Bloggfærslur mánaðarins, september 2008
D9 JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR
LAUGARDAGINN 27. SEPTEMBER KL. 16:00
Næstkomandi laugardag hefst annar hluti sýningaraðar D-salar Hafnarhússins með sýningu Jónu Hlífar Halldórsdóttur.
Fyrsta hluta sýningaraðarinnar lauk í maí síðastliðnum en þá höfðu átta listamenn kynnt verk sín í salnum. D-sýningaröðinni er ætlað að efla unga og efnilega listamenn og gefa þeim tækifæri til að kynna verk sín á einkasýningu í opinberu safni. Fyrri sýningaröðinni lauk með útgáfu sýningarskrár með verkum sýnendanna auk þess sem Listasafn Reykjavíkur stóð fyrir málþingi um stöðu yngri
listamanna í samtímanum.
JÓNA HLÍF HALLDÓRSDÓTTIR
Í innsetningum sínum vinnur Jóna Hlíf með skúlptúra, myndbönd, málverk og texta en innsetning hennar í D-salnum nefnist Plenty of Nothing. Jóna Hlíf er fædd í Reykjavík 1978 og lauk diploma prófi árið 2005 og MFA árið 2007 frá Glasgow School of Art. Hún er sýningarstjóri VeggVerk og Gallerí Ráðhús og hefur rekið GalleriBOX á Akureyri frá árinu 2005.
Sýningarstjóri er Yean Fee Quay.
Sýningin verður opnuð á sama tíma og ID-LAB, sem áður hefur verið kynnt, og stendur til 9. nóvember.
23.9.2008 | 09:30
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir sýnir í nýju Galleríi, M3 á Glerártorgi
Aðalheiður S. Eysteinsdóttir opnaði sýningu/innsetningu í Gallerí M3 á Glerártorgi föstudaginn 19. sept.
Aðalheiður er fædd og uppalin á Siglufirði en fluttist til Akureyrar og bjó þar í 20 ár. Hún hefur fengist við myndlist síðan 1993, sett upp fjölda einkasýninga í 14 löndum og tekið þátt í samsýningum, listasmiðjum og Dieter Roth Akademíunni. Aðalheiður hefur starfað við ýmislegt tengt listum og hlotið tvívegis starfslaun frá ríki og bæ. Var þátttakandi í uppbyggingu Listagilsins á Akureyri og er í stjórn Myndlistafélagsins og Verksmiðjunnar á Hjalteyri. Undanfarin fjögur ár hefur Aðalheiður búið og starfað í Freyjulundi 601, Akureyri. www.freyjulundur.is
Sýningin er sú þriðja sýning af fimmtíu sem Aðalheiður setur upp víða um heim á næstu fimm árum. Sýningarnar eru allar undir yfirskriftinni Réttardagur og fjalla á fjölbreyttan hátt um þá menningu sem skapast hefur í kringum íslensku sauðkindina. Hver sýning tekur mið af rýminu sem í boði er og verður öðrum listamönnum eða aðilum sem fjalla um sauðkindina, boðin þátttaka. Einnig eru bókaðar sýningar á næsta ári í Hollandi, Þýskalandi og Afríku.
Gallerí M3 er sett saman úr einingum sem framleiddar eru af Montana fyrirtækinu og er gjöf Peters J. Lassens forstjóra og aðaleiganda danska húsgagnafyrirtækisins og Eyjólfs Pálssonar eiganda húsgagnaverslunarinnar Epal til Akureyrarbæjar. Montana einingarnar voru hannaðar og framleiddar í þeim tilgangi að fá listamenn til að raða þeim saman og skapa með þeim innsetningar og er Ólafur Elíasson td. einn þeirra sem hefur unnið með einingarnar. Árið 2005 vann Finnur Arnar myndlistarmaður verkið "Stígur" sem sýnt var í versluninni Epal. Það verk var gefið Akureyrarbæ en síðan ákveðið að setja einingarnar, sem upphaflega voru hluti af verki Finns, saman en leyfa fleiri listamönnum að vinna inn í þær sín myndlistarverk.
Gallerí M3 verður staðsett á Glerártorgi um hríð en rýmið er hinsvegar þess eðlis að auðvelt er að flytja það milli staða.
Það er mikill heiður fyrir bæinn að þiggja slíka gjöf en þess má geta að Lassen hefur í þrjú ár veitt verðlaunafé í flokki hönnunar í Íslensku Sjónlistaverðlaununum.
Meðfylgjandi er mynd af verki Aðalheiðar Eysteinsdóttur sem verður inni í Gallerí M3
22.9.2008 | 11:28
Anna McCarthy og Heimir Björgúlfsson sýna í GalleríBOXi
Laugardaginn 20. September opnuðu Anna McCarthy og Heimir Björgúlfsson opna sýningar sínar í GalleríBOXi.
Sýning Önnu McCarthy ber heitið ,,Where have all the heroes gone?". Hún er gestalistamaður Gilfélagsins, bresk að uppruna en starfar og býr í bæði München og Glasgow.
Sýning Heimis Björgúlfssonar ber heitið ,,Silfur er að tala". Hann hefur sýnt víða í Evrópu en býr og starfar nú í Los Angeles, Kaliforníu.
Sýningar í GalleríBOXi eru opnar Laugardaga og Sunnudaga, frá 14:00 til 17:00.
19.9.2008 | 11:50
Arna Valsdóttir opnar sýningu í Kunstraum Wohnraum á sunnudag
ARNA VALSDÓTTIR
BROT ÚR VERKUM
21.09. - 14.12.2008
Opnun sunnudaginn 21. september 2008, klukkan 11-13
Opið samkvæmt samkomulagi
KUNSTRAUM WOHNRAUM
Hlynur Hallsson Kristín Kjartansdóttir
Ásabyggð 2 IS-600 Akureyri +354 4623744 hlynur(hjá)gmx.net www.hallsson.de
Sunnudaginn 21. september 2008 klukkan 11-13 opnar Arna Valsdóttir sýninguna Brot úr verkum í Kunstraum Wohnraum á Akureyri. Hún sýnir að þessu sinni vídeómálverk, kyrrmyndir úr hreyfimyndum og innsetningum, teikningar, ljósmyndir og fleiri brot úr fyrri verkum.
Arna er fædd á Akureyri 1963 og nam myndlist við grafíkdeild MHÍ og lauk framhaldsnámi frá fjöltæknideild Jan van Eyck Academie í Maastricht árið 1989. Á þeim tíma fór hún að gera tilraunir með það að tengja saman fleiri þætti í myndlistinni og vann gjarnan verk þar sem saman fór hljóð, rými, mynd og hreyfing.
Arna hefur tekið þátt í fjölda samsýninga og unnið einkasýningar þar sem hún vinnur verk beint inn í það rými sem hún velur hverju sinni.
Hún hefur meðal annars sett upp gagnvirk innsetningarverk í Garðskagavita, í Austurbæ, í Hafnarfjarðarleikhúsinu,í Nýlistasafninu, Í kjallara Kirsuberjatrésins, í Populus Tremula, í Ketilhúsinu, í Epal og nú síðast í Verksmiðjunni á Hjalteyri.
Arna hefur einnig sett verk sín upp á ráðstefnum um skólamál, í leikskólum, grunnskólum, framhaldsskólum og í Háskólanum á Akureyri.
Sýninguna í Kunstraum Wohnraum hugsar hún sem einskonar yfirlitssýningu þar sem litið er yfir farinn veg og það skoðað sem hennar fyrri sýningar hafa skilið eftir sig.
Nánari upplýsingar um verk Örnu Valsdóttur er að finna á http://www.arnavals.net
Meðfylgjandi mynd er af verki sem Arna setti upp á opnunarsýningu Verksmiðjunnar á Hjalteyri.
Kunstraum Wohnraum hefur verið starfrækt frá árinu 1994, fyrst í Hannover og nú á Akureyri. Það er til húsa á heimili Hlyns Hallssonar og Kristínar Kjartansdóttur í Ásabyggð 2. Sýning Örnu Valsdóttur stendur til 14. desember 2008 og er opin eftir samkomulagi og hægt er að hringja í síma 462 3744.
Nánari upplýsingar um Kunstraum Wohnraum er að finna hér.
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:56 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.9.2008 | 08:50
Ragnheiður Þórsdóttir opnar nýja vinnustofu og gallerí
Laugardaginn 20. september opnar Ragnheiður Þórsdóttir nýja vinnustofu og gallerí á neðri hæð í Kaupvangsstræti 19 á Akureyri . Vinnustofan/galleríið hefur hlotið nafnið Stóllinn og verður opnunin frá kl 14:00 - 17:00 n.k. laugardag.
17.9.2008 | 21:31
Georg Óskar Manúelsson sýnir í Cafe Valny á Egilstöðum
Georg Óskar Manúelsson 23ára, lokaárs nemi við Myndlistarskólann á Akureyri, sýnir málverk og teikningar í Cafe Valny á Egilstöðum, þann 4. okt. og mun sýningin standa yfir í rúman mánuð. Allar myndirnar voru gerðar á bilinu 2007-2008. "Nafn sýningarinnar valdi litli 4 ára bróðir minn eftir að hann var að skoða myndefnið og sagði (Boom boom og byssó) þannig mér þykir það nafn henta sýningunni vel, myndefnið tek ég einfaldlega úr mínu lífi, sem þjónn á Eiðum í sumar, fjöldskyldulífinu, til næturlífsins"
17.9.2008 | 11:12
Starfslaun listamanna 2009
Hér með eru auglýst til umsóknar starfslaun listamanna sem úthlutað verður árið 2009, í samræmi við ákvæði laga nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.
Starfslaunin eru veitt úr fjórum sjóðum, þ.e.:
1. Launasjóði rithöfunda
2. Launasjóði myndlistarmanna
3. Tónskáldasjóði
4. Listasjóði
Umsóknir einstaklinga, ásamt fylgigögnum, skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 17:00 fimmtudaginn 2. október 2008. Ef umsókn er send í pósti gildir dagstimpill pósthúss.
Umsóknir skulu auðkenndar "Starfslaun listamanna 2009" og tilgreindur sá sjóður sem sótt er um laun til.
Heimilt er að veita starfslaun úr Listasjóði til stuðnings leikhópum enda verði þeim varið til greiðslu starfslauna til einstakra leikhúslistamanna. Umsóknir leikhópa til Listasjóðs fyrir einstaka leikhúslistamenn, ásamt fylgigögnum, skulu berast Skrifstofu Stjórnar listamannalauna, Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 101 Reykjavík, á þar til gerðum eyðublöðum fyrir kl. 17.00 fimmtudaginn 2. október 2008. Ef umsókn er send í pósti gildir póststimpill. Umsóknir skulu auðkenndar "Starfslaun listamanna 2009 - leikhópar".
Með umsókn skal fylgja greinargerð um verkefni það sem liggur til grundvallar umsókninni ásamt upplýsingum um hve langan starfstíma er sótt um og rökstuðningi fyrir tímalengd. Jafnframt skulu fylgja upplýsingar um náms- og starfsferil, verðlaun og viðurkenningar. Þessir þættir skulu að jafnaði liggja til grundvallar ákvörðun um úthlutun starfslauna
Athugið að hafi umsækjandi áður hlotið starfslaun verður umsókn hans því aðeins tekin til umfjöllunar að hann hafi skilað Stjórn listamannalauna skýrslu um störf sín í samræmi við ákvæði 4. gr. laga um listamannalaun nr. 35/1991 með áorðnum breytingum.
Umsóknareyðublöð fást á vef Stjórnar listamannalauna www.listamannalaun.is og á skrifstofu stjórnarinnar að Hallveigarstöðum, Túngötu 14, 2. hæð.
Umsóknarfrestur rennur út fimmtudaginn 2. október 2008.
Stjórn listamannalauna 25. júlí 2008
Skrifstofa Stjórnar listamannalauna
Túngötu 14, 101 Reykjavík
S. 562 6388, listamannalaun@listamannalaun.is
www.listamannalaun.is
Menning og listir | Breytt 30.9.2008 kl. 22:21 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.9.2008 | 10:30
Kristinn Már Pálmason opnar sýninguna Gæðaplánetan X í DaLí Gallery
Kristinn Már og Gæðaplánetan X
Kristinn Már Pálmason opnar sýninguna Gæðaplánetan X í DaLí Gallery laugardaginn 20. september kl. 14-17. Sýningin Gæðaplánetan X samanstendur af nýrri sex málverka seríu. Verkin eru unnin með olíu á þykkan birkikrossvið.
Í G.P.X. sækir Kristinn M.P. innblástur í pólitík og merkingarfræði, tímahugtakið og áberandi fortíðardýrkun samtímans (retro) sem endurspeglast svo skemmtilega í nostalgískri hönnun armbandsúra vorra daga en listamaðurinn safnar sjálfur úrum af töluverðri ástríðu. Ástríða fyrir fylgihlutum, þrá eftir meiri gæðum og völdum sem og þráin sjálf (þráhyggja og ást) eru undirtónn sýningarinnar en myndmál verkanna er þó margrætt og opið til túlkunar.
Sýningin er til 5. október
http://www.kmp.is
http://daligallery.blogspot.com
GRASRÓT 08
Björk Viggósdóttir
Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus)
Halldór Ragnarsson
Jeannette Castioni
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
20. september - 11. október 2008
Opnun laugardaginn 20. september klukkan 17-19.
Verksmiðjan á Hjalteyri
Sigling með Húna II frá Torfunefsbryggju á Akureyri til Hjalteyrar klukkan 16.
Ben Frost, Kippi Kaninus og Steingrímur Guðmundsson spila á tölvur og tannhjól á opnuninni.
Sýningin er opin laugardaga og sunnudaga klukkan 14-17.
Verksmiðjan á Hjalteyri í samvinnu við Nýlistasafnið og Sjónlist
Sýningarstjóri: Þórarinn Blöndal
Norðurorka, SagaCapital og Menningarráð Eyþings styrkja Grasrót 08 og Verksmiðjuna á Hjalteyri.
GRASRÓT 08
Grasrótarsýningar Nýlistasafnsins hafa unnið sér sess sem sýnishorn af því sem ungir og upprennandi myndlistarmenn eru að fást við. Framtíðin í íslenskri myndlist! Í fyrsta skipti er sýningin sett upp utan höfuðborgarsvæðisins, í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Fimm myndlistarmenn voru valdir til að taka þátt í sýningunni og þau komu öll í ágústmánuði og skoðuðu aðstæður og lögðu línurnar fyrir uppsetningu verkanna. Þetta eru listamenn sem vinna með fjölbreytta miðla og ólíkar aðferðir. Bakgrunnur þeirra er einnig nokkuð margslunginn. Það verður því spennandi að sjá útkomuna í hinni risastóru og hráu Verksmiðju og enn meira spennandi að fylgjast með þeim í framtíðinni. Það fer vel á því að sömu helgi og Grasrótarsýningin er opnuð verða Sjónlistaverðlaunin afhent á Akureyri. Þannig gefst kostur á því að sjá það ferskasta og hressasta í íslenskri myndlist ásamt því besta og framsæknasta!
Hlynur Hallsson
Verksmiðjan: http://www.verksmidjan.blogspot.com
Nýlistasafnið: http://www.nylo.is
Sjónlist: http://www.listasafn.akureyri.is
Björk Viggósdóttir sýnir verkið Fyrir sólsetur / Nákvæm stund. Ég vinn með ljóðrænar myndir og tákn, þar sem ég tek raunveruleikann úr samhengi og brýt hann upp í einingar sem ég að lokum raða saman í heildræna mynd. Ég notast við liti og ljós og fæ að láni hluti úr hversdagsleikanum sem fléttast inn í myndbönd og hljóðverk til að ná fram þeim hughrifum hverju sinni. Orð eru oft upphafið að verkum mínum. Veröld sjónrænna ljóða, nákvæm samstilling rýmis, myndbyggingar, litla, tóna og sjónmyndar.
Björk Viggósdóttir er fædd á Akureyri 1982. Hún útskrifaðist frá Listaháskóla Íslands árið 2006. Björk var einn af Dungal verðlaunahöfum 2008. Hún var ein af sex myndlistarmönnum til að hljóta dvöl í Millay Colony for the arts í New York 2008 og hún dvaldi í 1. international open art residency í júní 2008 á Grikklandi. Björk gerði 12 videoverk fyrir leikritið Bakkynjur" í Þjóðleikhúsinu. Hún hefur gert video fyrir nútíma klassísk tónskáld frá Ítalíu, Íslandi og Bandaríkjunum. Meðal næstu verkefna eru Sequenses í Norrænahúsinu, Monkey Town - New York, Chelsea Museum Brooklyn og á Listahátíð 2009 í Reykjavík.
www.bjorkbjork.blogspot.com
-
Guðmundur Vignir Karlsson (Kippi Kaninus) sýnir verkið Seagull sem samanstendur af blikkplötu á álramma, tveimur rafseglum, sterku ljósi og vídeói og snýst um pælingar um síld, smelti, sjó, gull, silfur, segla og blóð.
Guðmundur Vignir Karlsson er fæddur 1978 í Reykjavík og er stúdent frá Laugarvatni og kláraði BA í guðfræði við HÍ, hélt svo utan til Hollands og lauk MA gráðu í Image and Sound frá Konunglega konservatóríinu í Haag. Hann hefur sýnt verk sín úti í Hollandi og Ítalíu og hér heima. Auk myndlistar fæst hann við tónlist og vinnur þá gjarnan undir nafninu Kippi Kaninus. Þá hefur hann farið í tónleikaferðir með m.a. Mugison, Múm og Kiru Kiru. Hann er meðlimur í tónleikasveit hljómsveitarinnar Steintryggs, þar sem hann spilar á kjálkahörpu, syngur yfirtónasöng, tölvast og gerir videó. Hann kemur til með að taka þátt í Sequences hátíðinni í Reykjavík í október.
www.kippikaninus.com
-
Halldór Ragnarsson sýnir verkið Irdó í Verksmiðjunni á Hjalteyri. Verkið samanstendur af teikningum, málverkum og textum Halldórs og er beint framhald af vinnu hans með orðum, sem hefur skipað stóran sess í myndlist hans undanfarin tvö ár.
Halldór Ragnarsson er fæddur í Reykjavík 1981 og stundaði hann nám í heimspeki við Háskóla Íslands áður en hann fór í myndlist í Listaháskóla Íslands þar sem hann útskrifaðist vorið 2007. Hann hefur haldið einkasýningar, bæði hér heima og erlendis, ásamt því að hafa tekið þátt í nokkrum samsýningum. Halldór var meðlimur og einn af stofnendum hljómsveitarinnar Kimono (2001-2007) sem gaf út þrjár plötur hjá Smekkleysu en í dag er hann meðlimur í hljómsveitinni Seabear sem er gefin út af þýska útgáfufyrirtækinu MORR music. Hann hefur einnig hannað plötuumslög fyrir hljómsveitir og listamenn og má þar nefna Curver, Kimono, Borko og Hudson Wayne. Einnig gaf Halldór út ljóðabókina Öreindir af lúsinni vorið 2004.
www.hragnarsson.com
-
Jeannette Castioni sýnir verkið the law of dialectic sem er vídeó-hljóðverk í innsetningu sem blandast umhverfinu, samræður á milli einstaklinga sem hittast aldrei í umræðunni og einmannaleiki sem partur af okkar tilveru. Vídeóið er staðsett á ákveðnu svæði og heyrnatól dreifð um svæðið. Mögulegt er að hlusta á umræður sem verða í gangi allan tímann. Á milli heyrnatólanna er einskonar tómarúm, eintal, þar sem hver rödd fær aldrei svar og ekki heldur samhljóm.
Jeannette Castioni er fædd í Verona á Ítalíu 1968. Hún útskrifaðist frá LHÍ árið 2006 en áður stundaði hún nám við Akademíuna í Bologna og einnig nám í forvörslu í Flórens. Hún stundar nú Ma.Phil. nám í listasögu við Háskólann í Verona og er auk þess stundakennari við LHÍ. Frá árinu 1999 hefur Jeannette haldið sýningar á Ítalíu og frá 2004 hér á Íslandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi og Rússlandi. Ásamt tímabundnum innsetningum hefur hún unnið með ljósmyndarannsóknir og vídeóviðtöl um ástand unglinga í Nuuk, Grænlandi þar sem hún dvaldi og hélt vinnustofu. Tæknin sem Jeannette notar er oft blönduð og innihaldið tengist hugsuninni og skilaboðunum sem eru gefin í hvert skipti, frá ljósmyndum, innsetningum, lífrænum efnum og líðandi tíma.
www.hivenet.is/terra/jeannette
-
Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir verkið ALLS STAÐAR ANNARS STAÐAR. Hvernig stendur á því að við getum hugsað svona afstrakt um allt sem er annars staðar, en verðum á sama tíma að ríghalda í miðjuna? Að við getum hugsað um það hvernig allt tengist og tvístrast, orsakast og afleiðist―en ýtum því frá okkur um leið með því að aðgreina miðjuna (sem öllu skiptir) frá öllu hinu.
Jóna Hlíf Halldórsdóttir er fædd 1978 í Reykjavík og býr og starfar á Akureyri. Hún útskrifaðist með Diploma frá Myndlistarskólanum á Akureyri árið 2005 og með Mastersgráðu í myndlist frá Glasgow School of Art árið 2007. Jóna Hlíf vinnur með ýmsa miðla, s.s. vídeó, skúlptúr, bókverk og ljósmyndir. Verk Jónu Hlífar eru persónuleg úrvinnsla hennar á upplifunum úr daglega lífinu, sem hún útfærir gjarnan í formi myndmáls. Verkin eru gjarnan óræð og hafa yfir sér hráan blæ, sum unnin úr fjöldaframleiddum efnum, önnur handgerð af listamanninum. Það sem sameinar þau er tenging við mannslíkamann og sálina, sem talið er að hvíli þar í einhverju hólfi sem sést þó ekki á röntgenmynd.
www.jonahlif.com
15.9.2008 | 09:30
Sýningunni "Staðfugl - Farfugl" lýkur með kveðjuhófi og lokagjörningi
The exhibtion will close on the 15th of september with a performance and a little gathering to say goodbye to the summer exhibtion and the birds that fly off to warmer climates...
"THE BIRD HAS FLOWN"goodbye ceremony and final performance brought to you by Kristjan Ingimarsson and GOGGI
On the 15th of september at 20.00hrs ... on the border of Akureyri and Eyjafjardarsveit (on the Akureyri side of the fjord).
The decoration is a variation on an idea (egg) that was layed by "LÍNA" and hatched out under "GOGGI"
Everybody is welcome - no entrance fee and light refreshments - let's lift our spirits upp...
Thanks for a great summer! George, Steini & Dísa
To celebrate this event LINA became a sea-bird and drifts somewhere in the Mediterranean Sea.