Kappar og ofurhetjur opna í GalleríBOXi laugardaginn 7. febrúar 2009 klukkan 15


Myndlistarfélagið opnar sína fyrstu samsýningu “Kappar og ofurhetjur” laugardaginn 7. febrúar kl. 15:00 í GalleríBOXi í Listagilinu á Akureyri. Sýningin er sú fyrsta sem félagið skipuleggur í GalleríBOXi sem nú er í umsjá félagsins eftir nokkrar endurbætur og stækkun. Tilgangur með félagasýningu að þessu sinni liggur fyrst og fremst í því að vera nokkurs konar mót, þar sem hverjum og einum listamanni gefst tækifæri til þess að koma á framfæri sýnishorni úr sinni smiðju og gefur gestum einnig fjölbreytt sýnishorn af því sem myndlistarmenn eru að fást við. Sýningin stendur til 6. mars og er opinn alla laugardaga og sunnudaga milli kl. 13:00 og 15:00


Kappar og ofurhetjur

07.02.09 - 06.03.09

GalleríBOX // Kaupvangsstræti 10 // IS 600 Akureyri // galleribox.blogspot.com 

 

Myndlistarfélagið var stofnað á Akureyri í janúar 2008 og eru félagar um 80. Myndlistarfélagið er aðila á Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Við þetta tækifæri verður sýningardagskráin fyrir GalleríBOX 2009 kynnt.

Akureyrarstofa og Ásprent eru stuðningsaðilar Myndlistarfélagsins.

Nánar upplýsingar veita Þórarinn Blöndal í síma 8996768 og Tinna Ingvarsdóttir í síma 6912705.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband