, 121 Reykjavík fyrir ofangreindan tíma.
Vakin er athygli á að þeir sem sent hafa inn umsóknir um styrki fyrir birtingu þessarar auglýsingar verða að endurnýja þær umsóknir.

Allar nánari upplýsingar gefa Þórhildur Laufey Sigurðardóttir og Kristín Magnúsdóttir á opnunartíma skrifstofunnar: kl: 10:00 – 14:00 alla virka daga. Einnig er hægt að senda fyrirspurnir á netfangið myndstef@myndstef.is

Stjórn Myndstefs.

Umsóknarfrestur um Gestavinnustofu Skaftfells er til 1. ágúst

Skaftfell - miðstöð myndlistar á Austurlandi
auglýsir eftir umsóknum um gestavinnustofu Skaftfells fyrir árið 2010.

Umsóknarfrestur er 1. ágúst, póststimpill gildir.

Frekari upplýsingar og umsóknareiðublað má finna á skaftfell.is

Sendið umsóknareiðublað með viðeigandi fylgigögnum á:
Skaftfell, miðstöð myndlistar á Austurlandi
Austurvegi 42
710 Seyðisfirði

ATH. EKKI ER TEKIÐ VIÐ UMSÓKNUM Í TÖLVUPÓSTI


Georg Óskar og Margeir Dire sýna á Eiðum

g_ms_dali_14_03_09.jpg

Georg Óskar og Margeir Dire Sigurðsson eru með verk til sýnis í veitingarsalnum
á Eiðum. Hafa þeir félagar báðir lokið námi við Myndlistarskólann á Akureyri, sýning þessi á Eiðum er samansett af nýkláraðri sýningu Georgs Óskars á Karólínu "Lollipopp" og sýningunni GÓMS sem var á Dalí í vetur. Þar voru sameiginleg verk eftir Margeir Sigurðsson & Georg Óskar.
Opið er frá 07:30-23:00. Allir velkomnir.


Þrjár nýjar sýningar opnaðar í Safnasafninu á sunnudag

SAFNASAFNIÐ - ALÞÝÐULIST ÍSLANDS

Safnasafnið á Svalbarðsströnd í Eyjafirði kynnir þrjár nýjar sýningar á Íslenska safnadeginum 12. júlí. Í  Austursal er sýning á verkum í eigu Aðalsteins Ingólfssonar listfræðings frá Burkina Faso, Benin, Ghana, Kamerún, Kongó, Mósambik, Nígeríu, Suður Afríku, Tansaníu og Togo. Í bókastofu eru keramikbollar eftir Elísabetu Haraldsdóttur á Hvanneyri, og í Langasal samstarfsverkefnið Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd III, með fuglahræðum eftir Sigurlínu Jóhönnu Jóhannesdóttur á Kópaskeri og tískuteikningum eftir grunnskólabörnin á Raufarhöfn undir leiðsögn Þóru Soffíu Gylfadóttur, sú sýning er styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik. í safninu eru að auki 12 sýningar, bæði úti og inni, og standa þær allar til 6. september
Á Íslenska safnadeginum er frítt inn í Safnasafnið, en aðra daga er 500 kr. inngangseyrir, frítt fyrir börn innan fermingar, og opið daglega frá kl. 10.00-18.00. Nánari upplýsingar á safnasafnid.is og safngeymsla@simnet.is


Myndlist og ljóð í Stólnum á laugardag

Opnuð verður sýning á myndlist Hönnu Pálsdóttur í Stólnum, Kaupvangsstræti 21, laugardaginn 11. júlí klukkan 14:00. Við það tækifæri lesa Hjörtur Pálsson og Þráinn Karlsson úr verkum Jóns Bjarman.  Allir velkomnir.

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband