Listhúshópurinn opnar sýningu í Ketilhúsinu, laugardaginn 11. júlí kl. 14

ketilhusid010

Listhúshópurinn opnar sýninguna "39 Norður" í Ketilhúsinu á Akureyri
laugardaginn 11. júlí kl.14.  Listhúshópurinn er fjölbreyttur hópur
listamanna sem ráku saman Listhús 39 í Hafnarfirði á árunum 1994 til "97 og
hefur haldið hópinn síðan. Á sýningunni verða verk úr flestum greinum
myndlistar: grafík, skúlptúr, keramik, textíll, collage, ljósmyndir og
málverk eftir 14 listamenn. Allir eru velkomnir á opnun, en sýningin stendur
til 26. júlí.

Listhús 39 var staðsett að Strandgötu 39, gegnt listasafni Hafnarfjarðar,
Hafnarborg. Í verslunarrými voru verk Listhúsfélaga til sýnis og sölu, en í
bakherbergi var sýningarrými með óvenjulegan karakter. Mikið líf og fjör var
jafnan í kringum sýningarhald í Listhúsi 39 og þar voru haldnar ótal
einkasýningar á tímabilinu auk samsýninga Listhúshópsins, meðal annars
þemasýningarnar "Englar og erótík" og "Dýrgripir". Á sýningunni í
Ketilhúsinu ræður fjölbreytnin ríkjum og er óhætt að hvetja áhugamenn um
myndlist að fjölmenna á þessa áhugaverðu sýningu.

Hjartanlega velkomin!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband