Jólasölusýning Myndlistarfélagsins

47390850_2333594766713513_6770062437929451520_n.jpg?_nc_cat=106&_nc_ht=scontent-lhr3-1

Hvernig væri að gefa eitthvað alveg einstakt í jólagjöf þetta árið? Ekki Arnald með skiptimiða eða finnska nammiskál, heldur brakandi ferska list og það norðlenska í þokkabót!

Myndlistarfélagið ætlar að slá upp sýningu í markaðsformi núna í desember. Þar munu félagar bjóða fala einhverja gimsteina úr eigin ranni, ný verk og hugsanlega reynslumeiri í bland. 

Sýningin opnar þann 8. desember og verður opin flesta daga til jóla. Verkin verða seld beint af veggnum og hægt verður að pakka þeim inn á staðnum, með listrænan innblástur beint í æð. 

Góðar líkur á mandarínum, glöggi, konfekti og öðrum freistingum að falla fyrir. 
Við verðum með opið allar helgar fram að jólum. Hlökkum til að sjá ykkur!

https://www.facebook.com/events/1959931887432182


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband