Menningarráð Eyþings auglýsir eftir umsóknum um styrki á grundvelli samnings menntamálaráðuneytisins og samgönguráðuneytis við Eyþing frá 27. apríl 2007. Tilgangur styrkjanna er að efla menningarstarfsemi og menningartengda ferðaþjónustu á svæði Eyþings.
Menningarráð Eyþings hefur ákveðið að árið 2008 hafi þau verkefni forgang sem uppfylla eitt eða fleiri eftirtalinna atriða:
Verkefni sem vekja athygli á sögustöðum og menningartengdum viðburðum, t.d. með tilliti til ferðaþjónustu
Verkefni sem efla þekkingu á sögu og sérkennum svæðisins
Verkefni sem stuðla að þátttöku sem flestra og brúa kynslóðabil
Verkefni sem fela í sér samstarf milli tveggja eða fleiri aðila, byggðarlaga eða listgreina sem og uppsetning viðburða á fleiri en einum stað
Verkefni sem fela í sér nýsköpun á sviði lista og menningarstarfs
Umsóknarfrestur er til og með 3. mars. Úthlutun fer fram í apríl.
Verkefnum sem hljóta styrk árið 2008 þarf að vera lokið í janúar 2009. Úthlutun Menningarráðs vegna ársins 2009 mun fara fram í janúar það ár.
Nánari upplýsingar ásamt úthlutunarreglum má finna á heimasíðu Eyþings www.eything.is
Umsóknum skal skilað til Menningarráðs Eyþings á þar til gerðum eyðublöðum sem nálgast má á heimasíðu Eyþings www.eything.is eða hjá menningarfulltrúa Eyþings, Strandgötu 29, 3. hæð.
Allar nánari upplýsingar veitir Ragnheiður Jóna Ingimarsdóttir menningarfulltrúi í síma 464 9935 og 862 2277 eða á netfangið menning@eything.is
Menningarráð Eyþings auglýsir viðveru menningarfulltrúa í sveitarfélögum í Eyþing vegna úthlutunar á menningarstyrkjum 2008. Viðtalstímar menningarfulltrúa, Ragnheiðar Jónu Ingimarsdóttur, verða sem hér segir:
Dalvík 7. febrúar kl. 13-14 Ráðhúsinu Dalvík
Akureyri 8. febrúar kl. 9-12 og 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3. hæð
Laugum 12. febrúar kl. 9-10 á skrifstofu Þingeyjarsveitar
Mývatnssveit 12. febrúar kl. 13-14 á Hótel Reynihlíð
Ólafsfjörður 14. febrúar kl. 9.30-.10.30 Bæjarskrifstofu Ólafsfjarðar
Siglufjörður 14. febrúar kl. 13.30-14.30 Bæjarskrifstofu Siglufjarðar
Húsavík 20. febrúar kl. 9-11 á skrifstofu Norðurþings
Kópaskeri 20. febrúar kl. 15.30-16.30 á þjónustuskrifstofu Norðurþings
Raufarhöfn 21. febrúar kl. 14.30-15.30 á þjónustuskrifstofu Norðurþings
Langanesbyggð 22. febrúar kl. 10-12 á skrifstofu Langanesbyggðar, Fjarðarvegi 3, Þórshöfn
Grímsey auglýst síðar
Akureyri 27.-29. febrúar kl. 13-16 á skrifstofu menningarfulltrúa, Strandgötu 29, 3 hæð
Viðtalstímar á öðrum tímum eftir samkomulagi.
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Stjórnmál og samfélag, Vefurinn | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.