Þuríður Sigurðardóttir opnar í DaLí Gallery á Akureyri á laugardag

dali7304
 
Þuríður Sigurðardóttir, Þura, kynnir málverkaröðina “STÓД í DaLí Gallery á Akureyri, laugardaginn 15. mars kl. 17-19.

Viðfangsefni á sýningunni er íslenski hesturinn og býður listamaðurinn áhorfandanum að taka þátt í rannsókn sinni á tengslum manns og dýrs í gegnum upplifun lita og áferðar feldsins.

Með því að höfða til löngunarinnar að klappa mjúkum dýrum verða málverkin nánast ómótstæðileg og um leið koma fram spurningar um málverkið sem miðil. Þaulunnin og tímafrek kallast þau á við listasöguna og vega salt milli hins fígúratífa og abstrakt.

Um leið og Þura vinnur með upplifun áhorfenda í sýningarrýminu skoðar hún líka eigin upplifun úti í náttúrunni í hestamennsku.

"Þetta er ekkert venjulegt stóð sem ég kem með norður! Ef fólk á von á málverkum með hestum, sem koma vaðandi á móti áhorfandanum eða settlegum töltara með knapa á baki í fallegu landslagi, valið með tilliti til ættbókar hestsins verða þetta tóm vonbrigði! Hesturinn hefur mjög sterka hefð í myndlist og er gjarnan sýndur sem tákn um styrk. Hann birtist oft í íslenskum myndverkum sem þarfasti þjónninn, sem hluti af landslagi, tákn fyrir sveitasælu og hinn frjálsa íslending. Mig langar hins vegar að fara aðra leið til að túlka þessa dásamlegu skepnu sem hesturinn er og finnst ekki ástæða til að leita í hefðina".

Þura útskrifaðist úr Listaháskóla Íslands 2001 og lagði m.a. stund á íkonamálun og íkonafræði hjá rússneska prófessornum Yuri Bobrov. Hún hefur starfað víða að myndlist og á að auki glæstan tónlistaferil. Þura hefur haldið fjölda einka- og samsýninga bæði innanlands og utan og hefur unnið að ýmsum verkefnum myndlistar. Hún er einn af stofnendum START ART listamannahúss á Laugarveginum, er einn hugmyndasmiða og umsjónarmanna Opna Gallerísins sem sýndi víða í 101 Reykjavík og kennir við Myndlistaskólann í Reykjavík og Mosfellsbæ. Þura situr í stjórn SÍM og hefur gegnt þar varaformennsku.

Sýningin ,,Stóð" stendur til 5. apríl í DaLí Gallery.

Þuríður Sigurðardóttir

http://thura.is

thura(hjá)thura.is

s. 8993689

 

DaLí Gallery

Brekkugata 9

600 Akureyri

dagrunm(hjá)snerpa.is

http://daligallery.blogspot.com

Dagrún s.8957173

Lína s.8697872

 

Opið: föstudaga og laugardaga kl.14-17 og eftir samkomulagi.

Um páska er opið á skírdag, föstudaginn langa og laugardag á sama tíma.
 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband