Bloggfćrslur mánađarins, ágúst 2008

Sýningu Guđmundar Ármanns Sigurjónssonar í Listasafninu á Akureyri lýkur á sunnudag

IMG_1863%20logsuda
Sunnudaginn 24. ágúst lýkur sumarsýningu Listasafnsins á Akureyri er
helguđ er yfirliti á verkum Guđmundar Ármanns Sigurjónssonar.
Guđmundur hefur starfađ viđ myndlist og kennslu síđastliđna fjóra
áratugi og veriđ mikilvirkur í félags- og baráttumálum
myndlistarmanna. Eftir nám viđ Myndlista- og handíđaskóla Íslands
áriđ 1967 og Valand-listaháskólann í Gautaborg međ MA-gráđu frá
grafíkdeild áriđ 1972, flutti Guđmundur norđur um haustiđ fyrir
áeggjan Harđar Ágústssonar sem vildi ađ hann tćki ađ sér ađ leiđa hiđ
nýstofnađa Myndlistarfélag Akureyrar til vegs og virđingar, en ţá um
mundir skorti sárlega kennara. Guđmundur lét strax ađ sér kveđa sem
einn fyrsti gagnmenntađi myndlistarmađur norđurlands. Jónas Jakobsson
og Haukur Stefánsson höfđu rutt veginn ásamt Kristni G. Jóhannssyni.
Haukur stofnađi Félag frístundamálara áriđ 1947 sem bauđ upp á
kennslu í málun og skúlptúr í höndum Jónasar uns ţađ fjarađi út í
byrjun sjöunda áratugarins.

Ţađ er međ stolti og ánćgju sem Listasafniđ á Akureyri setur upp
ţessa sýningu á verkum Guđmundar, sem er ađallega helguđ nýlegum
málverkum hans og ţrykkimyndum en varpar einnig ljósi á vítt umfang
listamannsferils hans í rúmlega fjörutíu og fimm ár. Enda ţótt
lífsstarf hans samanstandi af hlutbundnum teikningum, hlutlćgum og
hálf-abstrakt landslagsmálverkum, dúkristum og tréţrykksmyndum, var
ţađ framan af tilgangurinn, fremur en formiđ, sem var driffjöđrin í
listsköpun hans. Félagsraunsćislegar ţrykksmyndir hans og málverk frá
síđari hluta sjöunda áratugarins og ţeim áttunda ­ stemmningar úr
Slippnum og vefnađarverksmiđjum, myndir af verkafólki í vígaham ­
gerđu ţađ ađ verkum ađ hann ţótti vafasamur međal rótgróinna borgara
á Akureyri. Slíkum mönnum ćtti ađ halda í hćfilegri fjarlćgđ frá
nemendum. Guđmundur hvikađi ţó hvergi frá ţví markmiđi sínu ađ fćra
alţýđunni listina og var í fylkingarbrjósti vaxandi hreyfingar fólks
sem vildi telja bćjaryfirvöld á ţađ ađ styrkja og leggja meiri
fjármuni í ţetta ólgandi listalíf, ekki síđur en listmenntun.

Í tengslum viđ sýninguna hefur veriđ gefin út 150 síđna bók um
listferil Guđmundar sem í rita m.a. Kristján Kristjánsson
heimspekingur og listfrćđingurinn Shauna Laurel Jones, sem segir ađ
ígrunduđ rannsókn Guđmundar á burđarţoli og takmörkunum hinna ýmsu
miđla hafi gert honum kleift ađ nýta efniviđinn vel og slípa sínar
ólíku listrćnu ađferđir. Á nýliđnum árum hefur Guđmundur tekiđ ađ
huga grannt ađ hinu formfasta hugtaki um rammann; ef hugsađ er í
hugtökum er raunar erfitt ađ ramma inn allt hans starf á sviđi
listarinnar međ einstökum merkimiđum fyrir stefnur og stíla ­ en
ţannig kýs Guđmundur greinilega ađ hafa ţađ.

Guđmundi er fullljóst ađ hann hefur oft og iđulega gengiđ gegn
stefnum og straumum í listaheiminum, bćđi á Íslandi og erlendis;
ţetta hefur ţó ekki veriđ ćtlunarverk hans. Fyrst og fremst hefur
hann stađiđ vörđ um heilindi sín sem einstaklingur og listamađur,
ómetanlegt hlutverk sitt sem kennari og ţá trú sína ađ ţađ sé
nauđsynlegt ađ nćra ţann mikla áhuga á listum sem íbúar á Akureyri
hafa rćktađ međ sér á undanförnum áratugum. Enda ţótt Reykjavík hafi
löngum togađ til sín listrćnt og vitsmunalegt starf, hefur Guđmundur
Ármann Sigurjónsson ötullega lagt krafta sína í ađ Akureyri ţróist á
ţá lund ađ bćrinn verđi réttnefnd menningarmiđstöđ upp á sitt eindćmi.

Ţess má ađ lokum geta ađ í framhaldi af ţessu yfirliti á verkum
Guđmundar í Listasafninu á Akureyri verđa settar upp sýningar međ
honum í Turpentine galleríinu í Reykjavík í júlí 2008 og í Norrćna
húsinu í Fćreyjum sama ár um haustiđ. Ţađ mun ţví halda áfram ađ gára
um G.Ármann, eins og hann signerar myndir sínar, um ókomna tíđ.

Norđurorka er ađalstyrktarađili sýningarinnar. Nánari upplýsingar
veitir Hannes Sigurđsson, forstöđumađur Listasafnsins á Akureyri, í
síma 899-3386. Netfang: hannes@art.is.

GRÁLIST - engin smá list í Deiglunni

syning_i_deiglunni.jpgGRÁLIST engin smá list - er yfirskrift samsýningar Grálistahópsins í Deiglunni 16. ágúst kl. 14.
14 međlimir í Grálist sýna verk sem mćlast öll metri eđa meir, sem er sameiginlegi útgangspunkturinn í verkunum, sem er í raun mótvćgi viđ sýningu hópsins Grálist međ smálist í desember 2007. Ţá var unniđ út frá ţví ađ ekkert verk vćri stćrra en 20 cm.

Samsýningin GRÁLIST engin smá list inniheldur verk eftir listamennina Stein Kristjánsson, Karen Dúu Kristjánsdóttir, Guđrúnu Vöku, Dögg Stefánsdóttur, Sveinbjörgu Ásgeirsdóttur, Ingu Björk Harđardóttur, Herthu Richardt, Margeir Dire Sigurđsson, Sigurlín M. Grétarsdóttur, Kristínu Guđmundsdóttur, Unni Óttarsdóttur, Steinunni Ástu Eiríksdóttur, Ásu Óladóttur og Dagrúnu Matthíasdóttur

http://gralist.wordpress.com


HLYNUR HALLSSON OPNAR SÝNINGU Í NÝLISTASAFNINU LAUGARDAGINN 16.08

HLYNUR HALLSSON
TILLIT – RÜCKSICHT – REGARD
NÝLISTASAFNIĐ, LIVING ART MUSEUM
16.08.2008 – 28.09.2008



LAUGARDAGINN 16.08 KLUKKAN 17 OPNAR HLYNUR HALLSSON EINKASÝNINGU SÍNA: TILLIT – RÜCKSICHT – REGARD Í NÝLISTASAFNINU.

SÝNINGIN ER NOKKURSKONAR YFIRLITSSÝNING
OG SAMANSTENDUR AF ELDRI OG NÝRRI VERKUM. M.A. STÓRRI FJÖLSKYLDUMYND, LÍNUTEIKNINGUM OG PÓSTKORTUM AF GÖTUM ÚR HEIMABĆ HANS; AKUREYRI, SPREYVERKUM OG MYNDBÖNDUM OG VIĐAMIKILLI LITASTÚDÍU Í GLUGGA SAFNSINS. Í TILEFNI SÝNINGARINNAR MUN HLYNUR KYNNA BÓK SEM KEMUR ÚT Í SEPTEMBER UM VERKRÖĐINA "MYNDIR - BILDER -PICTURES". SÝNINGIN STENDUR TIL SUNNUDAGSINS 28. SEPTEMBER 2008. OG NÝLISTASAFNIĐ ER OPIĐ ALLA VIRKA DAGA KLUKKAN 10-17 OG LAUGARDAGA KLUKKAN 12-17.

SÝNINGIN ER UNNIN Í NÁINNI SAMVINNU VIĐ NÝLISTASAFNIĐ OG ER HLUTI AF AFMĆLISDAGSKRÁ SAFNSINS, EN ŢAĐ FAGNAR NÚ 30 ÁRA AFMĆLI SÍNU. Í TILEFNI ŢESS HEFUR NÝLÓ TEKIĐ SAFNEIGN SÍNA FYRIR OG UNNIĐ MARKVISST AĐ GERA SÖGU SÍNA AĐGENGILEGA. MEĐ SÝNINGU SINNI BRÝTUR HLYNUR ŢAĐ FERLI NIĐUR, VELTIR UPP NÝJUM SJÓNARHORNUM Á STARFSEMI SAFNSINS OG HLUTVERK ŢESS.

TILLIT – RÜCKSICHT – REGARD
ER ŢRIĐJA STÓRA SÝNINGIN Í NÝLISTASAFNINU Á ŢESSU AFMĆLISÁRI. HILDIGUNNUR BIRGISDÓTTIR REIĐ Á VAĐIĐ OG NÚ SÍĐAST SÝNDI SĆNSKI LISTAMAĐURINN KARL HOLMQVIST VERK SÍN Á LISTAHÁTÍĐ Í REYKJAVÍK. SÝNINGARNAR HAFA ALLAR FJALLAĐ UM, BEINT SJÓNUM SÍNUM AĐ, BENT Á EĐA TEKIĐ TILLIT TIL MIKILVĆGRAR SÖGU NÝLISTASAFNSINS.

NÁNARI UPPLÝSINGAR UM VERK HLYNS ER AĐ FINNA Á WWW.HALLSSON.DE

HEIMASÍĐA NÝLISTASAFNSINS ER WWW.NYLO.IS


Bók um Margréti Jónsdóttur leirlistakonu

top

Um miđjan janúar 2009 verđur opnuđ einkasýning í Listasafninu á Akureyri á
verkum Margrétar Jónsdóttur leirlistakonu. Hún hefur starfađ óslitiđ ađ list
sinni frá árinu 1985 og haldiđ nokkrar einkasýningar og tekiđ ţátt í fjölda
samsýninga bćđi á Íslandi og erlendis. Í tilefni opnunarinnar gefur
Listasafniđ út bók um Margréti og list hennar. Í hana rita listfrćđingarnir
Shauna Laurel Jones og Ađalsteinn Ingólfsson og Sigurđur Örn Guđbjörnsson
mannfrćđingur. Auk ţess prýđir bókina fjöldi ljósmynda.

Ţér/ykkur er hér međ bođiđ ađ kaupa bókina í forsölu og fá ţannig nafn
ţitt/ykkar á Tabula Gratulatoria á titilsíđu bókarinnar. Verđ bókarinnar er
4.500.- og greiđa ţarf andvirđiđ inn á reikning 1145-26-11421, kennitala
051061-5279 fyrir 15.september en ţá fer bókin í prentun. Viđ greiđslu er
nauđsynlegt ađ fram komi nafn, kennitala og heimilisfang greiđanda. Hćgt
verđur ađ nálgast bókina á Listasafninu á međan á sýningu stendur, en ţeir
sem ţess óska geta fengiđ bókina senda í pósti á kostnađ kaupanda.

Nafn greiđanda mun birtast á Tabula Gratulatoria, en sé óskađ eftir ađ
fleira en eitt nafn komi fram ţarf ađ hafa  samband viđ verkefnisstýru í
síma 4663365 eđa 6632525 og á netfangiđ signyjons(hjá)internet.is sem mun gefa
allar frekari upplýsingar.


Umsóknarfrestur Norrćna menningarsjóđsins rennur út 1. september

norrtitill_plain

Ég minni á ađ nćsti umsóknarfrestur Norrćna menningarsjóđsins rennur út 1. september.

Á heimasíđu skrifstofunnar hef ég uppfćrt "styrkjadagataliđ". Ţar kemur fram umsóknarfrestur norrćnna styrkja til menningarstarfs.

Góđar kveđjur

María Jónsdóttir
Forstöđumađur Norrćnu upplýsingaskrifstofunnar
Leder Nordisk informationkontor
Netfang/e-post: mariajons(hjá)akureyri.is
hjemmeside: www.akmennt.is/nu

Norrćna upplýsingaskrifstofan/Nordisk informationkontor
Kaupvangsstrćti 23
600 Akureyri
Island.
Sími: 462 7000 Fax: 462 7007


Lína sýnir ţađ sem augađ ekki greinir


Sigurlín M. Grétarsdóttir - Lína - opnar myndlistasýninguna "Ţađ sem augađ ekki greinir" föstudaginn 8. ágúst kl. 17-20 í DaLí Gallery á Akureyri.
Lína dregur fram fegurđina í ţví sem viđ sjáum í hversdagsleikanum en augađ greinir ekki vegna smćđar sinnar og setur ţađ fram í olíumálverkum sínum svo allir getiđ notiđ.
 
Lína útskrifađist af fagurlistadeild Myndlistarskólans á Akureyri 2007. Ţar á undan hafđi hún stundađ nám viđ Iđnskólann í Hafnarfirđi í 3 ár á hönnunarbraut og útskrifađist ţađan sem tćkniteiknari.

Lína er annar eigenda DaLí Gallery á Akureyri ásamt listakonunni Dagrúnu Matthíasdóttur og er félagi í samsýningarhópnum Grálist.

Sýningin stendur til 24. ágúst
 
Lína s. 8697872 - 5554453
http://daligallery.blogspot.com
http://gralist.wordpress.com

Jóna Hlíf opnar sýninguna HOLE UP í Listasal Mosfellsbćjar

    MYNDLISTAOPNUN
    Listasalur Mosfellsbćjar
    Kjarna, Ţverholt 2
    Laugardaginn 09.08.2008
    klukkan 14:00

 

    Jóna Hlíf opnar sýninguna H O L E  UP
    Hole Up v, to go into a hole; retire for the winter, as a hibernating animal.
    
    Á laugardaginn 9. ágúst klukkan 14:00 opnar sýningin H O L E  UP í Listasal Mosfellsbćjar. Jóna Hlíf Halldórsdóttir sýnir ţá samnefnda innsetningu sem er mynduđ úr skúlptúr og hljóđverki.
    
     „H O L E  UP er lokahnykkur á innsetningum ţar sem ég hef veriđ ađ prófa mig áfram međ ljós og efni til ađ kveikja hughrif í rýmum," segir Jóna Hlíf. „Áđur hef ég sýnt einkasýningu á Akureyri og tekiđ ţátt í samsýningu í Portúgal ţar sem ég nota rýmiđ í bland viđ ákveđna grunnţćtti til ađ búa til nokkurs konar hella eđa hreiđur. Lokaniđurstađan í ferlinu er ólík í hvert skipti, innsetningarnar verđa aldrei eins í uppsetningunni, ţótt spilađ sé međ sömu grunnţćtti í hvert skipti – ljós og efni. Fyrir vikiđ er hver hellir einstakur og ţeir breytast eđlilega eftir sem ég venst efninu sem ég nota í uppsetningar. Einhver órćđur kuldi er samt kjarninn í öllum hellunum, eins og líklega í flestum hellum, nema mínir hellar hafa líka viđ sig einhver notalegheit í bland viđ ónáttúruna. "
    
    Titill sýningarinnar vísar ađ sögn Jónu til árstímans, nú ţegar dagur er tekinn ađ styttast og nóttin ađ lengjast. „Rökkriđ er fariđ ađ sćkja á," segir Jóna Hlíf „og fyrir vikiđ tikkar Íslendingseđliđ inn. Fólk fer ađ sćkjast í ađ marka sér holur og hýđi og sumir draga sig í hlé fram í apríl eđa maí. Kannski er ţetta hellalíf á veturna partur af útileguarfleifđinni, ég veit ţađ ekki. Allavega er ţađ ennţá ríkt í okkur ađ geta hjúfrađ okkur upp ađ sjónvarpinu, sófanum og teppinu ţegar veturinn er kaldastur og helblá snjóbirtan ćtlar allt ađ kćfa."
    
    Jóna Hlíf fćst viđ innsetningar, skúlptúra, vídeó, málverk og texta í listsköpun sinni. Hún útskrifađist međ MFA gráđu frá Glasgow 2007. Jóna starfar sem sýningarstjóri viđ Gallerí Ráđhús og VeggVerk á Akureyri. Hún var einn af umsjónarmönnum Gallerís BOX frá stofnun til 2008 og sá um Gestavinnustofuna á Akureyri veturinn 2007-2008. Framundan á árinu er sýning í D-sal Listasafns Íslands, Grasrótarsýning í Verksmiđjunni á Hjalteyri og á nćsta ári tekur Jóna Hlíf ţátt í samsýningu í Vancouver.
    
    Sýningin stendur yfir til 6. September 2008.
    Nánar upplýsingar um verk Jónu Hlífar er ađ finna á heimasíđunni; www.jonahlif.com

    Allir velkomnir.

 Jóna Hlíf Halldórsdóttir                                                                                                                   
    sími 6630545
    Listasalur Mosfellsbćjar

    Sími 566 6822
    bokasafn@mos.is


www.mos.is/bokasafn


MÁLVERK Á FISKIDEGI

 img_7684.jpg

Guđbjörg Ringsted opnar málverkasýningu á Dalvík ţann 7. ágúst kl. 17:00.
Sýningin er til húsa í Krćkishúsinu viđ Hafnarbraut og mun standa til og međ 10 ágúst, eđa á međan á fiskidögum stendur.  Ţetta er 14. einkasýning Guđbjargar en ţađ eru um 20 ár síđan hún sýndi síđast á Dalvík.  Málverkin eru öll frá árinu 2007 og 2008 og er yrkisefniđ laufa- og blómamunstur sem hún hefur unniđ međ undanfariđ. Má t.d. sjá baldýringamunstur liđast um myndflötinn.
Sýningin er opin frá kl. 14:00 til kl. 22:00 föstudag og laugardag en frá 14.00 til 18:00 á sunnudag.
Sjá fiskidagur.muna.is
Allir velkomnir !


Listasmiđja fyrir börn í Verksmiđjunni á Hjalteyri

 verksmidjan_uti_2

Verksmiđjan - Menningarmiđstöđ á Hjalteyri

Helgina 9. - 10. ágúst kl. 10-15 verđur listasmiđja fyrir 10-14 ára

Leiđbeinendur eru:
Gústav Geir Bollason
Ađalheiđur S. Eysteinsdóttir
Ţórarinn Blöndal


Ekkert Ţátttökugjald
Skráning hjá Ađalheiđi í síma 8655091

Laugardaginn 9. ágúst

10:00 - 15:00 Listasmiđja
15:00 Sönggjörningur - Arna Valsdóttir
15:30 Leiđsögn um sýninguna
18:00 Kammerkórinn Hymnodia

Sunnudaginn 10. ágúst

15:30 Leiđsögn um sýninguna
10:00 - 15:00 Listasmiđja

Opiđ á Kaffi Lísu og skemmtilegar gönguleiđir.

Opiđ í Verksmiđjunni frá fimmtudegi til sunnudags klukkan 14:00 - 17:00

nánari upplýsingar á www.verksmidjan.blogspot.com


Dúett Ólafar Bjarkar Bragadóttur og Sigurđar Ingólfssonar í Deiglunni

droppedImage Veriđ velkomin á sýninguna Dúett sem opnar í Deiglunni á listasumri á Akureyri laugardaginn 2. ágúst
klukkan 15:00.
 
Ađ ţví tilefni kemur út bókin Dúett sem er samstarfsverkefni Ólafar Bjarkar Bragadóttur og Sigurđar Ingólfssonar. Ólöf Björk Bragadóttir sýnir  myndirnar sem eru í bókinni og Sigurđur les upp ljóđin. Ţetta er sonnettusveigur, sem samanstendur af fimmtán sonnettum, ţar sem hver lokalína er upphafslína nćstu sonnettu og síđan síđasta sonnettan búin til úr upphafs/lokalínum allra sonnettanna.
 
Sjá nánar í auglýsingin frá Listasumri:

http://www.listasumar.akureyri.is/Blogg/8486761B-F6E9-4366-8E2C-C72552CC19A4.html


« Fyrri síđa | Nćsta síđa »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband