Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
1.8.2008 | 11:14
Jónas Viðar með sumarsýningu
Sumarsýning
Laugardaginn 2 ágúst kl 15.00 opnar Jónas Viðar sumarsýningu á nýjum málverkum í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu
Allir eru hjartanlega velkomnir.
Jónas Viðar
sími: 8665021
Heimasíða: http://www.jvs.is
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
1.8.2008 | 07:22
Margeir "Dire" Sigurðarson opnar sýninguna "Út á lífið / Party n´ bullshit" á Café Karólínu
Margeir "Dire" Sigurðarson
Út á lífið / Party n´ bullshit
02.08.08 - 05.09.08
Café Karólína // Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Margeir "Dire" Sigurðarson opnar sýninguna "Út á lífið / Party n´ bullshit" á Café Karólínu laugardaginn 2. ágúst 2008 klukkan 14.
Verkin sem Margeir sýnir á Cafe Karólínu hafa sinn innblástur að sækja til skemmtanalífs. Hann segir um verkin: Oftar en ekki hef ég fundið sjálfan mig úti á lífinu að stara yfir allan dýragarðinn, öll æðislega vitleysan er svo skiljanleg en samt á sama tíma svo langt frá því. Hvert móment hefur sögu að bera. Hver og einn í mismunandi ástandi en öll eru þau í leit af einhverju nýju og jucy sem virðist vera rétt handann við hornið.
Verkin eru spreyjuð og máluð með acryl á striga og á blaðgull.
Margeir útskrifaðist úr Myndlistaskólanum á Akureyri í vor en hefur nú þegar tekið þátt í samsýningum og sett um nokkrar einkasýningar.
Nánari upplýsingar veitir Margeir í evoldire(hjá)yahoo.com og í síma 8479303
Sýningin á Café Karólínu stendur til 5. september 2008.
Meðfylgjandi er mynd af einu verkanna sem hann sýnir á Café Karólínu.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
06.09.08 - 03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08 - 31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08 - 05.12.08 Þorsteinn Gíslason
06.12.08 - 02.01.09 Jóna Bergdal Jakobsdóttir
03.01.09 - 06.02.09 Herdís Björk Þórðardóttir
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson