Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008
6.5.2008 | 10:10
Þjónustumiðstöðin Marína
Fyrirhugað er að opna þjónustumiðstöð við skemmtiferðaskip þau er eiga viðdvöl á Akureyri undir heitinu Marína. Áhersla verður lögð á að mæta þörf á miðstöð fyrir gesti og áhafnir skemmtiferðaskipa sem heimsækja Akureyri. Markmið þjónustumiðstöðvarinnar er að kynna íslenska matarmenningu og menningararfleifð þá er leynist í handverki Íslendinga. Mikill metnaður verður lagður í vel framsetta minjagripaverslun sem skal skarta handgerðum íslenskum munum eins og frekastur er kostur. Sjá nánar um verkefnið www.marina.is
Opnun miðstöðvarinnar verður í lok maímánaðar. Skipulagning er í fullum gangi og verður leitast við að skapa eins þjóðlegan anda í vöruvali og kostur er.
Nú auglýsi ég eftir aðilum með vandaðar vörur í þjóðlegum anda sem gætu passað í vöruúrvalið.
Áhugasamir hafi samband sem fyrst, ábendingar vel þegnar.
Með kveðju
Dóróthea Jónsdóttir
s. 864-3633
marina(hjá)marina.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 10:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
4.5.2008 | 02:07
Mikið vesen vegna einnar mínútu
Bænaköll geta greinilega valdið miklum óróa í Skipholtinu. Jafnvel þó að þau standi aðeins yfir í eina mínútu i senn á fimm tíma fresti. En ef til vill var það tímasetningin sem gerði útslagið. Hver vill vera vakin upp á laugardagsmorgni klukkan fimm vegna bilunar í hugbúnaði?
Þórarinn komst heldur betur í fréttirnar í vetur með verkið sitt "This is not a bomb" sem hann kom fyrir á listasafni í Toronto, við lítinn fögnuð starfsfólks og lögreglu. Það var umfjöllun um bænakallið í kvöldfréttum Ríkisútvarpsins.
Bilun í hugbúnaði kveikti á bænakalli | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Laugardaginn 3. maí 2008, opnar Kjartan Sigtryggsson sýninguna "Í framan - In the face", á Café Karólínu á Akureyri.
Kjartan Sigtryggsson stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri og Listaháskóla íslands og útskrifaðist þaðan 2006. Hann segir um verkin sem hann sýnir á Café Karólínu:
"Þetta er afrakstur vinnu minnar upp á síðkastið, ég blanda saman málverkum og teikningum þar sem andlitið er aðalviðfangsefnið, þá aðallega á huglægum grundvelli fremur en formlegum og bókstaflegum
Kjartan Sigtryggsson
Í framan - In the face
03.05.2008 - 13.06.2008
Café Karólína // www.karolina.is
Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755
Nánari upplýsingar veitir Kjartan í kjartansigtryggss(hjá)gmail.com
Sýningin á Café Karólínu stendur til 13. júní, 2008.
Meðfylgjandi er mynd ef einu verkanna sem Kjartan sýnir á Café Karólínu.
Sýning Jóns Laxdal Úr formsmiðju á Karólínu Restaurant stendur yfir til 5. september 2008.
Næstu sýningar á Café Karólínu:
14.06.08-04.07.08 Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08 Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08 Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08 Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08 Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08 Þorsteinn Gíslason
Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson
2.5.2008 | 09:33
List án landamæra: Dagskrá á Akureyri
Verið hjartanlega velkomin á dagskrá Listar án landamæra á Akureyri.
Laugardaginn 3.maí og fimmtudaginn 8.maí.
Við minnum einnig á að nú standa yfir sýningar Huglistar og Ingvars Ellerts Óskarssonar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd.
Akur-eyri
3. maí, laugardagur
Mynd-list á Akur-eyri
Tími: 15:00
Snúist í Hringi, sýning Rósu Júlíusdóttur og Karls Guðmundssonar
Sýning stendur til 18. maí
Ketilhúsinu, Kaupvangsstræti 23
600 Akureyri
Karl Guðmundsson (Kalli) og Rósa Kristín Júlíusdóttir hafa unnið saman að listsköpun í fjöldamörg ár, bæði sem kennari og nemandi en líka sem félagar/vinir í listinni. Þau hafa haldið sameiginlegar listsýningar og tekið þátt í margskonar samsýningum. Einnig hafa þau haldið fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningarnar og á ráðstefnu um menntamál.
Karl Guðmundsson útskrifaðist af myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2007 og í mörg ár hefur hann komið á vinnustofu Rósu Kristínar til náms og leiks. Karl býr yfir næmri listrænni tilfinningu.
Rósa Kristín útskrifaðist úr málunardeild Listaakademíunnar í Bologna á Ítalíu. Hún kenndi við Myndlistaskólann á Akureyri frá 1980 2000 og var stundakennari við LHÍ í nokkur ár.
Rósa er lektor í myndlistakennslu við Háskólann á Akureyri.
DaLí Gallerý
Brekkugötu 9, 600 Akureyri
daligallery.blogspot.com
Samsýning 13 listamanna af Starfsbraut Verkmenntaskólans á Akureyri í nafni Listar án landamæra opnar laugardaginn 3.maí kl.15-17 í DaLí Gallerý.
Á sýningunni má sjá málverk, teikningar, skúlptúr, myndbandsverk, textíl og skartgripi sem er afrakstur listafólksins á vorönn 2008.
Listamennirnir eru:
Andri Már Lýðsson
Baldvin Steinn Torfason
Dagrún Finnsdóttir
Bára Ásbjörnsdóttir
Hafþór Ægir Guðmundsson
María Einarsdóttir
Rósa Ösp Traustadóttir
Sigrún Björk Friðriksdóttir
Sigrún Ísleifsdóttir
Sindri Thorlacius
Sýningin stendur til sunnudagsins 11. maí.
Allir hjartanlega velkomnir.
Opið hús í Lautinni
Tími: 14:00 17:00 (2 5)
Brekkugata 34, 600 Akureyri
www.redcross.is
Ýmis listaverk, handverk og ljóð til sýnis og gómsætar kaffiveitingar til sölu.
8. maí, fimmtudagur
Fjöl-mennt í Amts-bókasafninu
Tími: 17:00 ( 5)
Brekkugötu 17,600 Akureyri
Myndlistarsýning Fjölmenntar á Amtsbókasafninu fimmtudaginn 8. maí kl. 17:00. Það eru fornminjar og frumbyggjalist sem meðal annars hafa veitt okkur innblástur. Á sýningunni eru málverk, leikföng og verk unnin í leir og úr pappamassa. Veitingar og lifandi tónlist við opnun. Sýningin stendur til loka júní mánaðar.
--
List án landamæra
www.listanlandamaera.blog.is
Sími: 691-8756
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 09:35 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)