23.7.2018 | 09:03
Sonja Lefèvre-Burgdorf sýnir í Deiglunni
Verið velkomin á opnun sýningar Sonju Lefèvre-Burgdorf í Deiglunni. Listagili, föstudaginn 27. júlí kl. 20 - 22. Þar sýnir Sonja afrakstur dvalar sinnar í Gestavinnustofu Gilfélagsins í júlímánuði. Sýningin er einnig opin á laugardag og sunnudag, 28 - 29. Júní kl. 14 - 17.
Sonja Lefèvre-Burgdorf er þýskur myndlistarmaður og hefur búið í Gestavinnustofu Gilfélagsins á Akureyri í júlí og unnið að nýjum verkum ásamt því að undirbúa verk sem hún mun vinna að þegar heim er komið. Sonja segir um dvölina: Ég er heilluð af náttúru Íslands og vildi því að hún yrði næsta viðfangsefni mitt. Mig langaði að skynja áhrifin sem hún hefur á mig, að finna kraftinn undir fótunum og gleypa í mig orkuna, skerpa skynfærin, skynjunina og opna fyrir hvötina og örvunina og það sem ég hef séð og upplifað hingað til er umfram væntingar mínar.
Að dvelja í Gestavinnustofu Gilfélagsins í heilan mánuð gefur mér rými og frelsi til að vinna við fulla einbeitingu.
Ég er vön að vinna á stórum skala með akrýl eða olíumálningu en þurfti að takmarka efnið fyrir ferðalagið hér og dvölina. Þessvegna sýni ég hér skissur og teikningar í öðrum miðli, t.d. kol, grafít, olíustikk, vatnslitir og blek mestmegnis á pappír. Þótt að málverkin mín séu innblásin af náttúrunni eru þau abstrakt. Það snýst allt um tjáningu, að sýna á sjónrænan hátt tilfinningu, orkuna, hið grófa og hið fíngerða á listrænan hátt og allt byggt á litunum í landslaginu.
Vatnslitaverkin mín eru unnin út frá heimsókn minni til Jökulsárlóns, jökullinn og glæsilegu ísjakarnir, svört ströndin, Eystri-Fellfjara. Einnig bílferðin í gegnum hálendið til Landmannalauga jafnt sem svæðið í kringum Mývatn. Og ekki má gleyma veðrinu sem breytist á hverju augnabliki. Að reyna að grípa alla þessa bláu og gráu tóna er áskorun.
Jafnvel þótt að verkin sem ég mun sýna í Deiglunni gætu verið hugsuð sem undirbúningur fyrir alvöru verkin sem ég mun vinna á öðrum skala, þá geta þau mörg staðið ein. Þegar hughrifin sem ég hef orðið fyrir hér hafa náð að lygna þá er ég viss um að þegar heima er komið munu þau verða eitthvað nýtt.
http://www.lefevre-burgdorf.de
VITA
born 1952 in Ansbach/Germany
Studies at the European Academy of Fine Arts, Trier (D)
Exhibitions - Participations - Art Fairs
2017 19th Art International Zurich (CH) *
2017 Galerie Vinothek, Bürgstadt (D)
2016 European Academy of Fine Arts - Unit9, Trier (D)
2016 Galerie Abteigasse 1, Amorbach (D) *
2016 Berliner Liste 2016, Berlin (D) *
2015 European Academy of Fine Arts - Project II, Trier (D)
2015 Galerie Abteigasse 1, Amorbach (D) *
2015 58th International Annual Exhibition EVBK, Prüm (D) *
2015 European Academy of Fine Arts - Project I, Trier (D)
2014 Tufa - Project I, Trier (D)
2013 European Academy of Fine Arts, Trier (D) *
2013 Kunstverein Das Damianstor, Bruchsal (D)
2012 St. Matthias in Focus, Trier (D) *
2002 Maison Schauwenburg, Bertrange (L)
2001 4th International Exhibition Artists of the region, Losheim/See (D)
Viðburðurinn er hluti af Listasumar á Akureyri / Akureyri Art Summer
https://www.facebook.com/events/608631329520712
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.