Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
5.2.2008 | 10:39
Auglýst eftir styrkjum úr Menningarsjóði Akureyrar
Akureyrarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr Menningarsjóði. Umsóknum skal skilað til Akureyrarstofu á þar til gerðum eyðublöðum sem fást í þjónustuanddyri Ráðhússins á heimasíðu Akureyrarbæjar og þess vandlega gætt að allar umbeðnar upplýsingar komi fram.
Menningarsjóður
Það er stjórn Akureyrarstofu sem úthlutar styrkjum úr Menningarsjóði í febrúar og september ár hver og er hlutverk sjóðsins að styrkja listastarfsemi á Akureyri með fjárframlögum.
Reglugerð fyrir Menningarsjóð má finna hér og umsóknareyðublað og frétt af vef Akureyrarbæjar hér
Umsóknarfrestur er til 15. febrúar 2008.Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Verkefni sem vekja athygli á sögustöðum og menningartengdum viðburðum, t.d. með tilliti til ferðaþjónustu
Verkefni sem efla þekkingu á sögu og sérkennum svæðisins
Verkefni sem stuðla að þátttöku sem flestra og brúa kynslóðabil
Verkefni sem fela í sér samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina sem og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað
Verkefni sem fela í sér nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs
Umsóknarfrestur er til og með 3. mars. Úthlutun fer fram í apríl.
Verkefnum sem hljóta styrk árið 2008 þarf að vera lokið í janúar 2009. Úthlutun Menningarráðs vegna ársins 2009 mun fara fram í janúar það ár.
Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is
Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþing vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2008. Viðtalstímar menningarfulltrúa, Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur, verða sem hér segir:
Dalvík 7. febrúar kl. 13-14 Ráðhúsinu Dalvík
Akureyri 8. febrúar kl. 9-12 og 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð
Laugum 12. febrúar kl. 9-10 á skrifstofu Þingeyjarsveitar
Mývatnssveit 12. febrúar kl. 13-14 á Hótel Reynihlíð
Ólafsfjörður 14. febrúar kl. 9.30-.10.30 Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar
Siglufjörður 14. febrúar kl. 13.30-14.30 Bæjarskrifstofu Siglufjarðar
Húsavík 20. febrúar kl. 9-11 á skrifstofu Norðurþings
Kópaskeri 20. febrúar kl. 15.30-16.30 á þjónustuskrifstofu Norðurþings
Raufarhöfn 21. febrúar kl. 14.30-15.30 á þjónustuskrifstofu Norðurþings
Langanesbyggð 22. febrúar kl. 10-12 á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, Þórshöfn
Grímsey auglýst síðar
Akureyri 27.-29. febrúar kl. 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3 hæð
Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.
4.2.2008 | 11:40
Gestavinnustofa Gilfélagsins auglýsir eftir umsóknum fyrir 2009
Gestavinnustofa Gilfélagsins auglýsir eftir umsóknum fyrir 2009.
Umsóknarfrestur er til 15. Apríl 2008.
The Gil Society's guest artists' studio is open for applications for the year 2009.
Applications must be sent before April 15. 2008.
The visitors' studio is at Kaupvangsstræti, in the very heart of Listagil, Akureyri's Art Centre. The studio is owned by the Municipality of Akureyri, and the Gil Society is in charge of its operations. The premises consist of a furnished apartment and working facilities.
The studio enables visiting artists to concentrate on their work by
providing them with this accommodation, for 1 month at a time and,
simultaneously, to acquaint the townspeople with artists of diverse origin
and their art, thus broadening the town's cultural horizon.
Applications must arrive before 15. of April. Applications will be answered
in May and the fee for staying in the Guest studio (10.000 IKR) must be
payed by 1. of July. The fee is used for advertising events, phone bills,
electricity, renewal of equipment etc.
It has been a custom that visitors in the studio promote their work in one
way or another during their stay. Artists must hold a lecture on their work
on behalf of the application committee, which is comprised of artists and
volunteers organising the visitiors' studio. The artists must also at the
end of each term open their studio for exhibition.
There are no fundings or grants that come with the visitors' studio, but the
artists receive a signed, formal invitation and the application committee
will be at hand to assist as it can with funding.
Artists interested in having exhibitions in Akureyri, can contact the
application comittee with requests and ideas at: studio.akureyri@gmail.com.
Moreover, artists staying during summer have an oppurtinity to participate
in the annual Summer Arts festival which is comprised of various events from
23. june to the end of August in Akureyri. www.artistsstudio.blogspot.com
kveðja
--
Jóna Hlíf Halldórsdóttir
www.jonahlif.com
Supervisor of the studio for visiting artists in Akureyri
www.artistsstudio.blogspot.com
Menning og listir | Breytt s.d. kl. 11:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)