Sýning um Grýlu í Laxdalshúsi

gryla.jpg GRÝLA!

Næstkomandi laugardag (29. nóv.) kl. 14:30 mun opna í Laxdalshúsi á Akureyri sýning um Grýlu.  Það er Þórarinn Blöndal sem hefur unnið sýninguna í samstarfi við Oddeyrarskóla.  Hafa nemendur 2. 3. 4. og 5. bekkjar (smíðahópar) smíðað Grýlu og hennar hyski undir handleiðslu Brynhildar Kristinsdóttur smíðakennara og myndlistarkonu.  Afraksturinn verður hluti af sýningu um Grýlu sem verður í jólamánuðinum í Laxdalshúsi.  Ýmiskonar fróðleikur og myndir af henni verða til sýnis og hver veit nema hún verði þarna einhversstaðar í eigin persónu!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband