Kjartan Sigtryggsson opnar sýninguna "Í framan - In the face" á Café Karólínu

Laugardaginn 3. maí 2008, opnar Kjartan Sigtryggsson sýninguna "Í framan - In the face", á Café Karólínu á Akureyri.
Kjartan Sigtryggsson stundaði nám við Myndlistarskólann á Akureyri og Listaháskóla íslands og útskrifaðist þaðan 2006. Hann segir um verkin sem hann sýnir á Café Karólínu:

"Þetta er afrakstur vinnu minnar upp á síðkastið, ég blanda saman málverkum og teikningum þar sem andlitið er aðalviðfangsefnið, þá aðallega á huglægum grundvelli fremur en formlegum og bókstaflegum”

 

Kjartan Sigtryggsson

Í framan - In the face

03.05.2008 - 13.06.2008  

Café Karólína // www.karolina.is

Kaupvangsstræti 23 // IS 600 Akureyri // 4612755


Nánari upplýsingar veitir Kjartan í kjartansigtryggss(hjá)gmail.com

Sýningin á Café Karólínu stendur til 13. júní, 2008.

Meðfylgjandi er mynd ef einu verkanna sem Kjartan sýnir á Café Karólínu.

Sýning Jóns Laxdal “Úr formsmiðju” á Karólínu Restaurant stendur yfir til 5. september 2008.


Næstu sýningar á Café Karólínu:
14.06.08-04.07.08    Arnar Ómarsson
05.07.08-01.08.08    Vilhelm Jónsson
02.08.08-05.09.08    Margeir Sigurðsson
06.09.08-03.10.08    Sigurlín M. Grétarsdóttir
04.10.08-31.10.08    Ingunn St. Svavarsdóttir Yst
01.11.08-05.12.08    Þorsteinn Gíslason

Umsjónarmaður sýninganna er Hlynur Hallsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband