13.12.2007 | 09:51
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir á Bláu könnunni
Hringleikur á aðventu
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir sýnir nýjar tréristur og sandblástursfilmur á Bláu könnunni í desember.
Meginþema verkanna er hringformið, sem er tákn óendanleikans. Margslungnar fléttur og þræðir spinnast saman og mynda hring, lokað ferli án upphafs og endis. Verkin bera með sér fyrirheit um uppskeru og nýja blómatíð.
Sveinbjörg Hallgrímsdóttir er fædd í Reykjavík 01.10.1957. Hún stundaði nám við Kennaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árið 1974 til 1978. Á árunum 1986 til 1990 stundaði hún nám við Myndlistaskóla Reykjavíkur og þvínæst við málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands árin 1990 til 1992.
Frá árinu 1992 hefur Sveinbjörg verið með eigin vinnustofu. Í dag starfrækir hún vinnustofu sína og sýningaraðstöðu, ásamt Önnu Gunnarsdóttur, Gallerí Svartfugl og Hvítspóa í miðbæ Akureyrar.
Sveinbjörg er félagi í grafíkfélaginu Íslensk Grafík og Sambandi íslenskra myndlistarmanna (SÍM). Hún er einnig meðlimur í dönsku grafíksamtökunum Fyns Grafiske Værksted í Óðinsvéum.
Sveinbjörg var bæjarlistamaður Akureyrar 2004 og valin listamaður ársins hjá Stíl 2007, en fyrirtækið styrkir sýninguna. Hún á að baka margar einkasýningar og hefur tekið þátt í fjölmörgum samsýningum heima og erlendis.
Vinnustofa / sýningarsalur, Gallerí Svartfugl og Hvítspói,
Brekkugötu 3a (bakhús við Ráðhústorg) - 600 Akureyri.
s: 4613449 - 8937661.
tölvupóstur: sveinbjorg(hjá)svartfugl.is - heimasíða: www.svartfugl.is
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkar: Dægurmál, Matur og drykkur, Vefurinn | Breytt s.d. kl. 09:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.