13 nýjar sýningar í Safnasafninu

 big_eyja

SAFNASAFNIÐ

Opnun 13 nýrra sýninga á Eyfirskum safnadegi 2. maí kl. 13.00-15.00
 
Bílastæði
Huglist, Akureyri: Anna Heiða Harðardóttir, Brynjar Freyr Jónsson, Finnur Ingi Erlendsson, Hallgrímur Siglaugsson, Ragnheiður Arna Arnarsdóttir, Stefán J. Fjólan og Vilhjálmur Ingi Jónsson - Safnvörðurinn, 5 metra hár skúlptúr afhhjúpaður, kynntur undir merkjum Listar án landamæra. Bakhjarlar: Blikkrás, BM-Vallá, Flügger-litir, Hotel Natur, Húsasmiðjan, Menningarráði Eyþings og Rarik, Sandblástur og málmhúðun, Slippurinn
Anddyri:
Leikföng  - sýnishorn á veggjum og í glerskáp, töfrað upp úr dótakassanum nokkrum sinnum á dag
Miðrými:
Þorsteinn Díómedesson (d), Hvammstanga - tálgaðir málaðir fuglar
Laufey Jónsdóttir, Sæbóli, Húnaþingi vestra - fólk og húsdýr klippt úr pappír
Guðjón R. Sigurðsson (d), Fagurhólsmýri - fólk og húsdýr úr tré og ull 
Svava Skúladóttir (d), Reykjavík - máluð tréhús, kirkjur, kastalar og virkisbrýr
Ókunnir höfundar, vistmenn á Kleppsspítala 1980-1995 - fólk úr leir
Halldóra Kristinsdóttir, Reykjavík (frá Ánastöðum á Vatnsnesi) - pappírsbátar með fólki og varningi
Bára Sævaldsdóttir (d), Svalbarðsströnd - skálar úr kortum
Pétur Hraunfjörð (d), Reykjavík - andlit máluð á litla samsetta steina og önnur efni
Brúðusafn:
Grunnsýning (flutt og stækkuð) 
Íslenskt brúðuhús frá 1938, smíðað af August Håkansson, þýskt innbú (gefandi Sonja Håkansson)
Veitingasalur:
Sögufélag Svalbarðsstrandar - svart/hvítar ljósmyndir af mannlífi í hreppnum áður fyrr
Vestursalur:
Helgi Þórsson, Reykjavík - innsetning
Austursalur:
Guðjón Ketilsson, Reykjavík - innsetning
Svalbarðsstrandarstofa:
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd I: Kúabúskapur fyrr og nú - styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik
Samstarf við Sögufélag Svalbarðsstrandar um ljósmyndir og texta; auk þess tæki og áhöld í eigu safnsins
Valsárskóli, 5. og 6. bekkir - kýr og kálfar (leiðbeinandi: Ómar Þór Guðmundsson)
Verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co:
Grunnsýning
Tískufatnaður sem Þóra Björk Sveinsdóttir, Akureyri, saumaði á tvær ungar dætur sínar um og eftir 1960
Lyftuhús:
Ragnar Hermannsson, Húsavík - veiðimenn úr máluðum viði
Fræðslubókasafnið:
Sigríður Ágústsdóttir, Akureyri - leirker
Norðursalir:
Arna Valsdóttir, Akureyri - gjörningur á opnun; Með Heiminn í Höndunum, pappírsmyndir af mönnum og dýrum sem hún klippti út í samstarfi við syni sína, Ólaf Val og Viktor
Guðbjörg Ringsted, Akureyri - málverk 
Ásta Ólafsdóttir, Reykjavík - teikningar
Langisalur:
Birtingarmynd-Ímynd-Sjálfsmynd II, sýnd undir merkjum hátíðarinnar Listar án landmæra og styrkt af Menningarráði Eyþings og Rarik
Leikskólinn Álfaborg á Svalbarðseyri - ljósmyndir af börnunum að drullumalla
Vinnustofan Ás, Styrktarfélag vangefinna - handklæði: útsaumaðar sjálfsmyndir starfsfólksins; hönnun: Julysses Neau, Frakklandi

Annað:
Gamla-Búð:
Í risinu er 76m2 lista- og fræðimannsíbúð, útbúin eins og minjasafn, og gefst fólki tækifæri til að skoða hana um helgina, en síðan verður hún leigð í skemmri eða lengri tíma (kynningarverð í maí: 15.385 kr. nóttin)
Kaffihús:
Léttar veitingar í boði safnsins
Kaupfélag Svalbarðseyrar:
Karlar og kerlingar úr eldspýtnastokkum og -bréfum (6-9.000 kr. stykkið)
Hlað:
Ragnar Bjarnason (d), Reykjavík - grunnsýning: 13 málaðir steyptir skúlptúrar 

Fólk er hvatt til að mæta á opnun og njóta þess sem í boði er á þessum hátíðisdegi Eyfirskra safna; bent er á að rútur ganga á milli þeirra og skemmtilegir leiðsögumenn verða til frásagnar um náttúru og mannlíf að fornu og nýju. Nánari upplýsingar eru veittar í Menningarmiðstöðinni á Akureyri, á www.sofn.is og www.museums.is

6. júní verður opnuð sýning í Reitnum; þá 3 sýningar inni 11. júlí; og 3 þann 21. júlí (þær verða kynntar í fjölmiðlum og á www.safnasafnid.is). Safnasafnið er opið um helgar í maí frá kl. 14-17


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband