20.3.2018 | 11:13
Bergþór Morthens opnar sýningu í Listasafninu á Akureyri
Bergþór Morthens
Rof
Listasafnið á Akureyri
24. mars - 15. apríl 2018
Ég hef lengi velt fyrir mér leiðtogaþörf mannsins og birtingarmyndum valds í samfélaginu. Verkin á sýningunni eru tilraun til að leysa upp þessar birtingarmyndir og eru ákveðin tilfærsla á viðfangsefninu. Slíkt er gert með uppbyggingu og niðurrifi, umsnúningi eða vendingu í ferli málverksins.
Myndflöturinn verður nokkurs konar átakasvæði þar sem heildin er rofin.
Formið víkur fyrir formleysi og nýjum, óskyldum áhrifum er safnað saman til þess að mynda aðra óskylda heild með annars konar frásögn. Frásögn sem fjallar ekki síður um, eða vísar til, atriða utan myndflatarins.
Bergþór Morthens (f. 1979) lauk námi við Myndlistaskólann á Akureyri 2004 og MA námi í myndlist við Valand háskólann í Gautaborg 2015. Hann hefur haldið einkasýningar á Íslandi, í Rúmeníu og Svíþjóð og tekið þátt í samsýningum á Íslandi, Grikklandi, í Svíþjóð og Danmörku.
Sýningarstjóri: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir
///
Bergþór Morthens
Rupture
Akureyri Art Museum
March 24áµ—Ê° - April 15áµ—Ê° 2018
For quite some time I have pondered on mans need for leaders and how power manifests itself in society. The artworks in this exhibition are an attempt to dissolve those manifestations and a certain displacement of the subject matter. Such doings take place through construction and demolition, a turnaround or reversal in the process of painting. The canvas becomes a kind of battlefield where the whole is interrupted.
The form yields to a non-form and new unrelated influences are gathered together to form another unrelated whole with a different narrative. A narrative that also strongly refers to things outside the canvas.
Bergþór Morthens (born 1979) graduated from the Akureyri School of Visual Arts in 2004 and finished an MA degree from Valand University, Gothenburg, Sweden in 2015. He has held solo
exhibitions in Iceland, Romania and Sweden and participated in group exhibitions in Iceland, Greece, Sweden and Denmark.
Curator: Guðrún Pálína Guðmundsdóttir.
Flokkur: Menning og listir | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.