13.4.2008 | 17:08
Marína opnar á Akureyri
Næstkomandi sunnudag 13.apríl milli 12 og 17 verður sannkölluð markaðsstemning í Strandgötu 53 á Akureyri. Staðurinn heitir nú Marína Akureyri og hýsti áður skemmtistaðinn Oddvitann til margra ára. Nýjar áherslur eru á rekstrarformi staðarins og er húsið nú leigt út til veislu- og fundahalda ásamt því að rekstraraðilar standa sjálfir að viðburðum. Yfir sumartímann verður staðnum breytt í Þjónustumiðstöð við skemmtiferðaskip þau er eiga viðdvöl á Akureyri.
Fyrsti markaðsdagur í Marínu verður næstkomandi sunnudag undir yfirskriftinni "Komdu og skoðaðu í kistuna mína" Þar munu vel á þriðja tug aðila koma með nýjar og notaðar vörur og leggja undir sig húsið sem telur yfir 700 fermetra. Kaffi og vöfflustemning - Krakkahorn - Hvetjum alla til að kíkja við
Meðal viðburða sem verða á næstunni má helst nefna "Gráu hárin heilla" sýningu 18.apríl. Þar mun Gestur Einar Jónasson rifja upp tónlist sjöunda áratugarins ásamt söngvurunum Helenu Eyjólfsdóttur, Heimi Bjarna Ingimarssyni, Dagnýju Halldórsdóttur og bítlahljómsveit, með grátt í vöngum. Það verður sannkölluð bítlastemning í anda Hljóma, Dáta, Ingimars Eydal, Kinks, Smokie, Led Zeppelin og þá eru einungis nokkrir nefndir. Miðaverð er 2.500.- á sýningu sem hefst klukkan 21:30. Pantanir í síma 864-3633 og á marina@marina.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Tónlist | Breytt s.d. kl. 17:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.