Bloggfćrslur mánađarins, júlí 2009
31.7.2009 | 20:07
Guđrún Hadda Bjarnadóttir opnar sýningu í Gallerí Haughúsi
Svalbarđsströnd, laugardaginn 1. ágúst kl. 14.
Um sýninguna:
Arfur
Ömmur mínar gáfu mér nöfnin sín, ţćr gáfu mér einnig arfinn sem ţćr fengu frá ömmum sínum.
Ég hef lengi veriđ stolt af ţví ađ bera ţessi nöfn og er ţakklát fyrir arfinn.
Áriđ 2003 var samsýning í Lystigarđinum á Akureyri og vann ég ţar verk út frá balderuđu mynstri er formćđur okkar gerđu á búninga sína. Ţetta mynstur hef ég síđan unniđ međ áfram og útfćrt í vefnađ og málverk.
Sýningin opnar laugardaginn 1. ágúst 2009 kl 15.00 í Haughúsinu á Ţóristöđum og er opin alla daga frá 14.00-18.00 til ágústloka. http://www.hotelnatur.com (gengiđ inn í gegnum veitingastofu)
Og er hún hluti af viđburđarröđ Mardallar VITIĐ ŢÉR ENN - EĐA HVAĐ?
http://www.mardoll.blog.is
Sýningin opnar á laugardaginn 1. ágúst 2009 kl 15.00 í Haughúsinu á Ţóristöđum og er opin alla daga frá 14.00-18.00 og út ágústmánuđ. http://www.hotelnatur.com
Ókeypis ađgangur og allir velkomnir.
31.7.2009 | 18:54
Myndlistarsýning á Siglufirđi, 1. - 3. ágúst
Laugardaginn 1. ágúst nćstkomandi kl 13:00 verđur myndlistasýningin
Lífsmörk - Útmörk opnuđ í Sýningarsal Ráđhúss Siglufjarđar.
Ţađ mun kenna ýmissa grasa á sýningunni, videoinnsetning, klippimyndir, myndbandsverk, teikningar, postulínskúlptúrar, málverk og ljósmyndir. Umfjöllunarefni ţeirra er af ýmsum toga, sterkar konur,
sjálfsímynd, endurvinnsla, líkt og ólíkt gildismat kynslóđa, gremja og efniskennd.
Lífsmörk - Útmörk er sjálfstćtt framhald af sýningunni Lífsmörk sem haldin var samhliđa LungA hátíđinni 16. - 20. júlí.
Alls sjö listamenn taka ţátt í sýningunni.
Listamennirnir hafa allir unniđ saman áđur, til dćmis sýndu ţau öll saman í verkefninu Flökkukindur á ţessu ári sem gekk út á ađ fylla auđ rými í miđborginni.
Listamennirnir eru :
Bergţór Morthens, Gunnar Helgi Guđjónsson, Harpa Dögg Kjartansdóttir, Hugsteypan (Ingunn Fjóla Ingţórsdóttir og Ţórdís Jóhannesdóttir), Kristjana Rós Oddsdóttir Guđjohnsen og Ólöf Dómhildur Jóhannsdóttir.
Myndlistarmennirnir hafa lokiđ námi úr myndlistadeild Listaháskóla Íslands og Myndlistarskólans á Akureyri.
Sýningin er öllum opin og ađgangur ókeypis
31.7.2009 | 13:20
Ađalsteinn Vestmann opnar í Jónas Viđar Gallery
Opnun á sýningu Ađalsteins Vestmanns í Jónas Viđar Gallery, laugardaginn 1. ágúst kl. 15. Allir velkomnir.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:21 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)
31.7.2009 | 00:36
Sex listamenn opna í Deiglunni
yfirskriftinni "Sex sýna". "Hver er kynlćgur munur á túlkun, er hćgt ađ tala
um kyntúlkun. Ţađ er talađ endalaust um ađ viđ sjáum, skiljum og gerum hluti
eftir ţví hvers kyns viđ erum. En gerum viđ ţađ? Hvernig sér
myndlistamađur/-kona ţetta eđa hitt? ER í raun kynlćgur munur á túlkun?
Sýnendur eru ţrír karlmenn og ţrjár konur: Ása Óla, Dagrún Matthíasdóttir,
Sigurlín M. Grétarsdóttir, Margeir Sigurđsson, Ólafur Sveinsson og Trausti
dagsson.
31.7.2009 | 00:22
“Náttúra og mannlíf” og "Vökudraumar" í Ketilhúsinu
Ţćr Halldóra og Guđrún sýna saman á ýmsum stöđum innanlands og utan. Fyrr í sumar á Ísafirđi og nú sem innlegg í Listasumar á Akureyri.
Guđrún sýnir persónur sem ţverskurđ af mannlífinu, mótađar í leir, en Halldóra sýnir gróđur jarđar međ olíu á striga.
Val verkanna er undir handleiđslu Ađalsteins Ingólfssonar, en Björn G. Björnsson sýningarhönnuđur hefur yfirumsjón međ uppsetningu.
Laugardaginn 1. ágúst kl. 14 opnar María Sigríđur Jónsdóttir sýninguna "Vökudraumar" á svölunum í Ketilhúsinu. María er fćdd á Akureyri og stundađi nám í Flórens á Ítalíu 1994-1998, ţar sem hún hefur búiđ síđan. "Hin mildu hughrif verka Maríu líđa ljúflega áfram. Skínandi björt og fíngerđ hćgja ţau á tímans rás og bjóđa áhorfandanum í friđsćla heiđríka ferđ ţar sem fjallagyđjur, blóm, föll og fuglar hvetja okkur til ađ líta heiminn nýju ljósi... Og viđ stöldrum viđ til ađ virđa fyrir okkur verk hennar og finna nýjan lífstakt vökudraumanna", skrifar Francesca Marini, listfrćđingur um verk Maríu.
29.7.2009 | 01:30
Ţórgunnur Oddsdóttir opnar sýningu á Café Karólínu
Ţórgunnur Oddsdóttir
Íslensk landafrćđi
01.08.09 - 04.09.09
Café Karólína // Kaupvangsstrćti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Ţórgunnur Oddsdóttir opnar sýninguna íslensk landafrćđi á Café Karólínu laugardaginn 1. ágúst klukkan 15.
Ţórgunnur er Eyfirđingur, fćdd áriđ 1981. Hún stundar nám viđ Listaháskóla Íslands og hefur međfram námi starfađ sem blađamađur og pistlahöfundur á Fréttablađinu og nú síđast sem fréttamađur á RÚV.
Sýningin Íslensk landafrćđi er óđur til gömlu landslagsmálaranna sem lögđu grunn ađ íslenskri myndlistarsögu og áttu međ verkum sínum ţátt í ađ vekja ţjóđerniskennd í brjóstum landsmanna. Fjalliđ upphafna er á sínum stađ, líkt og í verkum meistaranna, en ţetta eru hvorki Hekla né Herđubreiđ heldur óárennilegir fjallgarđar sniđnir eftir línuritum yfir gengisţróun, úrvalsvísitölu, verđbólgu og tap. Landslagiđ sem tekiđ hefur viđ.
Nám
2007 - Listaháskóli Íslands, myndlistardeild
2006 Kunstskolen Spektrum, Kaupmannahöfn
2003 2006 Háskóli Íslands, BA-próf í íslensku og fjölmiđlafrćđi
2002 2003 Myndlistarskólinn á Akureyri, fornámsdeild
1997 2001 Menntaskólinn á Akureyri, stúdentspróf
Međfylgjandi mynd er af einu verka Ţórgunnar.
Nánari upplýsingar veitir Ţórgunnur í síma 820 8188 eđa tölvupósti: thorgunnur.odds@gmail.com
Nćstu sýningar á Café Karólínu:
05.09.09 - 02.10.09 Ólöf Björg Björnsdóttir
03.10.09 - 06.11.09 Bryndís Kondrup
07.11.09 - 04.12.09 Bergţór Morthens
05.12.09 - 01.01.10 Sveinbjörg Ásgeirsdóttir
Umsjónarmađur sýninganna er Hlynur Hallsson
28.7.2009 | 09:29
Stofnendur Verksmiđjunnar á Hjalteyri opna sýningu
Laugardaginn 1. ágúst kl. 15.00 opnar sýningin Kvörn í Verksmiđjunni á Hjalteyri.
Á sýningunni eru verk eftir stofnendur Verksmiđjunnar og einn gest.
Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir, Arnar Ómarsson, Arna Valsdóttir, A.P.E. , Clémentine Roy, Gústav Geir Bollason, Hlynur Hallsson, Jón Laxdal, Jóna Hlíf Halldórsdóttir, Knut Eckstein, Lene Zachariassen, Véronique Legros, Ţórarinn Blöndal.
Átök um yfirráđin standa enn... Á sama tíma og endurmatiđ á gildum samfélagsins og menningarinnar fer fram í rústum gjaldţrota hlutaveltunnar, bćđi andlega og efnislega.
Hlutir sem viđ sjáum í rými sem geymir ţá, geta ţeir tilheyrt okkur á okkar stađ, ef ađ einhver annar beinir samtímis athygli sinni ađ ţeim og gerir ţannig tilkall til ţeirra? Ţetta megum viđ oft reyna međvitađ/ómeđvitađ viđ margvíslegar ađstćđur, en ekki er gott ađ átta sig á ţví af hverju samkeppni ćtti ađ skapast á milli ţeirra sem líta sömu hlutina augum. Ţađ ber ţó gjarnan viđ ţegar mat á gildi ţeirra og merkingu bćtist viđ, sem tekur til ţess hćfileika ađ sundurgreina og fella dóma um gildiđ. Um gildi hvers sem vera skal og ţar međ hefst oft ójöfn ađgreining ţess sem telst skipta einhverju máli. Ţađ kann ađ vera einhver lausn á ţessari togstreitu ţegar viđ náum ađ beina augum okkar ađ raunveruleikanum eins og hann er. Ţađ ađ takast sameiginlega á viđ hindranir, ekki eingöngu viđ ađ sjá ţennan raunveruleika, heldur skynja ţađ sem er handan auđkenndra forsenda hans (ţess sem blasir viđ). Viđ ţurfum ţví ađ öđlast einhvern sameiginlegan skilning á ţví hvernig viđ hugsum og metum gildi hlutanna. Til ţess ţarf einhvern einn hvarfpunkt sem leyfir ađ út frá honum byggist upp sameiginlegt perspektív. Ţađ má jafnframt taka međ í reikninginn og minnast ţá allra ţeirra óbugandi huglćgu viđhorfa, tilfinninga, skynjana, hugsana og framsetninga sem hvert okkar, sem af sjálfu sér, veit, hefur og ţarf ađ fást viđ međ eigin dómgreind, og um leiđ, mati á öllu ţví sem einhverju kann ađ varđa.
Hvernig er best ađ finna ţennan hvarfpunkt? Hann gćti leitt aftur til grundvallaratriđa og orđiđ upphaf endurmats. Í bókstaflegri merkingu er hugmyndin sú ađ finna upp hjóliđ ađ nýju.
Um ţessar mundir eru liđin tvö ár síđan hópurinn lagđi af stađ međ fyrirćtlanir um blómlegt menningarlíf í gömlu Verksmiđjunni á Hjalteyri.
Ekki verđur annađ sagt en vel hafi tekist til og listáhugafólk veriđ duglegt ađ leggja leiđ sína á fjölbreytilega viđburđi.
Verksmiđjan hefur öđlast nýtt líf í hugum fólks og möguleikarnir óendanlegir.
Sýningin stendur til 22. ágúst og er opin um helgar frá kl. 14.00 - 17.00.
www.verksmidjan.blogspot.com
Menningarráđ Eyţings, Norđurorka, Kaldi og Ásprent styrkja Verksmiđjuna á Hjalteyri.
Húni II siglir kl. 13:00 frá Torfunefsbryggju á Akureyri á opnun í Verksmiđjunni á Hjalteyri.
Nánari upplýsingar gefur Hlynur Hallsson í síma 659 4744 eđa Gústav Geir Bollason í síma 461 1450
KVÖRN
Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir
Arnar Ómarsson
Arna Valsdóttir
A.P.E.
Clémentine Roy
Gústav Geir Bollason
Hlynur Hallsson
Jón Laxdal
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
Knut Eckstein
Lene Zachariassen
Véronique Legros
Ţórarinn Blöndal
1. 22. ágúst 2009
Opnun laugardaginn 1. ágúst kl. 15
Opiđ um helgar frá kl. 14 - 17
www.verksmidjan.blogspot.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:11 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (1)
27.7.2009 | 23:48
Knut Eckstein opnar í Gallerí + sunnudaginn 2. ágúst
Opnun sýningar Knut Eckstein í Gallerí +, Brekkugötu 35 á Akureyri er frestađ um einn dag. Opnunin verđur ţví sunnudaginn 2. ágúst kl. 15 í stađ 1. ágúst eins og auglýst er í Listasumarsbćklingnum. Sýningin nefnist "Sommer of Love" og stendur til og međ 9. ágúst, opiđ daglega frá kl. 14-17.
Knut Eckstein er starfandi listamađur í Berlín og er ţetta önnur sýning hans í Gallerí+.
27.7.2009 | 11:07
List án landamćra, Norrćn ráđstefna 28. september 2009
Sýnileiki, réttindi og ţátttaka
NORRĆN RÁĐSTEFNA
28. september 2009
Ráđstefnan er haldin á vegum Listar án landamćra, sem er árlegur viđburđur ţar sem lögđ er áhersla á samvinnu fólks međ fötlun og almennings í gegnum listir og menningarstarf, í ţeim tilgangi ađ efla vitund og skilning á milli einstaklinga sem búa ađ ólíkri getu til athafna, til hagsbóta fyrir samfélagiđ í heild.
Ađstandendur Listar án landamćra eru Landssamtökin Ţroskahjálp, Öryrkjabandalag Íslands, Fjölmennt, Átak félag fólks međ ţroskahömlun og Hitt húsiđ.
Ráđstefnan er skipulögđ í samráđi viđ Norrćnu nefndina um málefni fólks međ fötlun, menntamálaráđuneytiđ, og međ stuđningi Norrćnu ráđherranefndarinnar og Norrćna menningarsjóđsins. Ráđstefnan er hluti af dagskrá formennskuáćtlunar Íslands, sem gegnir formennsku í norrćnu ráđherranefndinni áriđ 2009.
Á ráđstefnunni verđur m.a fjallađ um:
· Sýnileika og kynningu fatlađra í fjölmiđlum og menningu í norrćnum löndum.
· Mikilvćgi 30. greinar samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fólks međ fötlun (Ţátttaka í menningarlífi, tómstunda-, frístunda- og íţróttastarfi).
· Gildi Listar án landamćra og annarrar menningarstarfsemi sem fyrirmynda fyrir grasrótar-hreyfingar og ţátttöku fólks međ fötlun í listum og menningarstarfi, sem hćgt vćri ađ nýta svćđisbundiđ eđa á landsvísu í öđrum norrćnum löndum.
Ráđstefnan fer fram á Grand Hótel í Reykjavík 28. september 2009.
Ráđstefnan er opin almenningi og allir eru velkomnir en ćtti sérstaklega ađ höfđa til samtaka fatlađra á Norđurlöndunum, frćđimanna, ţeirra er vinna ađ málefnum fólks međ fötlun og stjórnenda á sviđi lista- og menningarmála.
Ekkert ţátttökugjald er á ráđstefnunni, en ţátttakendur ţurfa ađ skrá sig. Ţađ má gera međ ţví ađ slá inn ţessa slóđ hér fyrir neđan. Í skráningunni má einnig skrá sig í hádegismat og á leiksýningu Dissimilis í Borgarleikhúsinu.
Skráning:
http://www.eventure-online.com/eventure/welcome.do?type=participant&congress=69_9028&page=index
DAGSKRÁ
Ráđstefnustjóri:
Ţuríđur Backmann, alţingismađur og formađur Norrćnu nefndarinnar um málefni fatlađra
9:00 I. UPPHAF RÁĐSTEFNUNNAR
Gestir bođnir velkomnir
Ţuríđur Backmann, ráđstefnustjóri
Opnunarávarp
Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráđherra
Upphafsorđ
Tone Mřrk, stjórnandi Norrćnu Velferđarmiđstöđvarinnar, Stokkhólmi
9:30 II. SÝNILEIKI FÓLKS MEĐ FÖTLUN
Samspiliđ milli fjölmiđla, menningarlífs og stjórnmála
Lars Grip, blađamađur, Stokkhólmi
Rannsóknir á sýnileika í sćnskum fjölmiđlum,
međ áherslu á almannaţjónustu
Karin Ljuslinder, prófessor viđ háskólann í Umeĺ í Svíţjóđ
10:20 10:40 KAFFIHLÉ
Birtingarmynd fötlunar í norrćnum kvikmyndum - endurskođun
Friederike A. Hesselman, rithöfundur
Hinn ósýnilegi minnihluti
Sigrún Stefánsdóttir, dagskrárstjóri útvarps hjá Ríkisútvarpinu (RÚV)
Stillt á stađnađar ímyndir? Sýnileiki fatlađra í fjölmiđlum
Pallborđsumrćđur: Lars Grip, Karin Ljuslinder, Friederike A. Hesselman og
Ingólfur Margeirsson
12:10 13:10 HÁDEGISHLÉ
13:10 III. SAMNINGUR SAMEINUĐU ŢJÓĐANNA UM RÉTTINDI
FÓLKS MEĐ FÖTLUN
30. grein samnings Sameinuđu ţjóđanna um réttindi fólks međ fötlun
Guđmundur Magnússon, varaformađur Öryrkjabandalags Íslands og
fulltrúi í nefnd sem undirbýr stađfestingu Íslands á samningnum
Mikilvćgi menningarstarfs í nútímaţjóđfélagi
Karitas H. Gunnarsdóttir, skrifstofustjóri menningarmála,
menntamálaráđuneytinu
13:40 IV. LIST ÁN LANDAMĆRA OG ÖNNUR DĆMI
Framkvćmd og ţróun Listar án landamćra
Margrét M. Norđdahl, framkvćmdastýra hátíđarinnar
Ţátttakendur og reynslusögur
Flytjendur verđa kynntir síđar
14:30 14:50 KAFFIHLÉ
Upphaf og hugmyndafrćđi Listar án landamćra Eitthvađ fyrir ađra?
Friđrik Sigurđsson, framkvćmdastjóri Ţroskahjálpar
Dissimilis: Frá eldhúsborđinu til Óperuhússins
Kai Zahl, stofnandi Dissimilis í Noregi
Hver eru nćstu skref fram á viđ?
Pallborđsumrćđur: Guđmundur Magnússon, Friđrik Sigurđsson, Kai Zahl
16:00 V. RÁĐSTEFNULOK
Hugleiđing: Hinn fullkomni mađur: Stađa fatlađra í menningunni
Ármann Jakobsson, dósent viđ Háskóla Íslands
Samanatekt og lokaorđ
Ţuríđur Backmann, alţingismađur og
formađur Norrćnu nefndarinnar um málefni fatlađra
- Ţau erindi sem fram fara á erlendu máli verđa ţýdd af rittúlkum á íslensku.
KVÖLD DAGSKRÁ
Gestum ráđstefnunnar sem og öđrum er bođiđ á stóra sviđ Borgarleikhúsiđ ađ kvöldi 28.september, kl.20:00.
Ţá mun norski hópurinn Dissimilis sýna verkiđ ´´Árstíđirnar fjórar´´ og íslenskir leikhópar sýna einnig verk sín. Hćgt er ađ skrá sig á sýninguna ţar sem skráning á ráđstefnuna fer fram ( sjá ađ ofan).
Um Dissimilis:
Fyrir u.ţ.b. 30 árum sat Kai Zahl, fađir ţroskahefts ung manns, og átti erfitt međ ađ sćtta sig viđ ađ stćrsti draumur sonar hans um ađ spila á hljóđfćri og spila í hljómsveit gćti ekki orđiđ ađ veruleika ţví ađ sonurinn gat ekki lesiđ nótur. Kai tók ađ hanna einfalt nótnakerfi međ litum sem gerđi syni hans kleift ađ lćra ađ spila á hljóđfćri og 1981 var fyrsta hljómsveit hans stofnuđ. Ţetta var upphafiđ ađ Dissimilis.
Nćstu árin fóru fleiri ađ ćfa međ Dissimilis og áriđ 1987 skrifađi Kai Zahl söngleik fyrir hópinn. Fyrsta sýning ţeirra var sýnd fyrir fullu húsi í Hljómleikahöllinni í Osló. Ţetta var í fyrsta skipti sem eingöngu ţroskaheftir einstaklingar komu fram á sýningu í Osló og olli hún afgerandi hugarfarsbreytingu sýningargesta. Áfram var haldiđ nćstu árin, hljómsveitirnar urđu fleiri og fjölbreyttari og danshópar og kórar bćttust viđ. Dissimilishópar spruttu upp í fleiri landshlutum í Noregi og síđan í fjarlćgum heimshornum. Hópar voru stofnađir á Kúbu, Sri Lanka, Rússlandi og í fleiri löndum og ţessi hópar uxu og döfnuđu. Í dag eru um 800 međlimir í Dissimilis í Noregi og um 2500 í öđrum löndum.
Um verkiđ:
Árstíđirnar fjórar er verk leikiđ af 22 nemendum Dissimilis.
Ţau bjóđa okkur í ferđalag um árstíđirnar fjórar og fjölbreytileika ţeirra.
Frekari upplýsingar um Dissimilis má sjá á síđu ţeirra:
List án landamćra:
www.listanlandamaera.blog.is og listanlandamaera@gmail.com
25.7.2009 | 09:14
Myndlistarmenn - Rithöfundar - Tónlistarmenn
Menningarmálanefnd Hveragerđisbćjar auglýsir eftir umsóknum um dvöl í húsinu Varmahlíđ í Hveragerđi. Íbúđarhúsiđ er búiđ öllum húsgögnum og tćkjum og Hveragerđisbćr mun greiđa kostnađ vegna rafmagns og hita. Gestalistamenn fá endurgjaldslaus afnot af húsinu. Engin vinnustofa fylgir húsnćđinu.
Óskađ er eftir ţví ađ í skriflegum umsóknum, sem senda á til menningarmálanefndar Hveragerđisbćjar, Sunnumörk 2, 810 Hveragerđi, komi fram ćskilegt dvalartímabil og ađ hverju listamađurinn hyggst vinna međan á dvölinni stendur.
Úthlutun dvalartímabila mun fara fram í september og mun vera úthlutađ frá október 2009.
Allar frekari upplýsingar svo og umsóknareyđublöđ fást á skrifstofum Sambands íslenskra myndlistarmanna, Hafnarstrćti 16, sími 551 1346, Rithöfundasambands Íslands, Gunnarshúsi, Dyngjuvegi 8, sími 568 3190 og Félagi íslenskra Hljómlistamanna, Rauđagerđi 27, sími 588-8255. Einnig er hćgt ađ leita upplýsinga hjá menningar- og frístundafulltrúa Hveragerđisbćjar í síma 483 4000.
Umsóknareyđublöđ er hćgt ađ nálgast á heimasíđu Hveragerđisbćjar www.hveragerdi.is
Umsóknarfrestur er til 1. september n.k.
Menningarmálanefnd Hveragerđisbćjar