Ásdís Spanó sýnir í Jónas Viðar Gallery

asdis_spano.jpg

Laugardaginn 14. febrúar kl. 15 opnar Ásdís Spanó einkasýningu í Jónas Viðar Gallery í Listagilinu á Akureyri.

Sýningin ber nafnið "Tellus Ictus" og byggist á hugleiðingum listamannsins um hin ýmsu útrænu og innrænu öfl sem áhrif hafa á yfirborð jarðvegs. Í lagskiptingu verkana byggir Ásdís á samspili náttúru og borgar, hinu sjálfráða og hinu rökræna. Leiðarstef verkanna er orkuflæðið sem myndast í sköpunarferlinu.

Tellus Ictus er níunda einkasýning Ásdísar Spanó, en hún hefur tekið þátt í fjölmörgum sýningum síðan hún útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2003.


Jónas Viðar Gallery


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband