Stofnfundur Myndlistarfélagsins á laugardaginn

author_icon_15825

Laugardaginn 26. janúar 2008, klukkan 17 verður haldinn stofnfundur Myndlistarfélagsins, í Deiglunni á Akureyri.

Undirbúningsfundur að stofnun félags myndlistarfólks var haldinn í nóvember síðastliðinn í Deiglunni. Hátt í 30 myndlistarmenn mættu á fundinn. Þar voru hagsmunamál myndlistarfólks á Akureyri og nágrenni rædd og fjölmargar hugmyndir komu fram. Valin var undirbúningshópur að stofnun félagsins og rætt var um að félagið sækti um aðild að Sambandi íslenskra myndlistarmanna.
Undirbúningshópur var valinn og í honum eru: Aðalheiður S. Eysteinsdóttir, Brynhildur Kristinsdóttir, Gunnar Kr. Jónasson, Þórarinn Blöndal og Hlynur Hallsson. Varamenn eru Arna Valsdóttir, Jóna Hlíf Halldórsdóttir og Jónas Viðar.

Undirbúningshópurinn ákvað að halda úti þessari vefsíðu með upplýsingum um myndlistarviðburði á Norðurlandi og tenglum á félaga og gallerí og söfn.

Á stofnfundinum verða drög að lögum félagsins kynnt, kosin stjórn og rætt um hagsmunamál myndlistarfólks.

- Hvernig eflum við myndlist og menningu á Norðurlandi?
- Hvað á myndlistarfólk á Norðurlandi sameiginlegt?
- Hver eru hagsmunamál myndlistarmanna?
- Getum við haft meiri áhrif saman en í sitt hverju lagi?
- Hvað viljum við og hvað getum við gert?

Allt myndlistarfólk er velkomið á stofnfundinn.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband