Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2008
30.4.2008 | 10:30
Báshás og Mark með opnar vinnustofur á 1. maí
Sjónlistadagurinn 1. maí
Fimmtudaginn 1. maí halda myndlistarmenn á Íslandi upp á Sjónlistadaginn, annað árið í röð. Tilgangurinn með hátíðahöldunum er að vekja athygli á því mikla starfi sem unnið er á vinnustofum listamanna víðs vegar um landið. Hátíðahöldin fara fram með þeim hætti að myndlistarmenn opna vinnustofur sínar og taka á móti gestum.
Opið verður í Listamannahúsinu Seljavegi 32 milli kl 14 og 17.
Á Korpúlfsstöðum verður opið milli 13 og 17.
Þar sýna myndlistarmenn í kjallaranum sýninguna Flóð, en eins og kunngjört er flæddi inn á vinnustofur listamanna í byrjun árs. Vinnustofur verða einnig opnar og á milli kl. 14 og 16 munu tónlistarmenn úr hljómsveitinni Hjaltalín, Sigríður Thorlacius söngkona, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari flytja tónlistaratriði í stóra salnum. Útibú Myndlistaskóla Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum mun einnig standa opið.
Eftirfarandi vinnustofur verða einnig opnar:
Báshás, (Ásta, Bogga og Sveinka) Brekkugötu 13, neðri hæð, 600 Akureyri frá 14-17
Samúel Jóhannsson, Mark, Eyjafjarðarsveit, 601 Akureyri frá 14-17
Kristinn Már Pálmason, Freyjugötu 14, 101 Reykjavík
Álfheiður Ólafsdóttir, Auðbrekku 6 Kópavogur
Elsa Nielsen, Skólabraut 16, 170 Seltjarnarnes
Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn, Borgarholtsbraut 57, Kópavogi
Steinunn Marteinsdóttir, Hulduhólum, Mosfellsbæ
ART11 Auðbrekku 4, Kópavogi
Jökull Snær Þórðarson og Garðar Eymundsson Seyðisfirði
Lista yfir aðra listamenn sem opna dyr sínar fyrir almenningi, ásamt opnunartíma hvers og eins, er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra myndlistarmanna, www.sim.is
28.4.2008 | 13:13
Baldvin Ringsted á Glasgow international
Beyond Visibility: Exploring the spiritual in contemporary artistic practice
Part of GI Glasgow International Festival of Contemporary Visual Art
Exhibition featuring video installation by t.s. Beall, photographs by
Thomas Joshua Cooper and sound installation by Baldvin Ringsted
exploring notions of place, vision and spirituality.
Baldvin Ringsted's sound installation is in Glasgow Cathedral, next
door to The St. Mungo Museum.
The exhibition will be opened by Dr Richard Holloway, Chair of a new
joint board for the Scottish Arts Council and Scottish Screen at a
public launch event, 6pm 8pm on Friday 11 April. All welcome.
The exhibition is run in collaboration with the University of Glasgow
Centre for the Study of Literature, Theology and the Arts, the Diocese
of Glasgow and Galloway, and the Glasgow School of Art.
Saturday 12 April to Monday 26 May.
St Mungo Museum of Religious Life and Art
2 Castle Street
Glasgow
G40RH
http://www.glasgowinternational.org
25.4.2008 | 13:50
Guðrún Vera opnar sýninguna ,,Áhorfandi” í Deiglunni á laugardag
Laugardaginn 26. apríl kl.14-17 opnar myndlistakonan Guðrún Vera sýningu sína ,,Áhorfandi í Deiglunni, Kaupvangsstræti 23 á Akureyri.
Guðrún Vera um sýninguna Áhorfandi:
Áhorf er gagnvirkt. Sá sem horfir og það sem horft er á horfir í raun til baka.
Þannig hugsa ég listaverk. Sem ígildi áhorfanda.
Listaverkið er staður þar sem áhorfandinn sér sjálfan sig því það beinist að honum sjálfum.
Á milli listaverks og áhorfanda skapast rými. Annars vegar rými sem er mælt í fjarlægð á milli hlutar og manneskju og hins vegar innra rými, sálræn tenging gegn um upplifun.
Ég hef unnið með þetta rými síðan ég mótaði minn fyrsta áhorfanda árið 1996, sem situr á svölum, áhugalaus og daufur í bragði.
Fyrir sýninguna í Deiglunni kviknaði forvitni að sjá hvar áhorfandinn er staðsettur þegar listaverk horfir á listaverk, ígildi áhorfanda gengt ígildi áhorfanda.
http://this.is/veransu/vera
S.8633763
http://www.listagil.is
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 13:51 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
23.4.2008 | 22:14
Fólk óskast í Deigluna
Við hlökkum til og vonumst til að sjá sem flesta.
23.4.2008 | 21:45
Listsýning 15+1 í Ketilhúsinu
Árleg útskriftarsýning nemenda af Listnámsbraut VMA verður opnuð í Ketilhúsinu föstudaginn 25. apríl klukkan 20:00. Sýningin verður svo opin laugardaginn 26. og sunnudaginn 27. apríl klukkan 13: til 18:00.
23.4.2008 | 09:04
Opin Gestavinnustofa á laugardag
22.4.2008 | 09:57
Helgi og hljóðfæraleikararnir með kvöldskemmtun og bók
Populus Kynnir:
Helgi og hljóðfæraleikararnir
Föstudaginn 25.apríl kl.21:00
Kvöldskemmtun í tilefni útgáfu bókarinnar Sukkskinnu
Föstudaginn 25. apríl kl. 21:00 mun hljómsveitin góða Helgi og Hljóðfæraleikararnir halda kvöldskemmtun í Populus tremula.
Boðið verður upp á upplestur og tónleika; sérleg vinahljómsveit H&H mun reka inn nefið.
Af þessu tilefni gefur Populus tremula út bókina Sukkskinnu, þar sem skráðar eru sögur úr 20 ára ferli hljómsveitarinnar í máli og myndum. Bókin er gefin út í 100 árituðum og tölusettum eintökum.
Aðgangur ókeypis malpokar leyfðir.
http://poptrem.blogspot.com
Menning og listir | Breytt 23.4.2008 kl. 09:00 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2008 | 15:48
Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eftir umsóknum
Styrktarsjóður Guðmundu Andrésdóttur auglýsir eftir umsóknum um styrki úr sjóðnum á árinu 2008
Samkvæmt skipulagsskrá sjóðsins nr. 9321 er markmið hans ,,að styrkja og hvetja unga og efnilega myndlistarmenn til náms en stofnfé sjóðsins er arfur samkvæmt erfðaskrá Guðmundu Andrésdóttur listmálara sem lést árið 2001. Ráðstöfunarfé sjóðsins eru raunvextir af höfuðstól og verður í ár ráðstafað 7.5 milljónum króna. Stjórn sjóðsins ákveður hversu margir styrkir verða veittir.
Sjóðurinn styrkir myndlistarmenn til framhaldsmenntunar og er æskilegt að umsækjendur hafi lokið BA prófi í myndlist eða sambærilegu námi. Hægt er að sækja um styrk til lengri eða skemmri námsdvalar erlendis, þó aldrei skemur en til sex mánaða. Umsókn skal fylgja ítarleg greinargerð um fyrirhugað nám ásamt meðmælabréfi og upplýsingum um fyrra nám og starfsferil.
Stefnt er að úthlutun eigi síðar en 13. júní næstkomandi.
Umsóknarfrestur er til og með 9. maí 2008. Umsóknir merktar styrktarsjóðnum skulu sendar:
Listasafni Íslands, Laufásvegi 12, 101 Reykjavík.
Nánari upplýsingar eru veittar í síma Listasafnsins 515 9600.
Stjórn Styrktarsjóðs Guðmundu Andrésdóttur
18.4.2008 | 08:37
Jón Laxdal sýnir í Jónas Viðar Gallery
Laugardaginn 19da apríl kl.14.00 verður opnuð sýning á verkum Jóns Laxdal Halldórssonar í Jónas Viðar Gallery Listagilinu á Akureyri.
Sýndir verða hlutir (objektar) gerðir úr bókum, pappa, gleri og þaksaumi, allir nýir af nálinni undir heitinu fáeinir fortitlar og bók eftir Mann.
Jónas Viðar Gallery er opið nú um helgina 14.00-18.00 laugardag og 13.00-18.00 sunnudag.
Annars föstudaga og laugardaga 13.00 til 18.00.
Sýningin stendur til 11. maí.
Allir velkomnir
Jónas Viðar Gallery: http://www.jvs.is/jvgallery.htm
sími: 8665021
17.4.2008 | 16:54
Safnasafnið opnar á laugardag
Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Ávörp flytja Margrét M. Norðdahl framkvæmdastjóri landshátíðarinnar Listar án landamæra og Guðmundur Vignir Óskarsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, félagar í Huglist lesa upp ljóð og Kristján Þór Júlíusson 1. þingmaður Norðausturkjördæmis opnar sýningar safnsins
Í anddyrinu er samsýning á verkum fjögurra listakvenna, máluðu fjörugrjóti eftir Önnu Ágústsdóttur á Hvammstanga, skrautkortum eftir Jóhönnu Bjarnadóttur frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, tálguðum fuglum eftir Oddnýju Jósepsdóttur í Sporði í Línakradal, Húnaþingi Vestra, og tálguðu höfðum með spónahári eftir Sigrúnu Gísladóttur á Flögu í Skaftárhreppi
Í Brúðusafninu er ný grunnsýning og fólk sem við þekkjum eftir nemendur 5. og 6. bekkja í Grenivíkurskóla. Í Leikfangasafninu eru einnig ný grunnsýning og þar sýna jafnaldrar þeirra í Valsárskóla hluti sem þau bjuggu til undir áhrifum af leikföngum safnsins
Safnasafnið tekur þátt í List án landamæra með tveimur sýningum: Huglistarhópinn á Akureyri sýnir verk úr ýmsum efnum eftir Brynjar Freyr Jónsson, Atla Viðar Engilbertsson, Finn Inga Erlendsson, Hallgrím Siglaugsson, Ragnheiði Örnu Arnarsdóttur og Stefán J. Fjólan; á Gamlársdag 2007 afhenti Guðmundur Vignir Óskarsson Safnasafninu til varðveislu listaverk eftir bróður sinn, Ingvar Ellert (1944-1992), 639 pappírsmyndir í stærðunum A3-A5, unnar með blýanti, krít, vatnslitum og tússi á 8. og 9. áratugnum, og kynnir nú safnið hluta þessara verka
Í Vestursal er fyrri sýning af tveim á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Arnarneshreppi; í Langasal er safnsýning á lágmyndum eftir Óskar Beck (d), Reykjavík, sem hann gerði úr plasthúðuðu þakjárni; í bókasafni eru lágmyndir og postulínsverk eftir Rósu Sigrúnu Jónsdóttur í Reykjavík; í verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co eru nálapúðar eftir Hannyrðasystur úr Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsströnd, Akureyri og Reykjavík; í Svalbarðsstrandarstofu er sýning sem ber heitið Menningarerfðir og nýsköpun þar sem tveir elstu árgangarnir í Leikskólanum Álfaborg sýna hluti innan um hefðbundið handverk, efni og gripi
Steyptar og málaðar höggmyndir Ragnars Bjarnasonar frá Öndverðarnesi taka svo að venju á móti gestum á hlaðinu. Léttar veitingar verða bornar í boði safnsins
Safnasafnið er opið kl. 14-17 um helgar til 17. maí; síðan daglega kl. 10-18 til 31. ágúst; eftir það skv. samkomulagi til 12. október. Flestar sýningarnar munu standa fram á vor 2009.