Safnasafnið opnar á laugardag

Bodskort_og_forsida_LAGF Laugardaginn 19. apríl kl. 14.00 verða opnaðar 10 nýjar sýningar í Safnasafninu á Svalbarðsströnd. Ávörp flytja Margrét M. Norðdahl framkvæmdastjóri landshátíðarinnar Listar án landamæra og Guðmundur Vignir Óskarsson framkvæmdastjóri í Reykjavík, félagar í Huglist lesa upp ljóð og Kristján Þór Júlíusson 1. þingmaður Norðausturkjördæmis opnar sýningar safnsins

Í anddyrinu er samsýning á verkum fjögurra listakvenna, máluðu fjörugrjóti eftir Önnu Ágústsdóttur á Hvammstanga, skrautkortum eftir Jóhönnu Bjarnadóttur frá Eyjólfsstöðum í Vatnsdal, tálguðum fuglum eftir Oddnýju Jósepsdóttur í Sporði í Línakradal, Húnaþingi Vestra, og tálguðu höfðum með spónahári eftir Sigrúnu Gísladóttur á Flögu í Skaftárhreppi

Í Brúðusafninu er ný grunnsýning og “fólk sem við þekkjum” eftir nemendur 5. og 6. bekkja í Grenivíkurskóla. Í Leikfangasafninu eru einnig ný grunnsýning og þar sýna jafnaldrar þeirra í Valsárskóla hluti sem þau bjuggu til undir áhrifum af leikföngum safnsins

Safnasafnið tekur þátt í List án landamæra með tveimur sýningum: Huglistarhópinn á Akureyri sýnir verk úr ýmsum efnum eftir Brynjar Freyr Jónsson, Atla Viðar Engilbertsson, Finn Inga Erlendsson, Hallgrím Siglaugsson, Ragnheiði Örnu Arnarsdóttur og Stefán J. Fjólan; á Gamlársdag 2007 afhenti Guðmundur Vignir Óskarsson Safnasafninu til varðveislu listaverk eftir bróður sinn, Ingvar Ellert (1944-1992), 639 pappírsmyndir í stærðunum A3-A5, unnar með blýanti, krít, vatnslitum og tússi á 8. og 9. áratugnum, og kynnir nú safnið hluta þessara verka

Í Vestursal er fyrri sýning af tveim á verkum Aðalheiðar S. Eysteinsdóttur, Arnarneshreppi; í Langasal er safnsýning á lágmyndum eftir Óskar Beck (d), Reykjavík, sem hann gerði úr plasthúðuðu þakjárni; í bókasafni eru lágmyndir og postulínsverk eftir Rósu Sigrúnu Jónsdóttur í Reykjavík; í verslun Ásgeirs G. Gunnlaugssonar & Co eru nálapúðar eftir Hannyrðasystur úr Eyjafjarðarsveit, Svalbarðsströnd, Akureyri og Reykjavík; í Svalbarðsstrandarstofu er sýning sem ber heitið Menningarerfðir og nýsköpun þar sem tveir elstu árgangarnir í Leikskólanum Álfaborg sýna hluti innan um hefðbundið handverk, efni og gripi

Steyptar og málaðar höggmyndir Ragnars Bjarnasonar frá Öndverðarnesi taka svo að venju á móti gestum á hlaðinu. Léttar veitingar verða bornar í boði safnsins
Safnasafnið er opið kl. 14-17 um helgar til 17. maí; síðan daglega kl. 10-18 til 31. ágúst; eftir það skv. samkomulagi til 12. október. Flestar sýningarnar munu standa fram á vor 2009.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband