Báshás og Mark með opnar vinnustofur á 1. maí

pa110003.jpg

Sjónlistadagurinn 1. maí
 
Fimmtudaginn 1. maí halda myndlistarmenn á Íslandi upp á Sjónlistadaginn, annað árið í röð. Tilgangurinn með hátíðahöldunum er að vekja athygli á því mikla starfi sem unnið er á vinnustofum listamanna víðs vegar um landið. Hátíðahöldin fara fram með þeim hætti að myndlistarmenn opna vinnustofur sínar og taka á móti gestum.
 
Opið verður í Listamannahúsinu Seljavegi 32 milli kl 14 og 17.
 
Á Korpúlfsstöðum verður opið milli 13 og 17.
Þar sýna myndlistarmenn í kjallaranum sýninguna Flóð, en eins og kunngjört er flæddi inn á vinnustofur listamanna í byrjun árs. Vinnustofur verða einnig opnar og á milli kl. 14 og 16 munu tónlistarmenn úr hljómsveitinni Hjaltalín, Sigríður Thorlacius söngkona, Guðmundur Óskar Guðmundsson bassaleikari og Hjörtur Ingvi Jóhannsson píanóleikari flytja tónlistaratriði í stóra salnum. Útibú Myndlistaskóla Reykjavíkur á Korpúlfsstöðum mun einnig standa opið.

Eftirfarandi vinnustofur verða einnig opnar:
 
Báshás, (Ásta, Bogga og Sveinka) Brekkugötu 13, neðri hæð, 600 Akureyri frá 14-17
Samúel Jóhannsson, Mark, Eyjafjarðarsveit, 601 Akureyri frá 14-17

Kristinn Már Pálmason, Freyjugötu 14, 101 Reykjavík
Álfheiður Ólafsdóttir, Auðbrekku 6 Kópavogur
Elsa Nielsen, Skólabraut 16, 170 Seltjarnarnes
Margrét Jóelsdóttir og Stephen Fairbairn, Borgarholtsbraut 57, Kópavogi
Steinunn Marteinsdóttir, Hulduhólum, Mosfellsbæ
ART11 Auðbrekku 4, Kópavogi
Jökull Snær Þórðarson og Garðar Eymundsson Seyðisfirði
 
Lista yfir aðra listamenn sem opna dyr sínar fyrir almenningi, ásamt opnunartíma hvers og eins, er að finna á heimasíðu Sambands íslenskra myndlistarmanna, www.sim.is


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband