Karl Guðmundsson opnar sýningu í Gallerí Ráðhús

veggspjaldkarl.jpg

Gallerí Ráðhús
Geislagata 9
600 Akureyri
05.05.2009 - 01.10.2009


Þriðjudaginn 5. maí 2009 klukkan 12:15 opnar Karl Guðmundsson sýninguna KALLI25. Verkin á sýningunni eru unnin með olíulitum á bókbandspappa.

Sýningin er hluti af List án landamæra. www.listanlandamaera.blog.is 

Karl Guðmundsson (Kalli) hefur lagt stund á myndlist frá unga aldri. Í mörg ár hefur Karl komið á vinnustofu Rósu Kristínar Júlíusdóttur kennara og myndlistakonu þar sem þau hafa unnið saman að listsköpun, bæði sem kennari og nemandi en fyrst og fremst sem félagar og vinir í listinni. Þau hafa haldið sameiginlegar listsýningar og tekið þátt í margskonar samsýningum. Einnig hafa þau haldið fyrirlestra um samvinnu sína í tengslum við sýningarnar og á ráðstefnu um menntamál.
Karl er alvarlega mál- og hreyfihamlaður ungur maður sem býr yfir góðum skilningi. Þrátt fyrir fötlun sína tekst Kalla að koma til skila þeirri næmu listrænu tilfinningu sem býr
innra með honum. Hann útskrifaðist af myndlistabraut Verkmenntaskólans á Akureyri vorið 2007 og hefur ekki slegið slöku við í myndlistinni. Vorið 2008 tók hann þátt í
listahátíðinni List án Landamæra með sýningunni Snúist í hringi sem var í Ketilhúsinu á Akureyri.


Sýningarstjóri er Jóna Hlíf Halldórsdóttir

Léttar veitingar
Allir velkomnir

www.jonahlif.com


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband