13.8.2009 | 08:00
Edda Þórey Kristfinnsdóttir opnar sýningu í DaLí Gallery
Edda Þórey Kristfinnsdóttir opnar myndlistasýninguna Vistaskipti í DaLí
Gallery á Akureyri, laugardaginn 15. Ágúst kl. 15-17.
Sýning Eddu Þóreyjar Vistaskipti fjallar um hið eilífa ferðalag okkar
mannfólksins, vist á ólíkum stöðum og mismunandi áhrif umhverfis þeirra og fl.
Edda Þórey lærði hönnun í Iðnskólanum í Hafnarfirði, stundaði myndlistanám
í Myndlistaskóla Reykjavíkur, Myndlista og Handíðaskóla íslands og
útskrifaðist frá Myndlistaskólanum á Akureyri 2004. Edda Þórey er með
vinnustofu að Korpúlfsstöðum, er félagi í SÍM - Sambandi íslenskra
myndlistamanna, Gilfélaginu á Akureyri og í Myndstef.
Edda Þórey Kristfinnsdóttir um Vistaskipti:
Já
Mitt í hamingjunni
Blikka viðvörunarljós
Óreiða, skelfing , hrun
Gulir, rauðir, grænir, bláir
Englar himins gráta
Já
Mitt í hamingjunni
Vistaskipti er uppspretta verka minna. Við mannfólkið erum á eilífu
ferðalagi. Hús úr húsi, sveit úr sveit, borg úr borg, land úr landi, úr
einni vist í aðra. Vistin getur verið frá því að vera góð til þess að
vera nöturleg. Við ráðum ekki alltaf för. Umhverfi, innlendar og
erlendar fréttir hafa áhrif á mig, móta hugsanir mínar og halda mér við
gerð verkanna.
Sýning Eddu Þóreyjar í DaLí Gallery stendur fram yfir Akureyrarvöku,
menningarvöku Akureyrarbæjar þann 29. Ágúst. DaLí gallery er opið
laugardaga og sunnudaga kl. 14-17 og á Akureyrarvöku kl.14-17 og 20-00.
Allir velkomnir
www.daligallery.blogspot.com
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: Menntun og skóli | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.